„Að gera í blóðið sitt“ – Getuleysi RÚV Ingvar Gíslason skrifar 10. október 2014 15:44 Við hvað á að líkja virðingarstöðu, efnahagsgetu og starfsmöguleikum Ríkisútvarpsins, hins opinbera hlutafélags? Virðing þess hjá ríkisvaldinu er í lágmarki, efnahagsgetan stendur á núlli og starfsmöguleikar stórlega skertir. Sýnt er að Rás 1, sem á að vera alhliða menningarmiðill, stendur ekki undir nafni um frjósama dagskrárgerð. Þar er í senn bjargast við sífelldar endurtekningar efnis frá fyrri tíð og poppaða plötumúsík og þar tilheyrandi mærðarhjal. Rekstrarform Ríkisútvarpsins er einhvers konar mekkanóútgáfa af eiginlegu hlutafélagi, glingur á eins manns höndum. Þótt ljótt sé að segja það – því að samlíkingin er grótesk – þá hefur Ríkisútvarpið dagað uppi sem geldingur ófrjór og getulaus. Af geldingi fæðist ekkert, hann er bara sláturfé. Útvarpið gæti vafalaust gert í blóðið sitt, ef það væri leyst upp og skuldir jafnaðar með eignasölu og næsta lítið eftir af búinu. Ýmislegt bendir til að horft sé til þess háttar slátrunar. Eða hvað merkir orðið niðurskurður? Við sveitamenn vitum að þá er átt við stórfellda slátrun. Þessi geldingsstaða Ríkisútvarpsins hefur þróast um langt skeið. Hlutafélagsómyndin á vitaskuld stóran þátt í þessum ófrjósemisaðgerðum löggjafans og er um leið augljós birtingarmynd áhugaleysis fjárveitingarvaldsins um hag stofnunarinnar og virðingarleysis þess fyrir upphaflegu og sögulegu menningarhlutverki útvarpsins. Þótt ég fari ekki nánar út í hverjir eiga hér hlut að máli með nöfnum og númerum, þá tekur bara hver það til sín sem hann á! Maður á mínum aldri getur varla gert meira en að segja frá því sem við honum blasir. Þótt tíminn sé hlaupinn frá okkur gamla fólkinu, þá getum við borið saman tímana tvenna og sett vonir á framtíðina um að glæða gamlar hugsjónir. Í lokin þetta, svo ég grípi til þess litla sem eftir er af ótuktarskap í mér:Tregur og tímgunarsnauðurer talinn hver vanaður sauður.Þó getulaus séer hann gildur sem „fé“og gerir í blóð sitt dauður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Við hvað á að líkja virðingarstöðu, efnahagsgetu og starfsmöguleikum Ríkisútvarpsins, hins opinbera hlutafélags? Virðing þess hjá ríkisvaldinu er í lágmarki, efnahagsgetan stendur á núlli og starfsmöguleikar stórlega skertir. Sýnt er að Rás 1, sem á að vera alhliða menningarmiðill, stendur ekki undir nafni um frjósama dagskrárgerð. Þar er í senn bjargast við sífelldar endurtekningar efnis frá fyrri tíð og poppaða plötumúsík og þar tilheyrandi mærðarhjal. Rekstrarform Ríkisútvarpsins er einhvers konar mekkanóútgáfa af eiginlegu hlutafélagi, glingur á eins manns höndum. Þótt ljótt sé að segja það – því að samlíkingin er grótesk – þá hefur Ríkisútvarpið dagað uppi sem geldingur ófrjór og getulaus. Af geldingi fæðist ekkert, hann er bara sláturfé. Útvarpið gæti vafalaust gert í blóðið sitt, ef það væri leyst upp og skuldir jafnaðar með eignasölu og næsta lítið eftir af búinu. Ýmislegt bendir til að horft sé til þess háttar slátrunar. Eða hvað merkir orðið niðurskurður? Við sveitamenn vitum að þá er átt við stórfellda slátrun. Þessi geldingsstaða Ríkisútvarpsins hefur þróast um langt skeið. Hlutafélagsómyndin á vitaskuld stóran þátt í þessum ófrjósemisaðgerðum löggjafans og er um leið augljós birtingarmynd áhugaleysis fjárveitingarvaldsins um hag stofnunarinnar og virðingarleysis þess fyrir upphaflegu og sögulegu menningarhlutverki útvarpsins. Þótt ég fari ekki nánar út í hverjir eiga hér hlut að máli með nöfnum og númerum, þá tekur bara hver það til sín sem hann á! Maður á mínum aldri getur varla gert meira en að segja frá því sem við honum blasir. Þótt tíminn sé hlaupinn frá okkur gamla fólkinu, þá getum við borið saman tímana tvenna og sett vonir á framtíðina um að glæða gamlar hugsjónir. Í lokin þetta, svo ég grípi til þess litla sem eftir er af ótuktarskap í mér:Tregur og tímgunarsnauðurer talinn hver vanaður sauður.Þó getulaus séer hann gildur sem „fé“og gerir í blóð sitt dauður.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun