Þarf ekki ofurkrafta til að bjarga lífi Viktoría Hermannsdóttir skrifar 13. september 2014 13:30 Gunnhildur Sveinsdóttir er verkefnastjóri Skyndihjálpar Rauða kross Íslands Vísir/Stefán „Kjörorðið er að þú þarft ekki skikkju eða ofurkrafta til að bjarga mannslífi. Allir geta bjargað mannslífi og það þarf ekki ofurkrafta til þess,“ segir Gunnhildur Sveinsdóttir, verkefnastjóri Skyndihjálpar Rauða kross Íslands. Í dag, laugardag, er alþjóðlegur dagur Skyndihjálpar. Alþjóðasamband landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans standa að deginum með það að markmiði að styrkja vitund einstaklinga, fjölskyldna og samfélaga um mikilvægi skyndihjálparkunnáttu. „Skyndihjálp er fyrir alla og allir geta lært,“ segir Gunnhildur. Hún segir Íslendinga almennt vera mjög vel að sér í skyndihjálp og hafa milli 80-90% landsmanna einhvern tímann lært skyndihjálp. Það skiptir þó miklu máli að halda kunnáttunni við og lét Rauði krossinn til dæmis gera fjórar stuttmyndir til þess að minna fólk á hvað skyndihjálp er mikilvæg og ekki síður hve þarft það er að halda kunnáttunni við. „Myndir voru frumsýndar í skemmtiþættinum sem við vorum með í síðustu viku á Stöð 2. Þetta eru flottar myndir um þau fjögur atriði sem við leggjum áherslu á núna á afmælisárinu,“ segir hún en Rauði krossinn á Íslandi fagnar 90 ára afmæli í ár.Paramedic performing infant CPR. Model is team member of actual European first aid champions 2011/2012. skyndihjálpÞessi fjögur atriði sem hún nefnir eru hvernig bregðast eigi rétt við bruna, blæðingu, aðskotahlut í hálsi og hvernig veita eigi endurlífgun. Áhersla afmælisársins er á skyndihjálp og hefur Rauði krossinn látið framleiða ýmiss konar efni til þess að kenna réttu handtökin sem koma sér vel ef skyndileg veikindi eða slys koma upp. Meðal annars hefur verið þróað sérstakt skyndihjálparapp sem Gunnhildur hvetur fólk til að hlaða niður í snjallsímana sína svo hægt sé að nota þegar á reynir. „Við erum að nýta okkur þessa miðla til þess að ná til fólks og það sé auðvelt að kynna sér þessa hluti,“ segir hún og hvetur fólk til þess að læra skyndihjálp eða viðhalda kunnáttunni. Þeir sem vilja kynna sér efnið betur geta gert það hér. Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Opnar sig eftir handtökuna Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Sjá meira
„Kjörorðið er að þú þarft ekki skikkju eða ofurkrafta til að bjarga mannslífi. Allir geta bjargað mannslífi og það þarf ekki ofurkrafta til þess,“ segir Gunnhildur Sveinsdóttir, verkefnastjóri Skyndihjálpar Rauða kross Íslands. Í dag, laugardag, er alþjóðlegur dagur Skyndihjálpar. Alþjóðasamband landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans standa að deginum með það að markmiði að styrkja vitund einstaklinga, fjölskyldna og samfélaga um mikilvægi skyndihjálparkunnáttu. „Skyndihjálp er fyrir alla og allir geta lært,“ segir Gunnhildur. Hún segir Íslendinga almennt vera mjög vel að sér í skyndihjálp og hafa milli 80-90% landsmanna einhvern tímann lært skyndihjálp. Það skiptir þó miklu máli að halda kunnáttunni við og lét Rauði krossinn til dæmis gera fjórar stuttmyndir til þess að minna fólk á hvað skyndihjálp er mikilvæg og ekki síður hve þarft það er að halda kunnáttunni við. „Myndir voru frumsýndar í skemmtiþættinum sem við vorum með í síðustu viku á Stöð 2. Þetta eru flottar myndir um þau fjögur atriði sem við leggjum áherslu á núna á afmælisárinu,“ segir hún en Rauði krossinn á Íslandi fagnar 90 ára afmæli í ár.Paramedic performing infant CPR. Model is team member of actual European first aid champions 2011/2012. skyndihjálpÞessi fjögur atriði sem hún nefnir eru hvernig bregðast eigi rétt við bruna, blæðingu, aðskotahlut í hálsi og hvernig veita eigi endurlífgun. Áhersla afmælisársins er á skyndihjálp og hefur Rauði krossinn látið framleiða ýmiss konar efni til þess að kenna réttu handtökin sem koma sér vel ef skyndileg veikindi eða slys koma upp. Meðal annars hefur verið þróað sérstakt skyndihjálparapp sem Gunnhildur hvetur fólk til að hlaða niður í snjallsímana sína svo hægt sé að nota þegar á reynir. „Við erum að nýta okkur þessa miðla til þess að ná til fólks og það sé auðvelt að kynna sér þessa hluti,“ segir hún og hvetur fólk til þess að læra skyndihjálp eða viðhalda kunnáttunni. Þeir sem vilja kynna sér efnið betur geta gert það hér.
Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Opnar sig eftir handtökuna Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Sjá meira