Orð kvöldsins Jóhanna M. Thorlacius skrifar 28. ágúst 2014 07:00 Við erum ekki kirkjurækin og ekki alin upp við að fara í guðshús nema á stórum stundum. Einmitt þess vegna verður þess gullmola, sem Rás 1 hefur flutt á kvöldin í áratugi, sárt saknað á mínu heimili. Ég hef hlustað á Orð kvöldsins í mörg ár og finnst það ómetanlegt. Þegar synir mínir voru ungir og með læti á háttatíma eða suðuðu um athygli, útskýrði ég fyrir þeim að þetta væri „eyrnanammið mitt“. Á unglingsárum sögðu þeir með andvarpi: „Mamma, þú hefur aldrei dottið inn í neinn þátt nema Orð kvöldsins!“ Alltaf virða þeir hlustun mína, líka maðurinn minn, og hlusti ég í eldhúsinu ganga þeir varlega um til að fá sér kvöldsnarl. Jafnvel hef ég stokkið upp frá gestum og kallað glaðlega, „Orð kvöldsins“, til að kveikja á útvarpinu kl. 22:12, og látið það ganga á meðan gestaskvaldrið heldur áfram á lægri nótunum. Gestir sem þekkja okkur minna, t.d. nágrannar, eru hissa; en allir hrífast með. „Þetta er af því ég nenni aldrei að lesa Biblíuna,“ segi ég, „meira að segja ekki Nýja testamentið, ég bara steinsofna. En þarna fáum við perlur þræddar upp á band, alveg fyrirhafnarlaust, og þetta er æðislegt veganesti, þetta er nefnilega svo praktískt. Eða er ekki lífið flókið? Við hefðum aldrei komist í gegnum daglegt líf, hvað þá hjónaband og uppeldi, án leiðsagnar. Þetta er svona abstrakt styrkur, maður skilur það ekki en það virkar.“Aðrir gullmolar Ef RÚV er að þessum breytingum til þess að koma til móts við fjölmenningarþjóðfélagið, hvet ég þau til að gera þveröfugt: Halda þessu og fá inn fleiri gullmola, já, gimsteina, frá öðrum menningarhópum; jafnt á íslensku sem og á öðrum tungumálum. Hvernig væri það? Svo finnst mér líka að fylgja ætti vefsíða á ruv.is þar sem hægt yrði að fletta upp molum daganna og lesa beinar tilvitnanir, númer ritningagreina, nöfn tónverka og sálmaskálda og heiti trúarrita. Fyrir nokkrum árum stóð styrr um Orð kvöldsins en þá var kvöldstundunum bjargað. Og nú á tímum aukinnar misskiptingar, aukinnar streitu og flóknara samfélags mættu slíkar stundir vera fleiri.Hvetja til kyrrlátra stunda Hugdetta þessu tengd: Fá landlækni, LSH, lýðheilsustöð, heilsugæslurnar, tryggingastofnun, velferðarráðuneytið, mennta- og menningarmálaráðuneytið, tryggingarfélög, sjúkratryggingar, lögregluna, umferðarstofu, íþróttafélög, þjóðkirkjuna, geðlækna, sálfræðinga, svo og margvíslega trúarhópa og lífssýnarfélög, til þess að hvetja til kyrrlátra stunda. Fá leiklistarnema til að semja og flytja örstutta texta á borð við „Út í kvöld? Nei, verum bara heima.“ „Kringluna eða Smáralind? Hvernig væri að kíkja frekar til ömmu?“ „Æ, ekki bílinn. Röltum bara,“ sem flytja mætti á auglýsingatímum. Slíkir molar væru heilbrigt andóf gegn öllum „kauptu/upplifðu“ áróðrinum. Þessa molasyrpu ættu ofangreindir aðilar að vilja styrkja í nafni lýðheilsu. Ég er þakklát fyrir þann kraft sem bjargaði morgunbænunum og vissulega er Orð dagsins að morgni til góð hugmynd – en hlustunin eykst ekki við þessa tilfærslu í dagskrá. Þess vegna vona ég að stjórnendur Rásar 1 sjái að sér og komi til móts við þá kröfu hlustenda sinna að halda Orði kvöldsins á sínum stað og komi ennfremur til móts við aðra trúarhópa. Að umræðuþáttur á sunnudagskvöldi geti komið í stað daglegrar trúariðkunar er mikill misskilningur.Arfur allra Íslendinga Kristinn menningararfur á Íslandi er dýrmætur, líka fyrir þá sem ekki eru kirkjuræknir og koma ekki í guðshús nema á stórum stundum. Samvinna kirkjunnar og RÚV hefur boðið upp á heimilisguðrækni sem er frábær fyrir þennan stóra hóp. Og þó ég hafi fjölmenningarlegan bakgrunn; hafi sótt Guðspekifélagið á yngri árum og sé áskrifandi að Ganglera, hafi verið í Ananda Marga og lesið margt um hindúasið og gyðingdóm, hafi hrifist af kyrrð búddatrúar og fegurð íslams og allri trúarfágun; þá verður lífsreynslan til þess að ég met kristnina æ meir – og ég er ekki ein um það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Við erum ekki kirkjurækin og ekki alin upp við að fara í guðshús nema á stórum stundum. Einmitt þess vegna verður þess gullmola, sem Rás 1 hefur flutt á kvöldin í áratugi, sárt saknað á mínu heimili. Ég hef hlustað á Orð kvöldsins í mörg ár og finnst það ómetanlegt. Þegar synir mínir voru ungir og með læti á háttatíma eða suðuðu um athygli, útskýrði ég fyrir þeim að þetta væri „eyrnanammið mitt“. Á unglingsárum sögðu þeir með andvarpi: „Mamma, þú hefur aldrei dottið inn í neinn þátt nema Orð kvöldsins!“ Alltaf virða þeir hlustun mína, líka maðurinn minn, og hlusti ég í eldhúsinu ganga þeir varlega um til að fá sér kvöldsnarl. Jafnvel hef ég stokkið upp frá gestum og kallað glaðlega, „Orð kvöldsins“, til að kveikja á útvarpinu kl. 22:12, og látið það ganga á meðan gestaskvaldrið heldur áfram á lægri nótunum. Gestir sem þekkja okkur minna, t.d. nágrannar, eru hissa; en allir hrífast með. „Þetta er af því ég nenni aldrei að lesa Biblíuna,“ segi ég, „meira að segja ekki Nýja testamentið, ég bara steinsofna. En þarna fáum við perlur þræddar upp á band, alveg fyrirhafnarlaust, og þetta er æðislegt veganesti, þetta er nefnilega svo praktískt. Eða er ekki lífið flókið? Við hefðum aldrei komist í gegnum daglegt líf, hvað þá hjónaband og uppeldi, án leiðsagnar. Þetta er svona abstrakt styrkur, maður skilur það ekki en það virkar.“Aðrir gullmolar Ef RÚV er að þessum breytingum til þess að koma til móts við fjölmenningarþjóðfélagið, hvet ég þau til að gera þveröfugt: Halda þessu og fá inn fleiri gullmola, já, gimsteina, frá öðrum menningarhópum; jafnt á íslensku sem og á öðrum tungumálum. Hvernig væri það? Svo finnst mér líka að fylgja ætti vefsíða á ruv.is þar sem hægt yrði að fletta upp molum daganna og lesa beinar tilvitnanir, númer ritningagreina, nöfn tónverka og sálmaskálda og heiti trúarrita. Fyrir nokkrum árum stóð styrr um Orð kvöldsins en þá var kvöldstundunum bjargað. Og nú á tímum aukinnar misskiptingar, aukinnar streitu og flóknara samfélags mættu slíkar stundir vera fleiri.Hvetja til kyrrlátra stunda Hugdetta þessu tengd: Fá landlækni, LSH, lýðheilsustöð, heilsugæslurnar, tryggingastofnun, velferðarráðuneytið, mennta- og menningarmálaráðuneytið, tryggingarfélög, sjúkratryggingar, lögregluna, umferðarstofu, íþróttafélög, þjóðkirkjuna, geðlækna, sálfræðinga, svo og margvíslega trúarhópa og lífssýnarfélög, til þess að hvetja til kyrrlátra stunda. Fá leiklistarnema til að semja og flytja örstutta texta á borð við „Út í kvöld? Nei, verum bara heima.“ „Kringluna eða Smáralind? Hvernig væri að kíkja frekar til ömmu?“ „Æ, ekki bílinn. Röltum bara,“ sem flytja mætti á auglýsingatímum. Slíkir molar væru heilbrigt andóf gegn öllum „kauptu/upplifðu“ áróðrinum. Þessa molasyrpu ættu ofangreindir aðilar að vilja styrkja í nafni lýðheilsu. Ég er þakklát fyrir þann kraft sem bjargaði morgunbænunum og vissulega er Orð dagsins að morgni til góð hugmynd – en hlustunin eykst ekki við þessa tilfærslu í dagskrá. Þess vegna vona ég að stjórnendur Rásar 1 sjái að sér og komi til móts við þá kröfu hlustenda sinna að halda Orði kvöldsins á sínum stað og komi ennfremur til móts við aðra trúarhópa. Að umræðuþáttur á sunnudagskvöldi geti komið í stað daglegrar trúariðkunar er mikill misskilningur.Arfur allra Íslendinga Kristinn menningararfur á Íslandi er dýrmætur, líka fyrir þá sem ekki eru kirkjuræknir og koma ekki í guðshús nema á stórum stundum. Samvinna kirkjunnar og RÚV hefur boðið upp á heimilisguðrækni sem er frábær fyrir þennan stóra hóp. Og þó ég hafi fjölmenningarlegan bakgrunn; hafi sótt Guðspekifélagið á yngri árum og sé áskrifandi að Ganglera, hafi verið í Ananda Marga og lesið margt um hindúasið og gyðingdóm, hafi hrifist af kyrrð búddatrúar og fegurð íslams og allri trúarfágun; þá verður lífsreynslan til þess að ég met kristnina æ meir – og ég er ekki ein um það.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar