Fæ ég að gera mitt besta? Valgerður Bjarnadóttir skrifar 9. október 2014 07:00 Fyrir rúmum tveimur árum, þegar ég var að stíga mín fyrstu skref innan læknadeildar, hafði ég ekki hugmynd um hvað biði mín. Ég vissi að það væri verið að skera niður á spítalanum en mig óraði ekki fyrir því hversu viðamikill og dýrkeyptur sá niðurskurður væri. Ég bjóst ekki við að innan skamms fengi ég viðvaranir frá eldri nemendum vegna ástandsins. Að mér yrði ráðlagt að hætta í náminu á meðan ég gæti. Nú væri tækifærið, áður en ég hefði eytt of miklum fjármunum, orku og tíma í námið eins og þau. Fyrst þegar ég heyrði slíkar viðvaranir var ég ekki sannfærð, þetta gæti varla verið svo slæmt. En eftir að hafa kynnt mér ástand Landspítalans skil ég betur afstöðu þessara nemenda. Þeir horfa upp á lækna eyða gífurlegum tíma og orku í sérnám en geta ekki nýtt þekkingu sína til fulls þegar heim er komið. Erfitt er að sætta sig við fornfálegar aðferðir og biluð tæki eftir að hafa lært að beita nútímatækni læknavísindanna. Læknar horfa upp á sjúklinga verða örkumla eða deyja vitandi það að mögulegt væri að bjarga þeim ef aðstaðan væri betri. Þeir þurfa að sætta sig við að starfa í byggingu sem er heilsuspillandi fyrir bæði starfsfólk og sjúklinga sökum sveppavaxtar. Læknar þurfa að lifa með dómgreindarbresti og mistökum af sinni hálfu sem beint má rekja til þreytu og of mikils vinnuálags. Fyrir þessa vinnu fá þeir greitt aðeins brot af því sem tíðkast í nágrannalöndum okkar. Þetta á að sjálfsögðu við um allar starfstéttir spítalans, engin þeirra er undanskilin.Ekkert lát á niðurskurði En af hverju hætti ég ekki? Mig langar að verða læknir og ég vil ekki láta bágt ástand heilbrigðiskerfis hérlendis standa í vegi mínum. En umfram allt hafði ég trú á að ástandið myndi batna. Að stjórnvöld myndu standa við loforð sín um úrbætur og að niðurskurðurinn væri bara tímabundinn. Starfsfólk spítalans hefur lagst á eitt til að halda dampi gegnum þessa erfiðu tíma, lagt á sig ómælda vinnu og álag, en nú er fólk orðið þreytt. Þó virðist ekkert lát ætla að verða á hinum langvarandi niðurskurði sem er að murka líftóruna úr einni mikilvægustu stofnun landsins. Á hverju ári fara stórar fjárhæðir til spillis vegna óhagstæðs fyrirkomulags spítalans (fjórir milljarðar fara í bráðaviðhald í ár) og það sem verra er; lífum er kastað á glæ vegna þessa. Þegar íslenskt heilbrigðiskerfi er að hruni komið er afar sárt að heyra heilbrigðisráðherra draga úr vandamálinu, segja ástandið ekki svo slæmt miðað við aðrar þjóðir í heiminum. Hvaða þjóðir vill hann eiginlega bera okkur saman við? Við sættum okkur ekki við heilbrigðiskerfi sem veitir starfsfólki sínu ekki tækifæri til að nýta þekkingu sína til að bæta lífsgæði og bjarga mannslífum. Því miður er ekki nóg að starfsmenn spítalans, háskólanemar og almenningur átti sig á ástandinu ef ráðamenn gera það ekki. Til þess að úrbætur séu mögulegar verða stjórnvöld að breyta forgangsröðun sinni og leggja meira fé í heilbrigðiskerfið. Það er kominn tími til að ráðamenn taki við sér, það er þeirra skylda að gera heilbrigðisstarfsfólki kleift að gera sitt besta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Fyrir rúmum tveimur árum, þegar ég var að stíga mín fyrstu skref innan læknadeildar, hafði ég ekki hugmynd um hvað biði mín. Ég vissi að það væri verið að skera niður á spítalanum en mig óraði ekki fyrir því hversu viðamikill og dýrkeyptur sá niðurskurður væri. Ég bjóst ekki við að innan skamms fengi ég viðvaranir frá eldri nemendum vegna ástandsins. Að mér yrði ráðlagt að hætta í náminu á meðan ég gæti. Nú væri tækifærið, áður en ég hefði eytt of miklum fjármunum, orku og tíma í námið eins og þau. Fyrst þegar ég heyrði slíkar viðvaranir var ég ekki sannfærð, þetta gæti varla verið svo slæmt. En eftir að hafa kynnt mér ástand Landspítalans skil ég betur afstöðu þessara nemenda. Þeir horfa upp á lækna eyða gífurlegum tíma og orku í sérnám en geta ekki nýtt þekkingu sína til fulls þegar heim er komið. Erfitt er að sætta sig við fornfálegar aðferðir og biluð tæki eftir að hafa lært að beita nútímatækni læknavísindanna. Læknar horfa upp á sjúklinga verða örkumla eða deyja vitandi það að mögulegt væri að bjarga þeim ef aðstaðan væri betri. Þeir þurfa að sætta sig við að starfa í byggingu sem er heilsuspillandi fyrir bæði starfsfólk og sjúklinga sökum sveppavaxtar. Læknar þurfa að lifa með dómgreindarbresti og mistökum af sinni hálfu sem beint má rekja til þreytu og of mikils vinnuálags. Fyrir þessa vinnu fá þeir greitt aðeins brot af því sem tíðkast í nágrannalöndum okkar. Þetta á að sjálfsögðu við um allar starfstéttir spítalans, engin þeirra er undanskilin.Ekkert lát á niðurskurði En af hverju hætti ég ekki? Mig langar að verða læknir og ég vil ekki láta bágt ástand heilbrigðiskerfis hérlendis standa í vegi mínum. En umfram allt hafði ég trú á að ástandið myndi batna. Að stjórnvöld myndu standa við loforð sín um úrbætur og að niðurskurðurinn væri bara tímabundinn. Starfsfólk spítalans hefur lagst á eitt til að halda dampi gegnum þessa erfiðu tíma, lagt á sig ómælda vinnu og álag, en nú er fólk orðið þreytt. Þó virðist ekkert lát ætla að verða á hinum langvarandi niðurskurði sem er að murka líftóruna úr einni mikilvægustu stofnun landsins. Á hverju ári fara stórar fjárhæðir til spillis vegna óhagstæðs fyrirkomulags spítalans (fjórir milljarðar fara í bráðaviðhald í ár) og það sem verra er; lífum er kastað á glæ vegna þessa. Þegar íslenskt heilbrigðiskerfi er að hruni komið er afar sárt að heyra heilbrigðisráðherra draga úr vandamálinu, segja ástandið ekki svo slæmt miðað við aðrar þjóðir í heiminum. Hvaða þjóðir vill hann eiginlega bera okkur saman við? Við sættum okkur ekki við heilbrigðiskerfi sem veitir starfsfólki sínu ekki tækifæri til að nýta þekkingu sína til að bæta lífsgæði og bjarga mannslífum. Því miður er ekki nóg að starfsmenn spítalans, háskólanemar og almenningur átti sig á ástandinu ef ráðamenn gera það ekki. Til þess að úrbætur séu mögulegar verða stjórnvöld að breyta forgangsröðun sinni og leggja meira fé í heilbrigðiskerfið. Það er kominn tími til að ráðamenn taki við sér, það er þeirra skylda að gera heilbrigðisstarfsfólki kleift að gera sitt besta.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun