Að rústa háskólastofnun Ólafur Arnalds skrifar 27. ágúst 2014 07:00 Það er komin upp einkennileg staða í málefnum Landbúnaðarháskóla Íslands. Stefnan virðist vera sú að sökkva skólanum hægt og sígandi uns sjálfgert verður að hætta starfseminni með öllu. Þetta er sér í lagi annarlegt þegar haft er í huga að ákveðið hafði verið að auka starfsemina og renna undir hana traustum stoðum með sameiningu við Háskóla Íslands, um leið og fjármagn hafði verið tryggt til að styðja myndarlega við þessar ráðagerðir. Ekki þarf að fjölyrða um þann gagnkvæma hag sem LbhÍ og HÍ hefðu af slíkri sameiningu, samlegðaráhrifin yrðu mikil. Jafnframt væri starfsemin tryggð til framtíðar, m.a. á Hvanneyri. Rétt er að taka fram að LbhÍ er ekki aðeins með starfsemi á Hvanneyri heldur er hann rekinn á mörgum stöðum. Hann varð til við sameiningu Rannsóknastofnunar landbúnaðarins á Keldnaholti, Garðyrkjuskólans á Reykjum og Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri. Stór hluti akademískra starfsmanna skólans starfar á Keldnaholti, en sú starfsstöð er afar mikilvæg fyrir mönnun á akademískum stöðum. Þá rekur skólinn mikilvægar starfsmenntabrautir í þágu landbúnaðar og garðyrkju sem hlúa þarf að. Það hafa verið stefnumið stjórnvalda í langan tíma að fækka háskólastofnunum landsins, óháð því hverjir hafa haldið um stjórnartauma. Fjölmörg fagleg rök, sem birt hafa verið í ýmsum skýrslum og úttektum, m.a. áliti óháðra erlendra sérfræðinga, sýna ljóslega að háskólar eru allt of margir. En hvað gerðist eiginlega? Eftir að menntamálaráðherra kynnti væntanlega sameiningu fyrir tæpu ári hlupu nokkrir til og mótmæltu sameiningunni í fjölmiðlum og í stjórnkerfinu. Einkum voru áberandi sveitarstjórnin í Borgarbyggð og bændaforystan. Stjórnendur skólans og meirihluti akademískra starfsmanna skólans færðu hins vegar rök fyrir ágæti sameiningarinnar. Málið dróst síðan á langinn og nú virðist sem hætt sé með öllu við þessa sameiningu. Óvissan hefur verið afar þrúgandi fyrir starfsemi skólans.Geigvænleg afleiðing Afleiðing óvissuástands og að hætt hefur verið við sameiningu LbhÍ og HÍ er geigvænleg fyrir starf Landbúnaðarháskólans. Í stað fyrirhugaðrar uppbyggingar verður heldur betur að draga saman seglin. Líklega þarf að segja upp fjölda starfsmanna og því segir það sig sjálft að ekki verður hægt að halda uppi kennslu á sumum þeirra sviða sem skólinn hefur helgað sér og nauðsynleg eru fyrir fjölbreytni og samlegð í háskólastarfinu. Ljóst er að þegar aflið í kennslu og rannsóknum minnkar fjarar smám saman undan gæðum í starfi skólans. Nemendur háskóla eiga að njóta fjölbreyttrar menntunar sem byggð er á traustri þekkingu og gæðum í kennslu; kynnast sem ólíkustum stefnum og straumum; öðlast víðsýni menntamannsins. Til þess þarf öflugt háskólaumhverfi. Það er deginum ljósara að ekki er grundvöllur fyrir örháskóla sem sinnir einvörðungu kennslu í landbúnaði. Örskóli í þágu einnar atvinnugreinar getur aldrei staðið undir nafni sem háskóli. Niðurstaðan sem nú liggur fyrir er vægast sagt dapurleg. Hún þjónar ekki hagsmunum nemenda, rannsókna eða þekkingar, né hagrænum sjónarmiðum; hún þjónar ekki einu sinni hagsmunum íbúa Borgarbyggðar. Þegar er tekið að fjara undan skólanum því hæfir starfsmenn stökkva nú frá borði þegar tækifæri gefast. Niðurstaðan er sú versta sem hugsast gat. Ekki getur það talist glæsilegur árangur sjálfskipaðra „velunnara“ skólans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Einelti og heilsufar barna Teitur Guðmundsson Fastir pennar Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Geldfiskur er málið Bubbi Morthens Skoðun Skoðun Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Sjá meira
Það er komin upp einkennileg staða í málefnum Landbúnaðarháskóla Íslands. Stefnan virðist vera sú að sökkva skólanum hægt og sígandi uns sjálfgert verður að hætta starfseminni með öllu. Þetta er sér í lagi annarlegt þegar haft er í huga að ákveðið hafði verið að auka starfsemina og renna undir hana traustum stoðum með sameiningu við Háskóla Íslands, um leið og fjármagn hafði verið tryggt til að styðja myndarlega við þessar ráðagerðir. Ekki þarf að fjölyrða um þann gagnkvæma hag sem LbhÍ og HÍ hefðu af slíkri sameiningu, samlegðaráhrifin yrðu mikil. Jafnframt væri starfsemin tryggð til framtíðar, m.a. á Hvanneyri. Rétt er að taka fram að LbhÍ er ekki aðeins með starfsemi á Hvanneyri heldur er hann rekinn á mörgum stöðum. Hann varð til við sameiningu Rannsóknastofnunar landbúnaðarins á Keldnaholti, Garðyrkjuskólans á Reykjum og Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri. Stór hluti akademískra starfsmanna skólans starfar á Keldnaholti, en sú starfsstöð er afar mikilvæg fyrir mönnun á akademískum stöðum. Þá rekur skólinn mikilvægar starfsmenntabrautir í þágu landbúnaðar og garðyrkju sem hlúa þarf að. Það hafa verið stefnumið stjórnvalda í langan tíma að fækka háskólastofnunum landsins, óháð því hverjir hafa haldið um stjórnartauma. Fjölmörg fagleg rök, sem birt hafa verið í ýmsum skýrslum og úttektum, m.a. áliti óháðra erlendra sérfræðinga, sýna ljóslega að háskólar eru allt of margir. En hvað gerðist eiginlega? Eftir að menntamálaráðherra kynnti væntanlega sameiningu fyrir tæpu ári hlupu nokkrir til og mótmæltu sameiningunni í fjölmiðlum og í stjórnkerfinu. Einkum voru áberandi sveitarstjórnin í Borgarbyggð og bændaforystan. Stjórnendur skólans og meirihluti akademískra starfsmanna skólans færðu hins vegar rök fyrir ágæti sameiningarinnar. Málið dróst síðan á langinn og nú virðist sem hætt sé með öllu við þessa sameiningu. Óvissan hefur verið afar þrúgandi fyrir starfsemi skólans.Geigvænleg afleiðing Afleiðing óvissuástands og að hætt hefur verið við sameiningu LbhÍ og HÍ er geigvænleg fyrir starf Landbúnaðarháskólans. Í stað fyrirhugaðrar uppbyggingar verður heldur betur að draga saman seglin. Líklega þarf að segja upp fjölda starfsmanna og því segir það sig sjálft að ekki verður hægt að halda uppi kennslu á sumum þeirra sviða sem skólinn hefur helgað sér og nauðsynleg eru fyrir fjölbreytni og samlegð í háskólastarfinu. Ljóst er að þegar aflið í kennslu og rannsóknum minnkar fjarar smám saman undan gæðum í starfi skólans. Nemendur háskóla eiga að njóta fjölbreyttrar menntunar sem byggð er á traustri þekkingu og gæðum í kennslu; kynnast sem ólíkustum stefnum og straumum; öðlast víðsýni menntamannsins. Til þess þarf öflugt háskólaumhverfi. Það er deginum ljósara að ekki er grundvöllur fyrir örháskóla sem sinnir einvörðungu kennslu í landbúnaði. Örskóli í þágu einnar atvinnugreinar getur aldrei staðið undir nafni sem háskóli. Niðurstaðan sem nú liggur fyrir er vægast sagt dapurleg. Hún þjónar ekki hagsmunum nemenda, rannsókna eða þekkingar, né hagrænum sjónarmiðum; hún þjónar ekki einu sinni hagsmunum íbúa Borgarbyggðar. Þegar er tekið að fjara undan skólanum því hæfir starfsmenn stökkva nú frá borði þegar tækifæri gefast. Niðurstaðan er sú versta sem hugsast gat. Ekki getur það talist glæsilegur árangur sjálfskipaðra „velunnara“ skólans.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar