Heilsa og vellíðan starfsfólks borgarinnar Ragnhildur Ísaksdóttir skrifar 1. október 2014 07:00 Reykjavíkurborg er stærsti vinnustaður landsins þar sem að jafnaði starfa um átta þúsund manns. Verkefnin eru gríðarlega mörg og fjölbreytt en öll miða þau að því að gangverk borgarinnar haldi sínum eðlilega takti. Góð viðverustjórnun er hluti af því að efla almenna heilsu borgarstarfsmanna og undanfarna mánuði hefur borgin unnið að því að móta nýja viðverustefnu. Viðverustefnan hefur þann megintilgang að samræma vinnuferla vegna fjarveru frá vinnu vegna veikinda, slysa eða áfalla um lengri eða skemmri tíma. Rauður þráður stefnunnar er að auka vellíðan starfsmanna og draga úr veikindafjarvistum. Veikindahlutfall hjá borginni var 6,2% fyrstu sex mánuði ársins sem er hærra en á hinum almenna markaði. Það gerir samanburðinn flóknari að veikindaréttur þeirra sem vinna hjá hinu opinbera er meiri en þeirra sem starfa á einkamarkaði, en engu að síður er veikindahlutfall borgarstarfsmanna of hátt og við því þarf að bregðast.Mikilvæg þjónusta Borgin er einn vinnustaður, en starfsstöðvar borgarinnar eru margar og ólíkar. Hingað til hefur skráning veikindafjarvista ekki verið samræmd á öllum starfsstöðvum og einnig hefur skort samstillt viðbrögð. Með nýrri viðverustefnu verður tryggt að tekið sé á fjarvistum með samræmdum og sanngjörnum hætti. Stefnt er að því að með réttum viðbrögðum dragi úr fjarvistum. Vinna er þegar hafin við að koma á kerfisbundnum og reglulegum úttektum á fjarvistum. Mikilvægur hluti af innleiðingunni felur í sér þjálfun fyrir stjórnendur um hvernig stemma megi stigu við fjarvistum. Stjórnendur fá þannig aðstoð við að bregðast við með markvissari hætti og veita starfsfólki ráðleggingar varðandi úrræði. Einnig verður lögð áhersla á að styðja sem best við starfsmenn í veikindum og við endurkomu til vinnu, m. a. með því að finna leiðir til að aðstoða þá við að efla starfshæfni sína. Starfsfólk borgarinnar sinnir gríðarlega mikilvægri þjónustu við barnafjölskyldur, aldraða, fatlað fólk og innflytjendur. Það sér um að auka umhverfisgæði, bæta samgöngur, mennta börnin, auðga menninguna – og áfram mætti lengi telja. Starfsemi borgarinnar er því afar umfangsmikil og Reykjavíkurborg ber ríka ábyrgð, bæði gagnvart borgarbúum og starfsfólki. Stóra verkefnið fram undan er að greina stöðuna vandlega, áður en ályktun er dregin, því orsakir fyrir háu veikindahlutfalli geta verið mjög margar og mismunandi. Verkefnið er nýlega hafið og árangur ekki kominn í ljós. Sambærilegar viðverustefnur hafa skilað góðum árangri í nágrannalöndum okkar og má nefna sem dæmi að veikindafjarvistir í Billund fóru úr ríflega sjö prósentum í fjögur prósent við innleiðingu viðverustefnu. Góð heilsa og vellíðan starfsfólks hefur jákvæð áhrif á þjónustuna sem borgin veitir – og það er sameiginlegur ávinningur okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg er stærsti vinnustaður landsins þar sem að jafnaði starfa um átta þúsund manns. Verkefnin eru gríðarlega mörg og fjölbreytt en öll miða þau að því að gangverk borgarinnar haldi sínum eðlilega takti. Góð viðverustjórnun er hluti af því að efla almenna heilsu borgarstarfsmanna og undanfarna mánuði hefur borgin unnið að því að móta nýja viðverustefnu. Viðverustefnan hefur þann megintilgang að samræma vinnuferla vegna fjarveru frá vinnu vegna veikinda, slysa eða áfalla um lengri eða skemmri tíma. Rauður þráður stefnunnar er að auka vellíðan starfsmanna og draga úr veikindafjarvistum. Veikindahlutfall hjá borginni var 6,2% fyrstu sex mánuði ársins sem er hærra en á hinum almenna markaði. Það gerir samanburðinn flóknari að veikindaréttur þeirra sem vinna hjá hinu opinbera er meiri en þeirra sem starfa á einkamarkaði, en engu að síður er veikindahlutfall borgarstarfsmanna of hátt og við því þarf að bregðast.Mikilvæg þjónusta Borgin er einn vinnustaður, en starfsstöðvar borgarinnar eru margar og ólíkar. Hingað til hefur skráning veikindafjarvista ekki verið samræmd á öllum starfsstöðvum og einnig hefur skort samstillt viðbrögð. Með nýrri viðverustefnu verður tryggt að tekið sé á fjarvistum með samræmdum og sanngjörnum hætti. Stefnt er að því að með réttum viðbrögðum dragi úr fjarvistum. Vinna er þegar hafin við að koma á kerfisbundnum og reglulegum úttektum á fjarvistum. Mikilvægur hluti af innleiðingunni felur í sér þjálfun fyrir stjórnendur um hvernig stemma megi stigu við fjarvistum. Stjórnendur fá þannig aðstoð við að bregðast við með markvissari hætti og veita starfsfólki ráðleggingar varðandi úrræði. Einnig verður lögð áhersla á að styðja sem best við starfsmenn í veikindum og við endurkomu til vinnu, m. a. með því að finna leiðir til að aðstoða þá við að efla starfshæfni sína. Starfsfólk borgarinnar sinnir gríðarlega mikilvægri þjónustu við barnafjölskyldur, aldraða, fatlað fólk og innflytjendur. Það sér um að auka umhverfisgæði, bæta samgöngur, mennta börnin, auðga menninguna – og áfram mætti lengi telja. Starfsemi borgarinnar er því afar umfangsmikil og Reykjavíkurborg ber ríka ábyrgð, bæði gagnvart borgarbúum og starfsfólki. Stóra verkefnið fram undan er að greina stöðuna vandlega, áður en ályktun er dregin, því orsakir fyrir háu veikindahlutfalli geta verið mjög margar og mismunandi. Verkefnið er nýlega hafið og árangur ekki kominn í ljós. Sambærilegar viðverustefnur hafa skilað góðum árangri í nágrannalöndum okkar og má nefna sem dæmi að veikindafjarvistir í Billund fóru úr ríflega sjö prósentum í fjögur prósent við innleiðingu viðverustefnu. Góð heilsa og vellíðan starfsfólks hefur jákvæð áhrif á þjónustuna sem borgin veitir – og það er sameiginlegur ávinningur okkar allra.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun