5% lækkun skulda og 5% hækkun matar Helgi Hjörvar skrifar 2. október 2014 07:00 Nú er hafinn meistaramánuðurinn þar sem skila á skuldsettum heimilum heimsmeti í skuldaleiðréttingu. Heimsmetið er að vísu orðið meira að mús en meistara því 20% leiðréttingin er orðin 5%, 300 milljarðarnir að 72 og forsendubresturinn orðinn 250 þúsund á heimili á ári í fjögur ár, en ekki milljónirnar sem lofað var. En auðvitað munar um 72 milljarða. Það verður þó að hafa í huga að skv. frétt Hagstofunnar jókst eigið fé heimilanna frá 2010-2013 um 638 milljarða og þótti ekki nóg. Þá verður að hafa í huga að á móti þeim 20 milljörðum sem veita á í leiðréttinguna á ári er búið að minnka vaxtabætur á móti frá 2011 um meira en helming þeirrar fjárhæðar eða 13 milljarða á ári. Hér við bætist að ríkisstjórnin ætlar að hækka virðisaukaskatt á mat um 5 prósentustig við sama tækifæri. Matur er svipaður útgjaldaliður og húsnæði hjá flestu fólki eða um tæpur fimmtungur. Þeir vona að vísu að afnám sykurskatts dragi úr verðhækkunum svo þær verði „aðeins“ tæp 3 prósentustig en því miður höfum við reynslu af því að lækkanir skila sér illa á móti hækkunum.Heimsmeistaramánuður Áætlanir um persónulegan meistaramánuð í október fela í sér ýmis markmið til að bæta árangurinn. Margir einsetja sér að temja sér heilsusamlegt líferni og jákvæða hugsun. Vonandi gengur fólki betur að efna heit sín í mánuðinum en ríkisstjórninni. Enda verður það að teljast heimsmeistaramánuður í sviknum loforðum ef heimilin eiga að greiða sjálf fyrir útvatnaða skuldaleiðréttingu með skerðingu vaxtabóta og hækkunum á mat. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Sjá meira
Nú er hafinn meistaramánuðurinn þar sem skila á skuldsettum heimilum heimsmeti í skuldaleiðréttingu. Heimsmetið er að vísu orðið meira að mús en meistara því 20% leiðréttingin er orðin 5%, 300 milljarðarnir að 72 og forsendubresturinn orðinn 250 þúsund á heimili á ári í fjögur ár, en ekki milljónirnar sem lofað var. En auðvitað munar um 72 milljarða. Það verður þó að hafa í huga að skv. frétt Hagstofunnar jókst eigið fé heimilanna frá 2010-2013 um 638 milljarða og þótti ekki nóg. Þá verður að hafa í huga að á móti þeim 20 milljörðum sem veita á í leiðréttinguna á ári er búið að minnka vaxtabætur á móti frá 2011 um meira en helming þeirrar fjárhæðar eða 13 milljarða á ári. Hér við bætist að ríkisstjórnin ætlar að hækka virðisaukaskatt á mat um 5 prósentustig við sama tækifæri. Matur er svipaður útgjaldaliður og húsnæði hjá flestu fólki eða um tæpur fimmtungur. Þeir vona að vísu að afnám sykurskatts dragi úr verðhækkunum svo þær verði „aðeins“ tæp 3 prósentustig en því miður höfum við reynslu af því að lækkanir skila sér illa á móti hækkunum.Heimsmeistaramánuður Áætlanir um persónulegan meistaramánuð í október fela í sér ýmis markmið til að bæta árangurinn. Margir einsetja sér að temja sér heilsusamlegt líferni og jákvæða hugsun. Vonandi gengur fólki betur að efna heit sín í mánuðinum en ríkisstjórninni. Enda verður það að teljast heimsmeistaramánuður í sviknum loforðum ef heimilin eiga að greiða sjálf fyrir útvatnaða skuldaleiðréttingu með skerðingu vaxtabóta og hækkunum á mat.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar