Fríverslunarsvæði Evrópu og Bandaríkjanna – Ísland inni eða úti? Kristrún Heimisdóttir skrifar 15. ágúst 2014 07:57 Það er ekki hægt að ofmeta mikilvægi utanríkisviðskipta fyrir Íslendinga. Efist einhverjir um það skyldu þeir kynna sér sögu byggðar í landinu frá öndverðu til okkar daga, því á öllum tímum hefur innflutningur verið lífsspursmál þjóðarinnar og tekjur af útflutningi lífæð. Það er alltaf nauðsyn en sérlega brýnt úrlausnarefni nú að tryggja þjóðarbúinu auknar útflutningstekjur. Gjaldmiðilskreppan frá 2008 er enn óleyst, gjaldeyrisójöfnuðurinn í uppgjöri þrotabúa bankanna vandi sem ekki sést hvort og hvernig ríkisstjórnin mun leysa. Því er ójafnvægi enn því miður höfuðeinkenni þess efnahagsbata sem þó er blessunarlega orðinn.Tómarúm og óvissa Á sama tíma er heimspólitíkin að stokkast upp allt í kringum okkur. Það er tómarúm og óvissa í alþjóðakerfinu og ófriður á hættulegra stigi en sést hefur í áratugi. Þá þurfum við Íslendingar að kunna fótum okkar forráð og móta stefnu frjálsra utanríkisviðskipta við önnur frjáls lönd. Nú standa yfir samningaviðræður um fríverslun Evrópusambandsins og Bandaríkjanna sem Ísland á ekki aðild að. Ástæðan er sú að Ísland er ekki í Evrópusambandinu. Fríverslunarsamningur ESB og BNA yrði mestu tíðindi í opnun markaða og frelsi viðskipta um langt skeið og hörmuleg og óhugsandi niðurstaða að íslensk viðskipti lendi utan garðs.Undravert ævintýri Íslenskur iðnaður hefur ávallt verið í fararbroddi brýningarinnar um nauðsyn útflutnings og þátttöku í alþjóðasamstarfi um opnun markaða með skýrum tilgangi: Til þess að framleiðslulandið Ísland eignist fyrirtæki á alþjóðavísu – og það hefur tekist. Árangurinn af aðild Íslands að innri markaði Evrópu sem á 20 ára afmæli á þessu ári hefur verið undravert ævintýri – sem stendur ógn af ESB-fjandsamlegri stefnu ríkisstjórnarinnar, hinu nýja haftaástandi í viðskiptum og gjaldmiðli sem allir flýja sem það geta, til dæmis öll þau fjölmörgu glæsilegu sjávarútvegsfyrirtæki sem gera alfarið upp í evrum.Viðræður í Hvíta húsinu Við hjá Samtökum iðnaðarins vorum í sendinefnd Evrópusamtaka atvinnurekenda, Business Europe, sem fór til Washington í vor og fékk aðgang að áhrifafólki í bandarískum stjórnmálum og viðskiptalífi á öllum æðstu stöðum. Þetta gerðum við gagngert til að Ísland ætti andlit og rödd í þessum viðræðum á Capitol Hill, í Hvíta húsinu og hjá Viðskiptaráðinu og til þess að viðstaddir fulltrúar ESB, frá forseta framkvæmdastjórnarinnar Jose Manuel Barroso til ítölsku sex mánaða formennskunnar í sambandinu, sæju að íslenskur iðnaður telur sig sem fyrr eiga heima á Evrópukortinu.Skýrari áætlun Norðmanna EFTA-ríki eins og Ísland sitja ekki við þetta samningaborð. Á samráðsfundi utanríkisráðherra EFTA-ríkjanna, sem fulltrúar atvinnulífs eiga aðgang að og haldinn var í Vestmannaeyjum í júní sl., gengum við skýrt eftir því hvaða sóknaráætlun æðstu stjórnvöld EFTA-ríkjanna hafa til að tryggja hagsmuni sína gagnvart fríverslunarviðræðum ESB og BNA, sem kallast TTIP. Ljóst var að áætlun Norðmanna og Svisslendinga var skýrari og ákveðnari en Íslendinga.Víðtækur stuðningur Samráð utanríkisráðuneytis við atvinnulífið er hafið með samningu skýrslu um hagsmunamat Íslendinga af samningnum en það er ljóst að málið verður að setja í algjöran forgang ríkisstjórnar með sterkari hætti. Fundirnir í Washington í vor sýndu að pólitískur stuðningur við fríverslun er víðtækur og með nýjum tóni endurfæðingar vestrænnar samvinnu. Íslandi hefur ávallt vegnað best þegar viðskipti og þar með samskipti við umheiminn eru frjáls og opin. Það er morgunljóst að Íslandi hefur aldrei tapað né verið ógnað af fríverslun. Enginn veit á þessu stigi hversu vítt og hversu djúpt sjálfur TTIP-samningurinn mun ná, en samdóma álit er að afgerandi pólitískur vilji standi til að samningur takist. Það meginmarkmið verður Ísland að styðja af heilum hug og með virkum hætti. Ísland á heima á fríverslunarsvæði Evrópu og Bandaríkjanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Sjá meira
Það er ekki hægt að ofmeta mikilvægi utanríkisviðskipta fyrir Íslendinga. Efist einhverjir um það skyldu þeir kynna sér sögu byggðar í landinu frá öndverðu til okkar daga, því á öllum tímum hefur innflutningur verið lífsspursmál þjóðarinnar og tekjur af útflutningi lífæð. Það er alltaf nauðsyn en sérlega brýnt úrlausnarefni nú að tryggja þjóðarbúinu auknar útflutningstekjur. Gjaldmiðilskreppan frá 2008 er enn óleyst, gjaldeyrisójöfnuðurinn í uppgjöri þrotabúa bankanna vandi sem ekki sést hvort og hvernig ríkisstjórnin mun leysa. Því er ójafnvægi enn því miður höfuðeinkenni þess efnahagsbata sem þó er blessunarlega orðinn.Tómarúm og óvissa Á sama tíma er heimspólitíkin að stokkast upp allt í kringum okkur. Það er tómarúm og óvissa í alþjóðakerfinu og ófriður á hættulegra stigi en sést hefur í áratugi. Þá þurfum við Íslendingar að kunna fótum okkar forráð og móta stefnu frjálsra utanríkisviðskipta við önnur frjáls lönd. Nú standa yfir samningaviðræður um fríverslun Evrópusambandsins og Bandaríkjanna sem Ísland á ekki aðild að. Ástæðan er sú að Ísland er ekki í Evrópusambandinu. Fríverslunarsamningur ESB og BNA yrði mestu tíðindi í opnun markaða og frelsi viðskipta um langt skeið og hörmuleg og óhugsandi niðurstaða að íslensk viðskipti lendi utan garðs.Undravert ævintýri Íslenskur iðnaður hefur ávallt verið í fararbroddi brýningarinnar um nauðsyn útflutnings og þátttöku í alþjóðasamstarfi um opnun markaða með skýrum tilgangi: Til þess að framleiðslulandið Ísland eignist fyrirtæki á alþjóðavísu – og það hefur tekist. Árangurinn af aðild Íslands að innri markaði Evrópu sem á 20 ára afmæli á þessu ári hefur verið undravert ævintýri – sem stendur ógn af ESB-fjandsamlegri stefnu ríkisstjórnarinnar, hinu nýja haftaástandi í viðskiptum og gjaldmiðli sem allir flýja sem það geta, til dæmis öll þau fjölmörgu glæsilegu sjávarútvegsfyrirtæki sem gera alfarið upp í evrum.Viðræður í Hvíta húsinu Við hjá Samtökum iðnaðarins vorum í sendinefnd Evrópusamtaka atvinnurekenda, Business Europe, sem fór til Washington í vor og fékk aðgang að áhrifafólki í bandarískum stjórnmálum og viðskiptalífi á öllum æðstu stöðum. Þetta gerðum við gagngert til að Ísland ætti andlit og rödd í þessum viðræðum á Capitol Hill, í Hvíta húsinu og hjá Viðskiptaráðinu og til þess að viðstaddir fulltrúar ESB, frá forseta framkvæmdastjórnarinnar Jose Manuel Barroso til ítölsku sex mánaða formennskunnar í sambandinu, sæju að íslenskur iðnaður telur sig sem fyrr eiga heima á Evrópukortinu.Skýrari áætlun Norðmanna EFTA-ríki eins og Ísland sitja ekki við þetta samningaborð. Á samráðsfundi utanríkisráðherra EFTA-ríkjanna, sem fulltrúar atvinnulífs eiga aðgang að og haldinn var í Vestmannaeyjum í júní sl., gengum við skýrt eftir því hvaða sóknaráætlun æðstu stjórnvöld EFTA-ríkjanna hafa til að tryggja hagsmuni sína gagnvart fríverslunarviðræðum ESB og BNA, sem kallast TTIP. Ljóst var að áætlun Norðmanna og Svisslendinga var skýrari og ákveðnari en Íslendinga.Víðtækur stuðningur Samráð utanríkisráðuneytis við atvinnulífið er hafið með samningu skýrslu um hagsmunamat Íslendinga af samningnum en það er ljóst að málið verður að setja í algjöran forgang ríkisstjórnar með sterkari hætti. Fundirnir í Washington í vor sýndu að pólitískur stuðningur við fríverslun er víðtækur og með nýjum tóni endurfæðingar vestrænnar samvinnu. Íslandi hefur ávallt vegnað best þegar viðskipti og þar með samskipti við umheiminn eru frjáls og opin. Það er morgunljóst að Íslandi hefur aldrei tapað né verið ógnað af fríverslun. Enginn veit á þessu stigi hversu vítt og hversu djúpt sjálfur TTIP-samningurinn mun ná, en samdóma álit er að afgerandi pólitískur vilji standi til að samningur takist. Það meginmarkmið verður Ísland að styðja af heilum hug og með virkum hætti. Ísland á heima á fríverslunarsvæði Evrópu og Bandaríkjanna.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar