Fríverslunarsvæði Evrópu og Bandaríkjanna – Ísland inni eða úti? Kristrún Heimisdóttir skrifar 15. ágúst 2014 07:57 Það er ekki hægt að ofmeta mikilvægi utanríkisviðskipta fyrir Íslendinga. Efist einhverjir um það skyldu þeir kynna sér sögu byggðar í landinu frá öndverðu til okkar daga, því á öllum tímum hefur innflutningur verið lífsspursmál þjóðarinnar og tekjur af útflutningi lífæð. Það er alltaf nauðsyn en sérlega brýnt úrlausnarefni nú að tryggja þjóðarbúinu auknar útflutningstekjur. Gjaldmiðilskreppan frá 2008 er enn óleyst, gjaldeyrisójöfnuðurinn í uppgjöri þrotabúa bankanna vandi sem ekki sést hvort og hvernig ríkisstjórnin mun leysa. Því er ójafnvægi enn því miður höfuðeinkenni þess efnahagsbata sem þó er blessunarlega orðinn.Tómarúm og óvissa Á sama tíma er heimspólitíkin að stokkast upp allt í kringum okkur. Það er tómarúm og óvissa í alþjóðakerfinu og ófriður á hættulegra stigi en sést hefur í áratugi. Þá þurfum við Íslendingar að kunna fótum okkar forráð og móta stefnu frjálsra utanríkisviðskipta við önnur frjáls lönd. Nú standa yfir samningaviðræður um fríverslun Evrópusambandsins og Bandaríkjanna sem Ísland á ekki aðild að. Ástæðan er sú að Ísland er ekki í Evrópusambandinu. Fríverslunarsamningur ESB og BNA yrði mestu tíðindi í opnun markaða og frelsi viðskipta um langt skeið og hörmuleg og óhugsandi niðurstaða að íslensk viðskipti lendi utan garðs.Undravert ævintýri Íslenskur iðnaður hefur ávallt verið í fararbroddi brýningarinnar um nauðsyn útflutnings og þátttöku í alþjóðasamstarfi um opnun markaða með skýrum tilgangi: Til þess að framleiðslulandið Ísland eignist fyrirtæki á alþjóðavísu – og það hefur tekist. Árangurinn af aðild Íslands að innri markaði Evrópu sem á 20 ára afmæli á þessu ári hefur verið undravert ævintýri – sem stendur ógn af ESB-fjandsamlegri stefnu ríkisstjórnarinnar, hinu nýja haftaástandi í viðskiptum og gjaldmiðli sem allir flýja sem það geta, til dæmis öll þau fjölmörgu glæsilegu sjávarútvegsfyrirtæki sem gera alfarið upp í evrum.Viðræður í Hvíta húsinu Við hjá Samtökum iðnaðarins vorum í sendinefnd Evrópusamtaka atvinnurekenda, Business Europe, sem fór til Washington í vor og fékk aðgang að áhrifafólki í bandarískum stjórnmálum og viðskiptalífi á öllum æðstu stöðum. Þetta gerðum við gagngert til að Ísland ætti andlit og rödd í þessum viðræðum á Capitol Hill, í Hvíta húsinu og hjá Viðskiptaráðinu og til þess að viðstaddir fulltrúar ESB, frá forseta framkvæmdastjórnarinnar Jose Manuel Barroso til ítölsku sex mánaða formennskunnar í sambandinu, sæju að íslenskur iðnaður telur sig sem fyrr eiga heima á Evrópukortinu.Skýrari áætlun Norðmanna EFTA-ríki eins og Ísland sitja ekki við þetta samningaborð. Á samráðsfundi utanríkisráðherra EFTA-ríkjanna, sem fulltrúar atvinnulífs eiga aðgang að og haldinn var í Vestmannaeyjum í júní sl., gengum við skýrt eftir því hvaða sóknaráætlun æðstu stjórnvöld EFTA-ríkjanna hafa til að tryggja hagsmuni sína gagnvart fríverslunarviðræðum ESB og BNA, sem kallast TTIP. Ljóst var að áætlun Norðmanna og Svisslendinga var skýrari og ákveðnari en Íslendinga.Víðtækur stuðningur Samráð utanríkisráðuneytis við atvinnulífið er hafið með samningu skýrslu um hagsmunamat Íslendinga af samningnum en það er ljóst að málið verður að setja í algjöran forgang ríkisstjórnar með sterkari hætti. Fundirnir í Washington í vor sýndu að pólitískur stuðningur við fríverslun er víðtækur og með nýjum tóni endurfæðingar vestrænnar samvinnu. Íslandi hefur ávallt vegnað best þegar viðskipti og þar með samskipti við umheiminn eru frjáls og opin. Það er morgunljóst að Íslandi hefur aldrei tapað né verið ógnað af fríverslun. Enginn veit á þessu stigi hversu vítt og hversu djúpt sjálfur TTIP-samningurinn mun ná, en samdóma álit er að afgerandi pólitískur vilji standi til að samningur takist. Það meginmarkmið verður Ísland að styðja af heilum hug og með virkum hætti. Ísland á heima á fríverslunarsvæði Evrópu og Bandaríkjanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Það er ekki hægt að ofmeta mikilvægi utanríkisviðskipta fyrir Íslendinga. Efist einhverjir um það skyldu þeir kynna sér sögu byggðar í landinu frá öndverðu til okkar daga, því á öllum tímum hefur innflutningur verið lífsspursmál þjóðarinnar og tekjur af útflutningi lífæð. Það er alltaf nauðsyn en sérlega brýnt úrlausnarefni nú að tryggja þjóðarbúinu auknar útflutningstekjur. Gjaldmiðilskreppan frá 2008 er enn óleyst, gjaldeyrisójöfnuðurinn í uppgjöri þrotabúa bankanna vandi sem ekki sést hvort og hvernig ríkisstjórnin mun leysa. Því er ójafnvægi enn því miður höfuðeinkenni þess efnahagsbata sem þó er blessunarlega orðinn.Tómarúm og óvissa Á sama tíma er heimspólitíkin að stokkast upp allt í kringum okkur. Það er tómarúm og óvissa í alþjóðakerfinu og ófriður á hættulegra stigi en sést hefur í áratugi. Þá þurfum við Íslendingar að kunna fótum okkar forráð og móta stefnu frjálsra utanríkisviðskipta við önnur frjáls lönd. Nú standa yfir samningaviðræður um fríverslun Evrópusambandsins og Bandaríkjanna sem Ísland á ekki aðild að. Ástæðan er sú að Ísland er ekki í Evrópusambandinu. Fríverslunarsamningur ESB og BNA yrði mestu tíðindi í opnun markaða og frelsi viðskipta um langt skeið og hörmuleg og óhugsandi niðurstaða að íslensk viðskipti lendi utan garðs.Undravert ævintýri Íslenskur iðnaður hefur ávallt verið í fararbroddi brýningarinnar um nauðsyn útflutnings og þátttöku í alþjóðasamstarfi um opnun markaða með skýrum tilgangi: Til þess að framleiðslulandið Ísland eignist fyrirtæki á alþjóðavísu – og það hefur tekist. Árangurinn af aðild Íslands að innri markaði Evrópu sem á 20 ára afmæli á þessu ári hefur verið undravert ævintýri – sem stendur ógn af ESB-fjandsamlegri stefnu ríkisstjórnarinnar, hinu nýja haftaástandi í viðskiptum og gjaldmiðli sem allir flýja sem það geta, til dæmis öll þau fjölmörgu glæsilegu sjávarútvegsfyrirtæki sem gera alfarið upp í evrum.Viðræður í Hvíta húsinu Við hjá Samtökum iðnaðarins vorum í sendinefnd Evrópusamtaka atvinnurekenda, Business Europe, sem fór til Washington í vor og fékk aðgang að áhrifafólki í bandarískum stjórnmálum og viðskiptalífi á öllum æðstu stöðum. Þetta gerðum við gagngert til að Ísland ætti andlit og rödd í þessum viðræðum á Capitol Hill, í Hvíta húsinu og hjá Viðskiptaráðinu og til þess að viðstaddir fulltrúar ESB, frá forseta framkvæmdastjórnarinnar Jose Manuel Barroso til ítölsku sex mánaða formennskunnar í sambandinu, sæju að íslenskur iðnaður telur sig sem fyrr eiga heima á Evrópukortinu.Skýrari áætlun Norðmanna EFTA-ríki eins og Ísland sitja ekki við þetta samningaborð. Á samráðsfundi utanríkisráðherra EFTA-ríkjanna, sem fulltrúar atvinnulífs eiga aðgang að og haldinn var í Vestmannaeyjum í júní sl., gengum við skýrt eftir því hvaða sóknaráætlun æðstu stjórnvöld EFTA-ríkjanna hafa til að tryggja hagsmuni sína gagnvart fríverslunarviðræðum ESB og BNA, sem kallast TTIP. Ljóst var að áætlun Norðmanna og Svisslendinga var skýrari og ákveðnari en Íslendinga.Víðtækur stuðningur Samráð utanríkisráðuneytis við atvinnulífið er hafið með samningu skýrslu um hagsmunamat Íslendinga af samningnum en það er ljóst að málið verður að setja í algjöran forgang ríkisstjórnar með sterkari hætti. Fundirnir í Washington í vor sýndu að pólitískur stuðningur við fríverslun er víðtækur og með nýjum tóni endurfæðingar vestrænnar samvinnu. Íslandi hefur ávallt vegnað best þegar viðskipti og þar með samskipti við umheiminn eru frjáls og opin. Það er morgunljóst að Íslandi hefur aldrei tapað né verið ógnað af fríverslun. Enginn veit á þessu stigi hversu vítt og hversu djúpt sjálfur TTIP-samningurinn mun ná, en samdóma álit er að afgerandi pólitískur vilji standi til að samningur takist. Það meginmarkmið verður Ísland að styðja af heilum hug og með virkum hætti. Ísland á heima á fríverslunarsvæði Evrópu og Bandaríkjanna.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun