Menningarnótt – einnar nætur gaman? Björn Blöndal skrifar 22. ágúst 2014 07:00 Menningarnótt, sem reyndar fer ekki minna fram að degi til, er haldin á morgun. Þetta er fjölsóttasta menningarhátíð landsins og hefur verið það lengi. Það er beðið eftir Menningarnótt með eftirvæntingu enda ótrúlega fjölbreytt dagskrá, allt frá íþróttum til menningar í hæstu hæðum. Menningarnótt er grasrótarhátíð. Reykjavíkurborg ásamt samstarfsaðilum býr til rammann og svo fylla þeir sem hafa áhuga og getu inn í hann. Rétt er að hafa í huga að menning er ekki einnar nætur gaman. Menning og listir eru að mínu mati undirstaða heilbrigðs og góðs samfélags. Menningin er form samskipta, kannski þróaðasta form sem til er. Ef ekki væri fyrir menningu þá værum við ekkert svo frábrugðin öðrum dýrategundum, menning og húmor er það sem gefur okkur forskot hér á jörð og þó víðar væri leitað. Þegar rætt er um fjárframlög opinberra aðila til menningar er gjarnan talað um bruðl og gæluverkefni. Fjárframlög til menningar eru jafnvel tengd við niðurskurð í heilbrigðisþjónustu eða eitthvað þaðan af verra. Þegar kemur að heilbrigði þjóðarinnar þá er sennilega fátt sem hefur eins góð áhrif og menning og listir. Íslendingar hafa brallað margt síðan land byggðist en það er þó í raun bara tvennt sem þetta land er verulega þekkt fyrir að góðu; náttúra og list. Ef það væri gerð könnun á því fyrir hvað Ísland er þekkt meðal útlendinga þá myndu sennilega flestir nefna Björk og svo náttúruna. Margir listamenn hafa getið sér gott orð erlendis og fjöldi fólks sækir landið heim á ári hverju beinlínis vegna aðdáunar á íslenskri list. Á morgun munu hundruð listamanna bjóða okkur að njóta sköpunar sinnar. Við munum í leiðinni njóta samvista við hvert annað. Vínarpylsur og bjúgu eru ekki grunnurinn að sjálfsmynd íslensku þjóðarinnar, það er listin. Gleðilega Menningarnótt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Sjá meira
Menningarnótt, sem reyndar fer ekki minna fram að degi til, er haldin á morgun. Þetta er fjölsóttasta menningarhátíð landsins og hefur verið það lengi. Það er beðið eftir Menningarnótt með eftirvæntingu enda ótrúlega fjölbreytt dagskrá, allt frá íþróttum til menningar í hæstu hæðum. Menningarnótt er grasrótarhátíð. Reykjavíkurborg ásamt samstarfsaðilum býr til rammann og svo fylla þeir sem hafa áhuga og getu inn í hann. Rétt er að hafa í huga að menning er ekki einnar nætur gaman. Menning og listir eru að mínu mati undirstaða heilbrigðs og góðs samfélags. Menningin er form samskipta, kannski þróaðasta form sem til er. Ef ekki væri fyrir menningu þá værum við ekkert svo frábrugðin öðrum dýrategundum, menning og húmor er það sem gefur okkur forskot hér á jörð og þó víðar væri leitað. Þegar rætt er um fjárframlög opinberra aðila til menningar er gjarnan talað um bruðl og gæluverkefni. Fjárframlög til menningar eru jafnvel tengd við niðurskurð í heilbrigðisþjónustu eða eitthvað þaðan af verra. Þegar kemur að heilbrigði þjóðarinnar þá er sennilega fátt sem hefur eins góð áhrif og menning og listir. Íslendingar hafa brallað margt síðan land byggðist en það er þó í raun bara tvennt sem þetta land er verulega þekkt fyrir að góðu; náttúra og list. Ef það væri gerð könnun á því fyrir hvað Ísland er þekkt meðal útlendinga þá myndu sennilega flestir nefna Björk og svo náttúruna. Margir listamenn hafa getið sér gott orð erlendis og fjöldi fólks sækir landið heim á ári hverju beinlínis vegna aðdáunar á íslenskri list. Á morgun munu hundruð listamanna bjóða okkur að njóta sköpunar sinnar. Við munum í leiðinni njóta samvista við hvert annað. Vínarpylsur og bjúgu eru ekki grunnurinn að sjálfsmynd íslensku þjóðarinnar, það er listin. Gleðilega Menningarnótt.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar