Markaðsbrestir og mótvægi Jón Sigurðsson skrifar 8. október 2014 07:00 Atvinnulíf nútíma velmegunarþjóðfélaga einkennist af mikilli fjölbreytni. Mikilvægur þáttur er svokallaður ,,félagsgeiri“ eða óarðsækinn rekstur þjónustu við almenning (,,non profit“, ,,Sozialwirtschaft“, ,,social entreprise“, ,,l`économie sociale“). Félagsgeirinn er talinn um 5% vergrar landsframleiðslu á heimsvísu, sem gæti talist ,,sjöunda stærsta hagkerfi“ heims. Um aldamótin störfuðu um 40 milljónir manna í þessum geira á heimsvísu, þar af tæpur helmingur sjálfboðaliðar. Félagsgeirinn mun vera einna sterkastur í Norður-Ameríku. Í Evrópu er hann mjög öflugur, en er þar í tengslum við opinbera fjámögnun og víða tengsl við kirkjuna. Á Norðurlöndum er verkaskiptingin önnur, enda ríkisvaldið þar umsvifameira. Almennt talað eflist félagsgeirinn eftir því sem almenn lífskjör batna og valkostum almennings fjölgar. Þannig hefur félagsgeirinn verið í varanlegri sókn sé litið yfir lengra tímabil. Peter F. Drucker hefur skrifað mikið um félagsgeirann og mótað áhrifamiklar kenningar um stöðu hans, einkenni og mikilvægi. Drucker rakti m.a. að óarðsækinn rekstur byggist á siðrænum og félagslegum gildum sem miklu skipta fyrir almenna velferð og menningu, velmegun og framfarir. Hann gegnir jafnframt mikilvægu hlutverki sem úrræði gegn markaðsbrestum og sem mótvægisafl innan markaðshagkerfisins. Óarðsækinn félagsgeiri á Íslandi birtist í rekstri frjálsra félagasamtaka, í sjálfseignarstofnunum, sjálfstæðum velferðarstofnunum og menningarstofnunum, sjálfstæðum skólum, sparisjóðum, samvinnufélögum og búsetafélögum, og lífeyrissjóðum. Fyrir nokkrum árum voru um 12 þúsund almannasamtök og áhugamannafélög skráð hér, tæplega 70 sjálfseignarstofnanir með atvinnurekstur og rúmlega 400 aðrar, sumar þeirra með rekstur. Þá voru samvinnufélög rúmlega 30, húsnæðissamvinnufélög 8 og sparisjóðir 8. Og 27 lífeyrissjóðir eru starfandi í landinu. Félagsgeirinn er ráðandi í velferðar- og öldrunarþjónustu. Búvörustöðvar eru samvinnufélög og Samkaup þjóna um 17% dagvörumarkaðarins. Sem dæmi um umsvif óarðsækna félagsgeirans á Íslandi má taka lífeyrissjóðina. Eignir þeirra nema um 160% vergrar landsframleiðslu og árlegar inn- og útgreiðslur þeirra um 13% vergrar landsframleiðslu. Annars er áætlað að félagsgeirinn nemi í heild um 4 - 7% landsframleiðslunnar. Mjög hefur dregið úr vægi samvinnufélaga og sparisjóða á undanförnum árum. Sú öfugþróun er ótengd rekstrarforminu, en fylgir byggðaröskun og verðbólguþróun. Á síðustu árum hafa velferðarstofnanir líka lent í hremmingum. Um það vitna Hjúkrunarheimilið Eir, Sunnuhlíð, Félagsbústaðir í Hafnarfirði og fleiri slíkar stofnanir. Svipuðu máli gegnir um búsetafélögin. Þessi vandræði staðfesta að efla þarf aðhald og samfélagslegt eftirlit með þessum rekstri, enda á óarðsækinn félagsgeiri ekki að taka á sig áhættur eða vogun eða fara út fyrir eigin svið. Samfélagseftirlit verður að auka, og einnig verður að koma í veg fyrir að skuldbindingar við aðra gangi fram fyrir skuldbindingar stofnana og samtaka við eigin félagsmenn og þjónustuþega, sparifjáreigendur, heimilismenn og íbúa í íbúðarréttar- eða búseturéttaríbúðum. Þetta má vel tryggja með skilvirkum hætti, og á Alþingi í fyrra var sérstakt breytingafrumvarp lagt fram um hluta vandans. Vonandi verður það afgreitt á næstunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Sjá meira
Atvinnulíf nútíma velmegunarþjóðfélaga einkennist af mikilli fjölbreytni. Mikilvægur þáttur er svokallaður ,,félagsgeiri“ eða óarðsækinn rekstur þjónustu við almenning (,,non profit“, ,,Sozialwirtschaft“, ,,social entreprise“, ,,l`économie sociale“). Félagsgeirinn er talinn um 5% vergrar landsframleiðslu á heimsvísu, sem gæti talist ,,sjöunda stærsta hagkerfi“ heims. Um aldamótin störfuðu um 40 milljónir manna í þessum geira á heimsvísu, þar af tæpur helmingur sjálfboðaliðar. Félagsgeirinn mun vera einna sterkastur í Norður-Ameríku. Í Evrópu er hann mjög öflugur, en er þar í tengslum við opinbera fjámögnun og víða tengsl við kirkjuna. Á Norðurlöndum er verkaskiptingin önnur, enda ríkisvaldið þar umsvifameira. Almennt talað eflist félagsgeirinn eftir því sem almenn lífskjör batna og valkostum almennings fjölgar. Þannig hefur félagsgeirinn verið í varanlegri sókn sé litið yfir lengra tímabil. Peter F. Drucker hefur skrifað mikið um félagsgeirann og mótað áhrifamiklar kenningar um stöðu hans, einkenni og mikilvægi. Drucker rakti m.a. að óarðsækinn rekstur byggist á siðrænum og félagslegum gildum sem miklu skipta fyrir almenna velferð og menningu, velmegun og framfarir. Hann gegnir jafnframt mikilvægu hlutverki sem úrræði gegn markaðsbrestum og sem mótvægisafl innan markaðshagkerfisins. Óarðsækinn félagsgeiri á Íslandi birtist í rekstri frjálsra félagasamtaka, í sjálfseignarstofnunum, sjálfstæðum velferðarstofnunum og menningarstofnunum, sjálfstæðum skólum, sparisjóðum, samvinnufélögum og búsetafélögum, og lífeyrissjóðum. Fyrir nokkrum árum voru um 12 þúsund almannasamtök og áhugamannafélög skráð hér, tæplega 70 sjálfseignarstofnanir með atvinnurekstur og rúmlega 400 aðrar, sumar þeirra með rekstur. Þá voru samvinnufélög rúmlega 30, húsnæðissamvinnufélög 8 og sparisjóðir 8. Og 27 lífeyrissjóðir eru starfandi í landinu. Félagsgeirinn er ráðandi í velferðar- og öldrunarþjónustu. Búvörustöðvar eru samvinnufélög og Samkaup þjóna um 17% dagvörumarkaðarins. Sem dæmi um umsvif óarðsækna félagsgeirans á Íslandi má taka lífeyrissjóðina. Eignir þeirra nema um 160% vergrar landsframleiðslu og árlegar inn- og útgreiðslur þeirra um 13% vergrar landsframleiðslu. Annars er áætlað að félagsgeirinn nemi í heild um 4 - 7% landsframleiðslunnar. Mjög hefur dregið úr vægi samvinnufélaga og sparisjóða á undanförnum árum. Sú öfugþróun er ótengd rekstrarforminu, en fylgir byggðaröskun og verðbólguþróun. Á síðustu árum hafa velferðarstofnanir líka lent í hremmingum. Um það vitna Hjúkrunarheimilið Eir, Sunnuhlíð, Félagsbústaðir í Hafnarfirði og fleiri slíkar stofnanir. Svipuðu máli gegnir um búsetafélögin. Þessi vandræði staðfesta að efla þarf aðhald og samfélagslegt eftirlit með þessum rekstri, enda á óarðsækinn félagsgeiri ekki að taka á sig áhættur eða vogun eða fara út fyrir eigin svið. Samfélagseftirlit verður að auka, og einnig verður að koma í veg fyrir að skuldbindingar við aðra gangi fram fyrir skuldbindingar stofnana og samtaka við eigin félagsmenn og þjónustuþega, sparifjáreigendur, heimilismenn og íbúa í íbúðarréttar- eða búseturéttaríbúðum. Þetta má vel tryggja með skilvirkum hætti, og á Alþingi í fyrra var sérstakt breytingafrumvarp lagt fram um hluta vandans. Vonandi verður það afgreitt á næstunni.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun