Brýnt er að efla hafrannsóknir Kristján Þórarinsson skrifar 2. október 2014 07:00 Um langt árabil hefur hallað undan fæti í hafrannsóknum á Íslandsmiðum. Þetta kemur ekki síst til af því að þörfin á að sinna nýjum verkefnum hefur vaxið hratt í meira en áratug. Hafrannsóknir eru kostnaðarsamar vegna þess hversu dýrt er að halda rannsóknarskipum á sjó. Á undanförnum árum hefur rannsóknarskipum fækkað og nýting þeirra minnkað og því eru rannsóknarskip nú mun færri daga á sjó á ári hverju en áður var. Þessi staða mála birtist nýverið með skýrum hætti í því að ekki var til fé til nauðsynlegrar bergmálsmælingar loðnu nú í september. Ríkisstjórnin veitti á lokametrunum fé til loðnumælingar og ber að fagna því, enda margra milljarða verðmæti í húfi.Forsenda verðmætasköpunar Öflugar hafrannsóknir eru í vaxandi mæli forsenda sjálfbærrar verðmætasköpunar í sjávarútvegi. Vaxandi þörf á hafrannsóknum stafar ekki síst af því að ný verkefni hafa orðið nauðsynleg. Hér ber fyrst að nefna bergmálsmælingar uppsjávarfiska. Loðnumælingar urðu erfiðari og kostnaðarsamari snemma á öldinni þegar útbreiðsla loðnunnar færðist norðar. Mælingar á síld, kolmunna og makríl urðu auk þess æ mikilvægari og umfangsmeiri eftir því sem þessar tegundir gengu í auknum mæli inn á íslenskt hafsvæði. Slíkar mælingar kalla á fleiri úthaldsdaga rannsóknarskipa. Með tilkomu nýrra verkefna jókst krafan um skilvirkni og forgangsröðun rannsókna. Auðvitað er jákvætt að huga að forgangsröðun verkefna, en því miður hefur verið gengið of langt á þeirri braut og fyrir löngu verið skorið inn að beini. Nauðsynleg verkefni hafrannsókna eru nú mun fleiri og stærri en þau sem sinnt var við lok síðustu aldar. Dæmi um vandann sem hefur skapast eru m.a. eftirfarandi: Þröngar skorður eru settar rannsóknum á helstu nytjastofnum, sem eru forsenda ábyrgrar nýtingar fiskistofna og aflareglna. Beinum rannsóknum og mælingum á minni fiskistofnum – svo sem skarkola, sandkola, langlúru, þykkvalúru, löngu, keilu, skötusel og fleiri tegundum – er ekki sinnt að neinu marki og því skilar nýting þessara stofna ekki þeim afrakstri sem hún ætti að gera þar sem ýmist er veitt of lítið eða of mikið. Staðið hefur til að bæta úr þessu í meira en áratug en aldrei skapast svigrúm til þess. Takmarkaðar rannsóknir eru stundaðar á fæðuvef í hafinu. Kortlagning hafsbotns landgrunnsins og útbreiðslu samfélaga og búsvæða botnsins gengur of hægt. Til viðbótar er vaxandi þörf á að eiga svör við spurningum erlendra kaupenda sjávarafurða er varða áhrif fiskveiða á lífríkið almennt. Er þá m.a. spurt um áhrif á sjófugla, áhrif á viðkvæm búsvæði á hafsbotni, áhrif á stofna fiska sem kunna að þurfa frekari verndar við og fleira. Spurningum af þessu tagi fjölgar og því er afar mikilvægt að sinna þessu vel.Úrbóta er þörf Hafrannsóknir eru nauðsynleg undirstaða verðmætasköpunar í sjávarútvegi sem má ekki bresta. Það er óskynsamlegt að spara svo mjög til hafrannsókna að það komi illa niður á verðmætasköpuninni. Brýnt er að stjórnvöld bæti hér úr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Sjá meira
Um langt árabil hefur hallað undan fæti í hafrannsóknum á Íslandsmiðum. Þetta kemur ekki síst til af því að þörfin á að sinna nýjum verkefnum hefur vaxið hratt í meira en áratug. Hafrannsóknir eru kostnaðarsamar vegna þess hversu dýrt er að halda rannsóknarskipum á sjó. Á undanförnum árum hefur rannsóknarskipum fækkað og nýting þeirra minnkað og því eru rannsóknarskip nú mun færri daga á sjó á ári hverju en áður var. Þessi staða mála birtist nýverið með skýrum hætti í því að ekki var til fé til nauðsynlegrar bergmálsmælingar loðnu nú í september. Ríkisstjórnin veitti á lokametrunum fé til loðnumælingar og ber að fagna því, enda margra milljarða verðmæti í húfi.Forsenda verðmætasköpunar Öflugar hafrannsóknir eru í vaxandi mæli forsenda sjálfbærrar verðmætasköpunar í sjávarútvegi. Vaxandi þörf á hafrannsóknum stafar ekki síst af því að ný verkefni hafa orðið nauðsynleg. Hér ber fyrst að nefna bergmálsmælingar uppsjávarfiska. Loðnumælingar urðu erfiðari og kostnaðarsamari snemma á öldinni þegar útbreiðsla loðnunnar færðist norðar. Mælingar á síld, kolmunna og makríl urðu auk þess æ mikilvægari og umfangsmeiri eftir því sem þessar tegundir gengu í auknum mæli inn á íslenskt hafsvæði. Slíkar mælingar kalla á fleiri úthaldsdaga rannsóknarskipa. Með tilkomu nýrra verkefna jókst krafan um skilvirkni og forgangsröðun rannsókna. Auðvitað er jákvætt að huga að forgangsröðun verkefna, en því miður hefur verið gengið of langt á þeirri braut og fyrir löngu verið skorið inn að beini. Nauðsynleg verkefni hafrannsókna eru nú mun fleiri og stærri en þau sem sinnt var við lok síðustu aldar. Dæmi um vandann sem hefur skapast eru m.a. eftirfarandi: Þröngar skorður eru settar rannsóknum á helstu nytjastofnum, sem eru forsenda ábyrgrar nýtingar fiskistofna og aflareglna. Beinum rannsóknum og mælingum á minni fiskistofnum – svo sem skarkola, sandkola, langlúru, þykkvalúru, löngu, keilu, skötusel og fleiri tegundum – er ekki sinnt að neinu marki og því skilar nýting þessara stofna ekki þeim afrakstri sem hún ætti að gera þar sem ýmist er veitt of lítið eða of mikið. Staðið hefur til að bæta úr þessu í meira en áratug en aldrei skapast svigrúm til þess. Takmarkaðar rannsóknir eru stundaðar á fæðuvef í hafinu. Kortlagning hafsbotns landgrunnsins og útbreiðslu samfélaga og búsvæða botnsins gengur of hægt. Til viðbótar er vaxandi þörf á að eiga svör við spurningum erlendra kaupenda sjávarafurða er varða áhrif fiskveiða á lífríkið almennt. Er þá m.a. spurt um áhrif á sjófugla, áhrif á viðkvæm búsvæði á hafsbotni, áhrif á stofna fiska sem kunna að þurfa frekari verndar við og fleira. Spurningum af þessu tagi fjölgar og því er afar mikilvægt að sinna þessu vel.Úrbóta er þörf Hafrannsóknir eru nauðsynleg undirstaða verðmætasköpunar í sjávarútvegi sem má ekki bresta. Það er óskynsamlegt að spara svo mjög til hafrannsókna að það komi illa niður á verðmætasköpuninni. Brýnt er að stjórnvöld bæti hér úr.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar