Fæ ég að gera mitt besta? Valgerður Bjarnadóttir skrifar 9. október 2014 07:00 Fyrir rúmum tveimur árum, þegar ég var að stíga mín fyrstu skref innan læknadeildar, hafði ég ekki hugmynd um hvað biði mín. Ég vissi að það væri verið að skera niður á spítalanum en mig óraði ekki fyrir því hversu viðamikill og dýrkeyptur sá niðurskurður væri. Ég bjóst ekki við að innan skamms fengi ég viðvaranir frá eldri nemendum vegna ástandsins. Að mér yrði ráðlagt að hætta í náminu á meðan ég gæti. Nú væri tækifærið, áður en ég hefði eytt of miklum fjármunum, orku og tíma í námið eins og þau. Fyrst þegar ég heyrði slíkar viðvaranir var ég ekki sannfærð, þetta gæti varla verið svo slæmt. En eftir að hafa kynnt mér ástand Landspítalans skil ég betur afstöðu þessara nemenda. Þeir horfa upp á lækna eyða gífurlegum tíma og orku í sérnám en geta ekki nýtt þekkingu sína til fulls þegar heim er komið. Erfitt er að sætta sig við fornfálegar aðferðir og biluð tæki eftir að hafa lært að beita nútímatækni læknavísindanna. Læknar horfa upp á sjúklinga verða örkumla eða deyja vitandi það að mögulegt væri að bjarga þeim ef aðstaðan væri betri. Þeir þurfa að sætta sig við að starfa í byggingu sem er heilsuspillandi fyrir bæði starfsfólk og sjúklinga sökum sveppavaxtar. Læknar þurfa að lifa með dómgreindarbresti og mistökum af sinni hálfu sem beint má rekja til þreytu og of mikils vinnuálags. Fyrir þessa vinnu fá þeir greitt aðeins brot af því sem tíðkast í nágrannalöndum okkar. Þetta á að sjálfsögðu við um allar starfstéttir spítalans, engin þeirra er undanskilin.Ekkert lát á niðurskurði En af hverju hætti ég ekki? Mig langar að verða læknir og ég vil ekki láta bágt ástand heilbrigðiskerfis hérlendis standa í vegi mínum. En umfram allt hafði ég trú á að ástandið myndi batna. Að stjórnvöld myndu standa við loforð sín um úrbætur og að niðurskurðurinn væri bara tímabundinn. Starfsfólk spítalans hefur lagst á eitt til að halda dampi gegnum þessa erfiðu tíma, lagt á sig ómælda vinnu og álag, en nú er fólk orðið þreytt. Þó virðist ekkert lát ætla að verða á hinum langvarandi niðurskurði sem er að murka líftóruna úr einni mikilvægustu stofnun landsins. Á hverju ári fara stórar fjárhæðir til spillis vegna óhagstæðs fyrirkomulags spítalans (fjórir milljarðar fara í bráðaviðhald í ár) og það sem verra er; lífum er kastað á glæ vegna þessa. Þegar íslenskt heilbrigðiskerfi er að hruni komið er afar sárt að heyra heilbrigðisráðherra draga úr vandamálinu, segja ástandið ekki svo slæmt miðað við aðrar þjóðir í heiminum. Hvaða þjóðir vill hann eiginlega bera okkur saman við? Við sættum okkur ekki við heilbrigðiskerfi sem veitir starfsfólki sínu ekki tækifæri til að nýta þekkingu sína til að bæta lífsgæði og bjarga mannslífum. Því miður er ekki nóg að starfsmenn spítalans, háskólanemar og almenningur átti sig á ástandinu ef ráðamenn gera það ekki. Til þess að úrbætur séu mögulegar verða stjórnvöld að breyta forgangsröðun sinni og leggja meira fé í heilbrigðiskerfið. Það er kominn tími til að ráðamenn taki við sér, það er þeirra skylda að gera heilbrigðisstarfsfólki kleift að gera sitt besta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Sjá meira
Fyrir rúmum tveimur árum, þegar ég var að stíga mín fyrstu skref innan læknadeildar, hafði ég ekki hugmynd um hvað biði mín. Ég vissi að það væri verið að skera niður á spítalanum en mig óraði ekki fyrir því hversu viðamikill og dýrkeyptur sá niðurskurður væri. Ég bjóst ekki við að innan skamms fengi ég viðvaranir frá eldri nemendum vegna ástandsins. Að mér yrði ráðlagt að hætta í náminu á meðan ég gæti. Nú væri tækifærið, áður en ég hefði eytt of miklum fjármunum, orku og tíma í námið eins og þau. Fyrst þegar ég heyrði slíkar viðvaranir var ég ekki sannfærð, þetta gæti varla verið svo slæmt. En eftir að hafa kynnt mér ástand Landspítalans skil ég betur afstöðu þessara nemenda. Þeir horfa upp á lækna eyða gífurlegum tíma og orku í sérnám en geta ekki nýtt þekkingu sína til fulls þegar heim er komið. Erfitt er að sætta sig við fornfálegar aðferðir og biluð tæki eftir að hafa lært að beita nútímatækni læknavísindanna. Læknar horfa upp á sjúklinga verða örkumla eða deyja vitandi það að mögulegt væri að bjarga þeim ef aðstaðan væri betri. Þeir þurfa að sætta sig við að starfa í byggingu sem er heilsuspillandi fyrir bæði starfsfólk og sjúklinga sökum sveppavaxtar. Læknar þurfa að lifa með dómgreindarbresti og mistökum af sinni hálfu sem beint má rekja til þreytu og of mikils vinnuálags. Fyrir þessa vinnu fá þeir greitt aðeins brot af því sem tíðkast í nágrannalöndum okkar. Þetta á að sjálfsögðu við um allar starfstéttir spítalans, engin þeirra er undanskilin.Ekkert lát á niðurskurði En af hverju hætti ég ekki? Mig langar að verða læknir og ég vil ekki láta bágt ástand heilbrigðiskerfis hérlendis standa í vegi mínum. En umfram allt hafði ég trú á að ástandið myndi batna. Að stjórnvöld myndu standa við loforð sín um úrbætur og að niðurskurðurinn væri bara tímabundinn. Starfsfólk spítalans hefur lagst á eitt til að halda dampi gegnum þessa erfiðu tíma, lagt á sig ómælda vinnu og álag, en nú er fólk orðið þreytt. Þó virðist ekkert lát ætla að verða á hinum langvarandi niðurskurði sem er að murka líftóruna úr einni mikilvægustu stofnun landsins. Á hverju ári fara stórar fjárhæðir til spillis vegna óhagstæðs fyrirkomulags spítalans (fjórir milljarðar fara í bráðaviðhald í ár) og það sem verra er; lífum er kastað á glæ vegna þessa. Þegar íslenskt heilbrigðiskerfi er að hruni komið er afar sárt að heyra heilbrigðisráðherra draga úr vandamálinu, segja ástandið ekki svo slæmt miðað við aðrar þjóðir í heiminum. Hvaða þjóðir vill hann eiginlega bera okkur saman við? Við sættum okkur ekki við heilbrigðiskerfi sem veitir starfsfólki sínu ekki tækifæri til að nýta þekkingu sína til að bæta lífsgæði og bjarga mannslífum. Því miður er ekki nóg að starfsmenn spítalans, háskólanemar og almenningur átti sig á ástandinu ef ráðamenn gera það ekki. Til þess að úrbætur séu mögulegar verða stjórnvöld að breyta forgangsröðun sinni og leggja meira fé í heilbrigðiskerfið. Það er kominn tími til að ráðamenn taki við sér, það er þeirra skylda að gera heilbrigðisstarfsfólki kleift að gera sitt besta.
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar