Aðför ríkisstjórnar að lestri Kjartan Yngvi Björnsson og Snæbjörn Brynjarsson skrifar 2. október 2014 07:00 Í kjölfar kynningar ríkisstjórnar á nýjum fjárlögum kvikna óneitanlega margar spurningar, og mörg okkar sem hugsum mikið um bækur og lestur verðum uggandi. Þegar virðisaukaskattur á bókum nánast tvöfaldast á einu bretti og bókaforlög fá ekki svo mikið sem svar frá menntamálaráðherra þegar þau sækjast eftir fundi verðum við að spyrja okkur hvert stefnir. Stutt er síðan PISA-könnunin alræmda sýndi að læsi meðal unglinga bókaþjóðarinnar miklu var allt, allt of lágt. Lestur ungmenna, sérstaklega drengja á unglingsaldri, virðist sífellt dragast saman og þar með geta þeirra til að skilja ritað mál. Í því felst mikil skerðing lífsgæða. Margar skoðanir hafa birst á því hvað valdi minnkandi lestrargetu, og enn fleiri skoðanir um í hverju lausnin felst. Við teljum að minnkandi lestur megi skýra með auknu framboði á annarri afþreyingu. Þó viljum við alls ekki gera lítið úr sjónvarpsefni, tölvuleikjum eða öðru efni sem finna má á netinu. Ekki er einungis við netvæðingu og niðurhal að sakast því framboð á bókum handa ungmennum hefur aldrei verið sérstaklega mikið eða fjölbreytt á Íslandi. Sjálfir munum við eftir því að hafa átt erfitt með að finna efni við okkar hæfi á unglingsárunum og leiddumst út í að lesa að mestu á ensku. Það er ekki slæmt í sjálfu sér að leita út fyrir eigið tungumál, jafnvel hollt, þótt það sé vissulega nauðsynlegt að lesa á eigin tungumáli. Öðruvísi eykur maður vart læsi sitt.Snúa þarf vörn í sókn Til að standast aukna samkeppni verður hinn íslenski bókmenntaheimur að snúa vörn í sókn og bjóða upp á fleiri afþreyingarmöguleika, ekki færri, og meiri fjölbreytni. Á eins litlu málsvæði og Ísland er þarf dyggan stuðning ríkis og raunverulegan pólitískan vilja til að efla þjóðmenningu. Til samanburðar má nefna að í Noregi kaupir ríkið 1.000 eintök af hverri útgefinni bók, og 1.550 eintök ef bókin er ætluð ungmennum. Það vaða uppi miklir fordómar um hvað ungt fólk les, sérstaklega drengir, og virðast margir trúa því að í heila þeirra rýmist einungis kynlífssögur og fótbolti. Þeir sem trúa því vanmeta lesandann því enginn þjóðfélagshópur er það einsleitur að hann lesi bara eina gerð bókmennta. Þess vegna er mikilvægt að við bjóðum upp á fjölbreyttar bækur en ekki einhæfar, ekki bara það sem seldist í fyrra og hittifyrra. Sömuleiðis verðum við að bjóða fleiri valkosti í því hvernig má nálgast slíkt efni, t.d. með aukinni útgáfu rafbóka, og samhliða því lækka verð á þeim. Ætlunin hlýtur á endanum að vera að bjóða öllum þeim sem vilja lesa, og þeim sem eiga eftir að uppgötva dásemd þess, allt það efni sem það getur í sig látið og á eins fjölbreyttan hátt og hægt er. Við viljum auka læsi, ekki bara á bókmenntatexta heldur almennt, en það gerist einmitt með meiri lestri. Fyrir ekki svo löngu kynnti núverandi menntamálaráðherra Hvítbókina þar sem tvö meginmarkmið ríkisstjórnar um umbætur í menntun á Íslandi til ársins 2018 voru eftirfarandi: 90% grunnskólanema nái lágmarksviðmiðum í lestri. 60% nemenda ljúki námi úr framhaldsskóla á tilsettum tíma. Ljóst er að með nýkynntum fjárlögum er verið að stríða beint gegn þessum markmiðum. Við fordæmum þessar aðgerðir ríkisstjórnar sem við teljum stuðla að fábreytni í útgáfustarfsemi á Íslandi, minni bókakaupum og minni lestri. Ef það eykur læsi skólabarna skulum við glaðir eta alla þá hatta sem okkur standa til boða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Er stríðsglæpamaður í rútunni? Ragnhildur Hólmgeirsdóttir, Hrönn Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Í kjölfar kynningar ríkisstjórnar á nýjum fjárlögum kvikna óneitanlega margar spurningar, og mörg okkar sem hugsum mikið um bækur og lestur verðum uggandi. Þegar virðisaukaskattur á bókum nánast tvöfaldast á einu bretti og bókaforlög fá ekki svo mikið sem svar frá menntamálaráðherra þegar þau sækjast eftir fundi verðum við að spyrja okkur hvert stefnir. Stutt er síðan PISA-könnunin alræmda sýndi að læsi meðal unglinga bókaþjóðarinnar miklu var allt, allt of lágt. Lestur ungmenna, sérstaklega drengja á unglingsaldri, virðist sífellt dragast saman og þar með geta þeirra til að skilja ritað mál. Í því felst mikil skerðing lífsgæða. Margar skoðanir hafa birst á því hvað valdi minnkandi lestrargetu, og enn fleiri skoðanir um í hverju lausnin felst. Við teljum að minnkandi lestur megi skýra með auknu framboði á annarri afþreyingu. Þó viljum við alls ekki gera lítið úr sjónvarpsefni, tölvuleikjum eða öðru efni sem finna má á netinu. Ekki er einungis við netvæðingu og niðurhal að sakast því framboð á bókum handa ungmennum hefur aldrei verið sérstaklega mikið eða fjölbreytt á Íslandi. Sjálfir munum við eftir því að hafa átt erfitt með að finna efni við okkar hæfi á unglingsárunum og leiddumst út í að lesa að mestu á ensku. Það er ekki slæmt í sjálfu sér að leita út fyrir eigið tungumál, jafnvel hollt, þótt það sé vissulega nauðsynlegt að lesa á eigin tungumáli. Öðruvísi eykur maður vart læsi sitt.Snúa þarf vörn í sókn Til að standast aukna samkeppni verður hinn íslenski bókmenntaheimur að snúa vörn í sókn og bjóða upp á fleiri afþreyingarmöguleika, ekki færri, og meiri fjölbreytni. Á eins litlu málsvæði og Ísland er þarf dyggan stuðning ríkis og raunverulegan pólitískan vilja til að efla þjóðmenningu. Til samanburðar má nefna að í Noregi kaupir ríkið 1.000 eintök af hverri útgefinni bók, og 1.550 eintök ef bókin er ætluð ungmennum. Það vaða uppi miklir fordómar um hvað ungt fólk les, sérstaklega drengir, og virðast margir trúa því að í heila þeirra rýmist einungis kynlífssögur og fótbolti. Þeir sem trúa því vanmeta lesandann því enginn þjóðfélagshópur er það einsleitur að hann lesi bara eina gerð bókmennta. Þess vegna er mikilvægt að við bjóðum upp á fjölbreyttar bækur en ekki einhæfar, ekki bara það sem seldist í fyrra og hittifyrra. Sömuleiðis verðum við að bjóða fleiri valkosti í því hvernig má nálgast slíkt efni, t.d. með aukinni útgáfu rafbóka, og samhliða því lækka verð á þeim. Ætlunin hlýtur á endanum að vera að bjóða öllum þeim sem vilja lesa, og þeim sem eiga eftir að uppgötva dásemd þess, allt það efni sem það getur í sig látið og á eins fjölbreyttan hátt og hægt er. Við viljum auka læsi, ekki bara á bókmenntatexta heldur almennt, en það gerist einmitt með meiri lestri. Fyrir ekki svo löngu kynnti núverandi menntamálaráðherra Hvítbókina þar sem tvö meginmarkmið ríkisstjórnar um umbætur í menntun á Íslandi til ársins 2018 voru eftirfarandi: 90% grunnskólanema nái lágmarksviðmiðum í lestri. 60% nemenda ljúki námi úr framhaldsskóla á tilsettum tíma. Ljóst er að með nýkynntum fjárlögum er verið að stríða beint gegn þessum markmiðum. Við fordæmum þessar aðgerðir ríkisstjórnar sem við teljum stuðla að fábreytni í útgáfustarfsemi á Íslandi, minni bókakaupum og minni lestri. Ef það eykur læsi skólabarna skulum við glaðir eta alla þá hatta sem okkur standa til boða.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun