Lífeyristryggingar sem séreignarsparnaður Ólafur Páll Gunnarsson skrifar 2. október 2014 07:00 Eins og kunnugt er geta launþegar valið að verja hluta launa (allt að 4%) og mótframlagi frá vinnuveitanda (2%) til séreignarsparnaðar eða viðbótarlífeyrissparnaðar. Heimilt er að ráðstafa iðgjaldi til séreignarsparnaðar á tvo ólíka vegu. Annars vegar með samningi um lífeyrissparnað og hins vegar með kaupum á lífeyristryggingu. Á þessu tvennu er umtalsverður munur sem vert er að kynna sér vel.Lífeyrissparnaður Samningar um lífeyrissparnað, sem gerðir eru við viðskiptabanka, sparisjóð eða lífeyrissjóð, kveða á um að iðgjald skuli varðveitt á bundnum innlánsreikningi, á fjárvörslureikningi eða í sérstakri fjárfestingarleið í tilviki lífeyrissjóða. Slíkir samningar byggja á sjóðssöfnun. Helstu einkenni slíks sparnaðar eru að hægt er að taka inneign út að hluta eða í heild eftir sextugt. Unnt er að flytja inneign á milli vörsluaðila með litlum eða engum tilkostnaði. Þá skerðist inneign ekki þótt greiðslur falli niður í lengri eða skemmri tíma. Fylgjast má með þróun inneignar frá degi til dags í netbanka eða á sjóðfélagavef. Samningi má segja upp með tveggja mánaða fyrirvara.Lífeyristryggingar Lífeyristrygging er annars eðlis. Hún er trygging en ekki sparnaður eða sjóðssöfnun. Samningur um kaup á lífeyristryggingu felur í sér langtímaskuldbindingu – oft til margra ára eða áratuga – af hálfu kaupandans. Samningur um kaup á lífeyristryggingu er í eðli sínu tryggingarsamningur, en slíkir samningar eru jafnan yfirgripsmiklir og flóknir. Lífeyristryggingar erlendra aðila sem seldar eru hér á landi lúta þýskri tryggingalöggjöf. Inntak slíkra samninga er eðli máls samkvæmt annað en samninga um lífeyrissparnað. Heimilt er að flytja réttindi sem byggja á lífeyristryggingu til annarra vörsluaðila og taka réttindi út eftir sextugt. Þó ber að hafa í huga að í mörgum tilvikum tekur kaupandinn á sig afföll vegna ákvæða um endurkaupsvirði sem rýra áunnin réttindi. Kaupendur lífeyristrygginga þurfa jafnframt að huga að upplýsingum um þróun réttinda sinna. Í mörgum tilvikum afhenda tryggingafélög aðeins yfirlit yfir inngreiðslur, en þau sýna að jafnaði ekki samanburð á innborgunum og áunnum réttindum. Þá geta réttindi tapast ef greiðslur falla niður, t.d. vegna atvinnuleysis eða náms.Mikilvægt að kynna sér málin Við markaðssetningu og kynningu á séreignarsparnaði eru ólík sparnaðarform (lífeyrissparnaður og lífeyristrygging) oft lögð að jöfnu. Af framangreindum samanburði er hins vegar ljóst að verulegur munur er á þessu tvennu, bæði að efni og uppbyggingu. Á meðan lífeyrissparnaður er bein söfnun fjármuna á reikning eða í sjóð, þar sem upplýsingar um inneign liggja ávallt skýrt fyrir, byggir lífeyristrygging á flóknu regluverki og ítarlegum tryggingaskilmálum. Samningur um kaup á lífeyristryggingu getur falið í sér skuldbindingu til margra ára. Með slíkum samningi er kaupandi í raun að ráðstafa hluta tekna sinna um langa framtíð. Það eitt ætti að vera nægt tilefni til að kynna sér málin vel áður en ákvörðun er tekin um með hvaða hætti best sé að varðveita séreignarsparnað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Eins og kunnugt er geta launþegar valið að verja hluta launa (allt að 4%) og mótframlagi frá vinnuveitanda (2%) til séreignarsparnaðar eða viðbótarlífeyrissparnaðar. Heimilt er að ráðstafa iðgjaldi til séreignarsparnaðar á tvo ólíka vegu. Annars vegar með samningi um lífeyrissparnað og hins vegar með kaupum á lífeyristryggingu. Á þessu tvennu er umtalsverður munur sem vert er að kynna sér vel.Lífeyrissparnaður Samningar um lífeyrissparnað, sem gerðir eru við viðskiptabanka, sparisjóð eða lífeyrissjóð, kveða á um að iðgjald skuli varðveitt á bundnum innlánsreikningi, á fjárvörslureikningi eða í sérstakri fjárfestingarleið í tilviki lífeyrissjóða. Slíkir samningar byggja á sjóðssöfnun. Helstu einkenni slíks sparnaðar eru að hægt er að taka inneign út að hluta eða í heild eftir sextugt. Unnt er að flytja inneign á milli vörsluaðila með litlum eða engum tilkostnaði. Þá skerðist inneign ekki þótt greiðslur falli niður í lengri eða skemmri tíma. Fylgjast má með þróun inneignar frá degi til dags í netbanka eða á sjóðfélagavef. Samningi má segja upp með tveggja mánaða fyrirvara.Lífeyristryggingar Lífeyristrygging er annars eðlis. Hún er trygging en ekki sparnaður eða sjóðssöfnun. Samningur um kaup á lífeyristryggingu felur í sér langtímaskuldbindingu – oft til margra ára eða áratuga – af hálfu kaupandans. Samningur um kaup á lífeyristryggingu er í eðli sínu tryggingarsamningur, en slíkir samningar eru jafnan yfirgripsmiklir og flóknir. Lífeyristryggingar erlendra aðila sem seldar eru hér á landi lúta þýskri tryggingalöggjöf. Inntak slíkra samninga er eðli máls samkvæmt annað en samninga um lífeyrissparnað. Heimilt er að flytja réttindi sem byggja á lífeyristryggingu til annarra vörsluaðila og taka réttindi út eftir sextugt. Þó ber að hafa í huga að í mörgum tilvikum tekur kaupandinn á sig afföll vegna ákvæða um endurkaupsvirði sem rýra áunnin réttindi. Kaupendur lífeyristrygginga þurfa jafnframt að huga að upplýsingum um þróun réttinda sinna. Í mörgum tilvikum afhenda tryggingafélög aðeins yfirlit yfir inngreiðslur, en þau sýna að jafnaði ekki samanburð á innborgunum og áunnum réttindum. Þá geta réttindi tapast ef greiðslur falla niður, t.d. vegna atvinnuleysis eða náms.Mikilvægt að kynna sér málin Við markaðssetningu og kynningu á séreignarsparnaði eru ólík sparnaðarform (lífeyrissparnaður og lífeyristrygging) oft lögð að jöfnu. Af framangreindum samanburði er hins vegar ljóst að verulegur munur er á þessu tvennu, bæði að efni og uppbyggingu. Á meðan lífeyrissparnaður er bein söfnun fjármuna á reikning eða í sjóð, þar sem upplýsingar um inneign liggja ávallt skýrt fyrir, byggir lífeyristrygging á flóknu regluverki og ítarlegum tryggingaskilmálum. Samningur um kaup á lífeyristryggingu getur falið í sér skuldbindingu til margra ára. Með slíkum samningi er kaupandi í raun að ráðstafa hluta tekna sinna um langa framtíð. Það eitt ætti að vera nægt tilefni til að kynna sér málin vel áður en ákvörðun er tekin um með hvaða hætti best sé að varðveita séreignarsparnað.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar