Afkoma öryrkja á Fljótsdalshéraði Sveinn Snorri Sveinsson skrifar 2. október 2014 07:00 Kjör öryrkja hafa lengi verið í umræðunni af þeirri ástæðu að þessi þjóðfélagshópur býr við erfiðar aðstæður í samfélagi okkar. Á Fljótsdalshéraði eru öryrkjar í sömu stöðu og öryrkjar annars staðar á landinu og þess vegna ákvað deild Geðhjálpar á Austurlandi að kanna afkomu þeirra á mánaðargrundvelli til að sjá hvernig staðan raunverulega er. Meginniðurstaða könnunarinnar er sú að tæp 78% öryrkja á Fljótsdalshéraði eru með ráðstöfunartekjur undir 200.000 kr. á mánuði. Samkvæmt reiknivél velferðarráðuneytis er dæmigert neysluviðmið fyrir einstakling sem býr í öðru þéttbýli en á höfuðborgarsvæðinu 144.857 kr. á mánuði fyrir utan samgöngu- og húsnæðiskostnað. Samkvæmt könnuninni eru þátttakendur með tekjur á bilinu 151-200.000 kr. flestir að neita sér um margt eða flest utan helstu nauðþurfta og er það að miklu leyti ástæðan fyrir því að þeir komast af.Eiga sér ekki marga málsvara Athygli vekur að fólk í hlutastarfi virðist ekki komast betur af en þeir öryrkjar sem lifa aðeins af bótum. Skýringin á þessu er sú skerðing á bótum sem öryrkjar í hlutastarfi verða fyrir þegar þeir stunda atvinnu sína, þó í litlum mæli sé. Allir virðast sammála um að hvetja eigi fólk til að vinna eins og það hefur heilsu til, en á sama tíma er lagaumhverfið ekki hagstætt þeim sem vilja auka tekjur sínar með þessum hætti. Um leið bera margir öryrkjar stimpil skammarinnar á enninu af því að þeir sjá ekki fyrir sér sjálfir. Þessi þjóðfélagshópur á sér ekki marga málsvara og fátítt að öryrki komi fram opinberlega og fari fram á sanngjarnari kjör. Það er merkileg staðreynd að íslenskir öryrkjar tilheyra engri stétt og eiga ekki verkfallsrétt. Vegna þessa eru þeir algjörlega upp á náð og miskunn stjórnvalda komnir. Það er mín skoðun að líta ætti á öryrkja sem stétt karla og kvenna sem sjá fyrir sér með því að vera veikir og fatlaðir. Og það virðist ekki flókið að koma með einfalda skilgreiningu á hlutverki öryrkja sem skipar þeim sess í þjóðfélaginu. Öryrkjar bera sömu ábyrgð gagnvart fjölskyldum sínum og aðrir þjóðfélagsþegnar. Þeir þurfa að fæða og klæða sína nánustu. Þess vegna er ekki að ástæðulausu að andstaða sé á meðal öryrkja gagnvart auknum álögum á nauðsynjavörur eins og mat. Deild Geðhjálpar á Austurlandi mótmælir áformum stjórnvalda um hækkun virðisaukaskatts á matvæli. Ef þessi áform ná fram að ganga hvetjum við stjórnvöld til að hækka bætur öryrkja, t.d. með þeim fjármunum sem koma inn í ríkiskassann með þessum skatttekjum. Hætt er við að þeir öryrkjar sem í dag þurfa að neita sér um hluti eins og fatnað og skó, mat og lyf, tannlæknaheimsóknir, ferðalög og margt fleira þurfi að neita sér um enn meira og skerða lífsgæði sín enn frekar. Svarhlutfall þeirra sem boðið var að taka þátt í könnuninni hefði mátt vera hærra; en 49 af 138 öryrkjum á Fljótsdalshéraði svöruðu. Hefur rannsóknin því lítið alhæfingargildi en gefur okkur engu að síður sterkar vísbendingar um hvað mætti betur fara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Kjör öryrkja hafa lengi verið í umræðunni af þeirri ástæðu að þessi þjóðfélagshópur býr við erfiðar aðstæður í samfélagi okkar. Á Fljótsdalshéraði eru öryrkjar í sömu stöðu og öryrkjar annars staðar á landinu og þess vegna ákvað deild Geðhjálpar á Austurlandi að kanna afkomu þeirra á mánaðargrundvelli til að sjá hvernig staðan raunverulega er. Meginniðurstaða könnunarinnar er sú að tæp 78% öryrkja á Fljótsdalshéraði eru með ráðstöfunartekjur undir 200.000 kr. á mánuði. Samkvæmt reiknivél velferðarráðuneytis er dæmigert neysluviðmið fyrir einstakling sem býr í öðru þéttbýli en á höfuðborgarsvæðinu 144.857 kr. á mánuði fyrir utan samgöngu- og húsnæðiskostnað. Samkvæmt könnuninni eru þátttakendur með tekjur á bilinu 151-200.000 kr. flestir að neita sér um margt eða flest utan helstu nauðþurfta og er það að miklu leyti ástæðan fyrir því að þeir komast af.Eiga sér ekki marga málsvara Athygli vekur að fólk í hlutastarfi virðist ekki komast betur af en þeir öryrkjar sem lifa aðeins af bótum. Skýringin á þessu er sú skerðing á bótum sem öryrkjar í hlutastarfi verða fyrir þegar þeir stunda atvinnu sína, þó í litlum mæli sé. Allir virðast sammála um að hvetja eigi fólk til að vinna eins og það hefur heilsu til, en á sama tíma er lagaumhverfið ekki hagstætt þeim sem vilja auka tekjur sínar með þessum hætti. Um leið bera margir öryrkjar stimpil skammarinnar á enninu af því að þeir sjá ekki fyrir sér sjálfir. Þessi þjóðfélagshópur á sér ekki marga málsvara og fátítt að öryrki komi fram opinberlega og fari fram á sanngjarnari kjör. Það er merkileg staðreynd að íslenskir öryrkjar tilheyra engri stétt og eiga ekki verkfallsrétt. Vegna þessa eru þeir algjörlega upp á náð og miskunn stjórnvalda komnir. Það er mín skoðun að líta ætti á öryrkja sem stétt karla og kvenna sem sjá fyrir sér með því að vera veikir og fatlaðir. Og það virðist ekki flókið að koma með einfalda skilgreiningu á hlutverki öryrkja sem skipar þeim sess í þjóðfélaginu. Öryrkjar bera sömu ábyrgð gagnvart fjölskyldum sínum og aðrir þjóðfélagsþegnar. Þeir þurfa að fæða og klæða sína nánustu. Þess vegna er ekki að ástæðulausu að andstaða sé á meðal öryrkja gagnvart auknum álögum á nauðsynjavörur eins og mat. Deild Geðhjálpar á Austurlandi mótmælir áformum stjórnvalda um hækkun virðisaukaskatts á matvæli. Ef þessi áform ná fram að ganga hvetjum við stjórnvöld til að hækka bætur öryrkja, t.d. með þeim fjármunum sem koma inn í ríkiskassann með þessum skatttekjum. Hætt er við að þeir öryrkjar sem í dag þurfa að neita sér um hluti eins og fatnað og skó, mat og lyf, tannlæknaheimsóknir, ferðalög og margt fleira þurfi að neita sér um enn meira og skerða lífsgæði sín enn frekar. Svarhlutfall þeirra sem boðið var að taka þátt í könnuninni hefði mátt vera hærra; en 49 af 138 öryrkjum á Fljótsdalshéraði svöruðu. Hefur rannsóknin því lítið alhæfingargildi en gefur okkur engu að síður sterkar vísbendingar um hvað mætti betur fara.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun