Sýn stjórnvalda í menntamálum, aftur til fortíðar Guðríður Arnardóttir og Ólafur Sigurjónsson skrifar 17. september 2014 07:00 Mikil umræða fer nú fram um fjarlagafrumvarp ársins 2015. Viljum við undirrituð vekja athygli á grundvallarstefnubreytingu í aðgengi allra að framhaldsskólum landsins. Ríkisendurskoðun skilaði skýrslu til Alþingis í febrúar á þessu ári sem dró upp vægast sagt dökka mynd af stöðu framhaldsskólanna í landinu. Þar kemur fram að framlög til framhaldsskólanna hafa dregist saman um 2 milljarða á milli áranna 2008 og 2012. Nú þegar hefur verið gripið til flestra tiltækra hagræðingaraðgerða, svo sem að segja upp starfsfólki, fækka námsbrautum, fjölga nemendum í námshópum og draga úr stuðningi við þá. Í skýrslunni kemur jafnframt fram að bæði fulltrúar mennta- og menningarmálaráðuneytis og framhaldsskólanna eru einu máli um að rekstur skólanna sé kominn að þolmörkum. Það eru því uggvænleg tíðindi sem felast í fjárlagafrumvarpi ársins 2015. Þar er hvergi að sjá viðbrögð við þessari alvarlegu stöðu framhaldsskólanna, gert er ráð fyrir frekari skerðingu m.a. á grundvelli þess að nemendum á að fækka um 4,7% strax á næsta ári. Það mun auðvitað leggjast af tvöföldum þunga á haustönn næsta árs. Í texta frumvarpsins kemur ítrekað fram að fyrirhuguð stytting námstíma til stúdentsprófs muni skila hagræðingu í rekstri framhaldsskólanna. Það hefur sem sagt verið tekin pólitísk ákvörðun um að spara í framhaldsskólanum, ekkert samráð hefur átt sér stað um slíka stefnumörkun enda er hún á engan hátt studd faglegum rökum. – Við höfum ítrekað óskað eftir því að vera kölluð til samráðs og okkar fagþekking virt þegar svo stefnumótandi ákvarðanir eru teknar. En stærstu tíðindin í fjárlagafrumvarpinu er ákvörðun um að nú á að takmarka aðgengi 25 ára og eldri nemenda að námi á framhaldsskólastigi. Þar er talað um að megináhersla verði lögð á að mæta óskum nemenda undir 25 ára aldri um skólavist. Og miðað við tæplega 5% fækkun nemenda í framhaldsskólunum er ljóst að fjölmörgum nemendum sem vilja sækja sér menntun er vísað frá. Meðalaldur nemenda á starfsnámsbrautum er 25,2 ár. Á sama tíma og talað er um eflingu verk- og starfsnáms er hér mörkuð sú meginstefna að nemendur yfir 25 ára verði annars flokks þegnar og hafi ekki sama rétt til náms og áður. Hlutfall fullorðinna án framhaldsskólaprófs er með því lægsta á Íslandi af OECD-ríkjunum og hafa 20% einstaklinga undir 24 ára aldri á Íslandi ekki lokið framhaldsskólaprófi eða eru ekki skráðir í nám. Í Hvítbók um umbætur í menntun eru sett fram markmið um nám í framhaldsskóla um hækkað hlutfall þeirra sem ljúka námi á tilsettum tíma og lækkun brottfalls. Fjárlagafrumvarp 2015 varðar ekki rétta leið að þeim markmiðum – það er ljóst að Hvítbók er ekki pappírsins virði ef orðunum eiga ekki að fylgja efndir – og fjármagn. Í stað þess að styrkja rekstur framhaldsskólanna er aðgengi ungs fólks að námi takmarkað og stúdentsprófið í núverandi mynd gjaldfellt með rýrara innihaldi. Verst mun þetta koma niður á litlum framhaldsskólum á landsbyggðinni og verður vart séð að þeir lifi af. Þá erum við að stíga aftur til fortíðar þar sem íslensk ungmenni búa við mismunun og skert aðgengi að námi á grundvelli búsetu. Það er öllum ljóst að aðhalds er þörf í ríkisrekstri. En ef þetta er afleiðing skattalækkana verða menn að spyrja sig hvort það sé þess virði. Ein af grunnstoðum samfélagsins er góð og traust menntun og jafnt aðgengi allra að námi. Það er vissulega pólitískur viðsnúningur í íslenskri menntastefnu ef þetta frumvarp verður að lögum í óbreyttri mynd. Hvaða Alþingismenn vilja setja stafina sína við afturhvarf til fortíðar í menntamálum á Íslandi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Guðríður Arnardóttir Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Mikil umræða fer nú fram um fjarlagafrumvarp ársins 2015. Viljum við undirrituð vekja athygli á grundvallarstefnubreytingu í aðgengi allra að framhaldsskólum landsins. Ríkisendurskoðun skilaði skýrslu til Alþingis í febrúar á þessu ári sem dró upp vægast sagt dökka mynd af stöðu framhaldsskólanna í landinu. Þar kemur fram að framlög til framhaldsskólanna hafa dregist saman um 2 milljarða á milli áranna 2008 og 2012. Nú þegar hefur verið gripið til flestra tiltækra hagræðingaraðgerða, svo sem að segja upp starfsfólki, fækka námsbrautum, fjölga nemendum í námshópum og draga úr stuðningi við þá. Í skýrslunni kemur jafnframt fram að bæði fulltrúar mennta- og menningarmálaráðuneytis og framhaldsskólanna eru einu máli um að rekstur skólanna sé kominn að þolmörkum. Það eru því uggvænleg tíðindi sem felast í fjárlagafrumvarpi ársins 2015. Þar er hvergi að sjá viðbrögð við þessari alvarlegu stöðu framhaldsskólanna, gert er ráð fyrir frekari skerðingu m.a. á grundvelli þess að nemendum á að fækka um 4,7% strax á næsta ári. Það mun auðvitað leggjast af tvöföldum þunga á haustönn næsta árs. Í texta frumvarpsins kemur ítrekað fram að fyrirhuguð stytting námstíma til stúdentsprófs muni skila hagræðingu í rekstri framhaldsskólanna. Það hefur sem sagt verið tekin pólitísk ákvörðun um að spara í framhaldsskólanum, ekkert samráð hefur átt sér stað um slíka stefnumörkun enda er hún á engan hátt studd faglegum rökum. – Við höfum ítrekað óskað eftir því að vera kölluð til samráðs og okkar fagþekking virt þegar svo stefnumótandi ákvarðanir eru teknar. En stærstu tíðindin í fjárlagafrumvarpinu er ákvörðun um að nú á að takmarka aðgengi 25 ára og eldri nemenda að námi á framhaldsskólastigi. Þar er talað um að megináhersla verði lögð á að mæta óskum nemenda undir 25 ára aldri um skólavist. Og miðað við tæplega 5% fækkun nemenda í framhaldsskólunum er ljóst að fjölmörgum nemendum sem vilja sækja sér menntun er vísað frá. Meðalaldur nemenda á starfsnámsbrautum er 25,2 ár. Á sama tíma og talað er um eflingu verk- og starfsnáms er hér mörkuð sú meginstefna að nemendur yfir 25 ára verði annars flokks þegnar og hafi ekki sama rétt til náms og áður. Hlutfall fullorðinna án framhaldsskólaprófs er með því lægsta á Íslandi af OECD-ríkjunum og hafa 20% einstaklinga undir 24 ára aldri á Íslandi ekki lokið framhaldsskólaprófi eða eru ekki skráðir í nám. Í Hvítbók um umbætur í menntun eru sett fram markmið um nám í framhaldsskóla um hækkað hlutfall þeirra sem ljúka námi á tilsettum tíma og lækkun brottfalls. Fjárlagafrumvarp 2015 varðar ekki rétta leið að þeim markmiðum – það er ljóst að Hvítbók er ekki pappírsins virði ef orðunum eiga ekki að fylgja efndir – og fjármagn. Í stað þess að styrkja rekstur framhaldsskólanna er aðgengi ungs fólks að námi takmarkað og stúdentsprófið í núverandi mynd gjaldfellt með rýrara innihaldi. Verst mun þetta koma niður á litlum framhaldsskólum á landsbyggðinni og verður vart séð að þeir lifi af. Þá erum við að stíga aftur til fortíðar þar sem íslensk ungmenni búa við mismunun og skert aðgengi að námi á grundvelli búsetu. Það er öllum ljóst að aðhalds er þörf í ríkisrekstri. En ef þetta er afleiðing skattalækkana verða menn að spyrja sig hvort það sé þess virði. Ein af grunnstoðum samfélagsins er góð og traust menntun og jafnt aðgengi allra að námi. Það er vissulega pólitískur viðsnúningur í íslenskri menntastefnu ef þetta frumvarp verður að lögum í óbreyttri mynd. Hvaða Alþingismenn vilja setja stafina sína við afturhvarf til fortíðar í menntamálum á Íslandi?
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun