Bókaflokkunarmiðstöð ríkisins? Heiðar Ingi Svansson skrifar 9. október 2014 07:00 Það kann að virðast við fyrstu sýn frekar sakleysisleg aðgerð að hækka virðisaukaskatt á bækur úr 7% í 12%. Og það er nú akkúrat það sem að stjórnvöld reikna með að almenningur hugsi. Hvaða máli skiptir 5% hækkun á útsöluverði bóka og er 12% virðisaukaskattur á bækur nokkuð svo hár? Í aðeins fjórum löndum Evrópu er virðisaukaskattur 12% eða hærri, en í fimm löndum eru bækur undanþegnar virðisaukaskatti. Sé meðaltalið skoðað þá er virðisaukaskattsprósentan að meðaltali 7% eða sú sama og hún er núna hér á landi. Það er sem sagt skýr vilji stjórnvalda að skattlagning á bókaútgáfu hér á landi verði sú fjórða hæsta í allri Evrópu. Nýlega létu bókaútgefendur í Noregi óháða hagfræðistofnun, Oslo Economics, vinna fyrir sig skýrslu um hvaða áhrif 8% hækkun virðisaukaskatts á bækur myndi hafa á bókaútgáfu þar í landi. En í Noregi eru bækur undanþegnar virðisaukaskatti. Niðurstaðan er skýr og sláandi. Fjölbreytni yrði minni, fækkun yrði á útgefnum titlum og ekki síst myndi hækkunin hafa mikil áhrif á útgáfu metnaðarfyllri verka sem hafa takmarkaða sölumöguleika. Í heildina myndi þetta svo þýða minni skatttekjur í greininni en áætlað er að virðisaukaskatturinn eigi að skila. Sem sagt; ekki skila því sem til er ætlast. Ef við heimfærum þessar niðurstöður yfir á íslenskar aðstæður þá mun þessi fyrirhugaða hækkun á virðisaukaskatti hitta útgáfu námsbóka fyrir framhaldsskóla einna verst og gæti þar haft alvarlegar og óafturkræfar afleiðingar. Markaður útgáfu námsbóka fyrir framhaldsskóla, sem var eitt sinn virkur og blómlegur, er nú hruninn. Eftir standa aðeins örfáar útgáfur sem gefa út afar takmarkaðan fjölda nýrra titla á hverju ári. Um þetta eru allir hagsmunaaðilar, að mennta- og menningarmálaráðuneytinu meðtöldu, sammála og hafa verið að leita leiða til að finna lausn á þessu; meðal annars með rafrænni útgáfu. Arðsemi á þessum markaði er engin og bókaútgáfur greiða niður þessa útgáfu með hagnaði af annarskonar útgáfustarfssemi.Af hverju á að taka? Sjálfur rek ég eina slíka útgáfu, Iðnú útgáfu, sem er sjálfseignarstofnun sem ekki er rekin af hagnaðarsjónarmiði heldur í þeim tilgangi að gefa út kennslubækur fyrir framhaldsskóla, sérstaklega fyrir iðn-, verk- og tækninám. Tap hefur verið af námsbókaútgáfuhluta starfseminnar undanfarin ár, en hagnaður af ferðakortaútgáfu félagsins hefur verið notaður til að greiða niður þann halla. Af hverju á að taka? Er það von að spurt sé, ef arðsemi á þessum markaði er neikvæð af hverju á þá hér að taka? Er kannski möguleiki á því að þessi hækkun muni endanlega ganga af þessum markaði dauðum? Og hvernig stendur þá á því að fagráðherra mennta- og menningarmála, Illugi Gunnarsson, skuli vera samþykkur þessari breytingu? Ráðherra hefur að vísu lýst yfir áhyggjum af útgáfu námsbóka og bent á að ræða þurfi mótvægisaðgerðir. Hálf kómískt fyrir ráðherra Sjálfstæðisflokksins að tala fyrir aukinni miðstýringu og eflingu styrkjakerfa. Sú hugmynd að taka þessa tegund útgáfu sér út fyrir sviga með einhverjum hætti er líka illframkvæmanleg enda skilin á milli námsbóka, fræðibóka og handbóka afar óljós. Auk þess eru töluvert margar skáldsögur, meðal annars Íslendingasögurnar, notaðar við kennslu en munu þó seint verða skilgreindar sem námsbækur. Erum við þá kannski að tala um nýja Bókaflokkunarmiðstöð ríkisins þar sem námsbækur verða aðgreindar frá handbókum og fræðibókum með miðstýringu, stöðlum og nýju flokkunarkerfi? Allt ber þetta að sama brunni. Gagnvart þessari tegund útgáfu, námsbókaútgáfu, er þessi 5% virðisaukaskattshækkun hvorki lítil eða sakleysisleg. Þvert á móti getur hún verið hættulega óafturkræf og valdið skaða sem erfitt yrði að vinna upp. Auk þess vinnur hún algjörlega gegn því sameiginlega markmiði allra hagsmunaaðila, þar á meðal mennta- og menningarmálaráðuneyti, að blása lífi í í þennan örmarkað sem smám saman er að verða að engu en gæti með þessu þurrkast alveg út. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Það kann að virðast við fyrstu sýn frekar sakleysisleg aðgerð að hækka virðisaukaskatt á bækur úr 7% í 12%. Og það er nú akkúrat það sem að stjórnvöld reikna með að almenningur hugsi. Hvaða máli skiptir 5% hækkun á útsöluverði bóka og er 12% virðisaukaskattur á bækur nokkuð svo hár? Í aðeins fjórum löndum Evrópu er virðisaukaskattur 12% eða hærri, en í fimm löndum eru bækur undanþegnar virðisaukaskatti. Sé meðaltalið skoðað þá er virðisaukaskattsprósentan að meðaltali 7% eða sú sama og hún er núna hér á landi. Það er sem sagt skýr vilji stjórnvalda að skattlagning á bókaútgáfu hér á landi verði sú fjórða hæsta í allri Evrópu. Nýlega létu bókaútgefendur í Noregi óháða hagfræðistofnun, Oslo Economics, vinna fyrir sig skýrslu um hvaða áhrif 8% hækkun virðisaukaskatts á bækur myndi hafa á bókaútgáfu þar í landi. En í Noregi eru bækur undanþegnar virðisaukaskatti. Niðurstaðan er skýr og sláandi. Fjölbreytni yrði minni, fækkun yrði á útgefnum titlum og ekki síst myndi hækkunin hafa mikil áhrif á útgáfu metnaðarfyllri verka sem hafa takmarkaða sölumöguleika. Í heildina myndi þetta svo þýða minni skatttekjur í greininni en áætlað er að virðisaukaskatturinn eigi að skila. Sem sagt; ekki skila því sem til er ætlast. Ef við heimfærum þessar niðurstöður yfir á íslenskar aðstæður þá mun þessi fyrirhugaða hækkun á virðisaukaskatti hitta útgáfu námsbóka fyrir framhaldsskóla einna verst og gæti þar haft alvarlegar og óafturkræfar afleiðingar. Markaður útgáfu námsbóka fyrir framhaldsskóla, sem var eitt sinn virkur og blómlegur, er nú hruninn. Eftir standa aðeins örfáar útgáfur sem gefa út afar takmarkaðan fjölda nýrra titla á hverju ári. Um þetta eru allir hagsmunaaðilar, að mennta- og menningarmálaráðuneytinu meðtöldu, sammála og hafa verið að leita leiða til að finna lausn á þessu; meðal annars með rafrænni útgáfu. Arðsemi á þessum markaði er engin og bókaútgáfur greiða niður þessa útgáfu með hagnaði af annarskonar útgáfustarfssemi.Af hverju á að taka? Sjálfur rek ég eina slíka útgáfu, Iðnú útgáfu, sem er sjálfseignarstofnun sem ekki er rekin af hagnaðarsjónarmiði heldur í þeim tilgangi að gefa út kennslubækur fyrir framhaldsskóla, sérstaklega fyrir iðn-, verk- og tækninám. Tap hefur verið af námsbókaútgáfuhluta starfseminnar undanfarin ár, en hagnaður af ferðakortaútgáfu félagsins hefur verið notaður til að greiða niður þann halla. Af hverju á að taka? Er það von að spurt sé, ef arðsemi á þessum markaði er neikvæð af hverju á þá hér að taka? Er kannski möguleiki á því að þessi hækkun muni endanlega ganga af þessum markaði dauðum? Og hvernig stendur þá á því að fagráðherra mennta- og menningarmála, Illugi Gunnarsson, skuli vera samþykkur þessari breytingu? Ráðherra hefur að vísu lýst yfir áhyggjum af útgáfu námsbóka og bent á að ræða þurfi mótvægisaðgerðir. Hálf kómískt fyrir ráðherra Sjálfstæðisflokksins að tala fyrir aukinni miðstýringu og eflingu styrkjakerfa. Sú hugmynd að taka þessa tegund útgáfu sér út fyrir sviga með einhverjum hætti er líka illframkvæmanleg enda skilin á milli námsbóka, fræðibóka og handbóka afar óljós. Auk þess eru töluvert margar skáldsögur, meðal annars Íslendingasögurnar, notaðar við kennslu en munu þó seint verða skilgreindar sem námsbækur. Erum við þá kannski að tala um nýja Bókaflokkunarmiðstöð ríkisins þar sem námsbækur verða aðgreindar frá handbókum og fræðibókum með miðstýringu, stöðlum og nýju flokkunarkerfi? Allt ber þetta að sama brunni. Gagnvart þessari tegund útgáfu, námsbókaútgáfu, er þessi 5% virðisaukaskattshækkun hvorki lítil eða sakleysisleg. Þvert á móti getur hún verið hættulega óafturkræf og valdið skaða sem erfitt yrði að vinna upp. Auk þess vinnur hún algjörlega gegn því sameiginlega markmiði allra hagsmunaaðila, þar á meðal mennta- og menningarmálaráðuneyti, að blása lífi í í þennan örmarkað sem smám saman er að verða að engu en gæti með þessu þurrkast alveg út.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun