Gullhringur á sex tímum Úrsúla Jünemann skrifar 6. ágúst 2014 08:00 Í dag fór ég enn einn gullhring sem leiðsögumaður. Áætlaðar voru sex klukkustundir til þess að skoða Þingvelli, Gullfoss og Geysi. Þess háttar ferðir eru seldar farþegum skemmtiferðaskipa og fólki er lofað að sjá „það besta á Íslandi sem allir verða að sjá“. Gott og vel, þessir staðir eru athyglisverðir, ekki spurning. En hvað er verið að selja ferðamönnunum? Til að taka það fram þá var veðrið afleitt þennan dag: Ausandi rigning allan daginn og svo bættist við rok á Gullfossi. Við ráðum auðvitað ekki við slíkt. En snúum okkur að því hvernig ég upplifði þessa dagsferð. Á Þingvöllum er enn þá byggingasvæði við Hakið sem er búið að standa yfir allt aðalferðamannatímabilið. Rútubílstjórarnir í stöðugum vandræðum að koma bílunum sínum fyrir þannig að allir geta verið sáttir. Enn einu sinni var einstefna á útsýnisstaðnum á Hakinu þannig að fólkið þarf að ganga fram og til baka í staðinn fyrir að geta gengið hringinn. Í rigningunni í dag var torvelt að komast fram hjá lágvöxnum Asíubúum með regnhlífarnar sínar einar að vopni móti rigningunni í kösinni. Svo var haldið áfram í áttina að Laugarvatni. Fyrir framan okkar rútu var lengi vel bílaleigubíll sem ekið var lúshægt enda ferðamenn sennilega ekki vanir að aka á þröngum vegum í mikilli rigningu. Aldrei komust við fram úr vegna þess að stöðug umferð var á móti. Þegar var komið á Geysissvæðið vorum við komin í 30 mínútur í mínus þannig að það varð að stytta dvölina þar um allavega korter. Við Gullfoss voru allir sáttir að fá bara 30 mínútur í roki og rigningu og við vorum heppin að vera á undan flestum rútum sem áttu eftir að koma þannig við náðum bílastæði á neðra planinu. En það rigndi áfram eins og úr sturtu. Á leiðinni frá Gullfossi og áfram var ég alveg á nálunum vegna þess hve hryllilega lélegir vegirnir eru á fjölförnustu slóðum ferðamanna: Víða er brotið úr köntunum sökum þess að vegirnir þola ekki þunga umferð stórra bíla. Kantarnir eru einnig signir vegna þungrar umferðar þannig að hægra megin á vegunum myndast stórir pollar í mikilli úrkomu. Rútubílstjórar eru sannkallaðar hetjur að aka við slíkar aðstæður og reyna að halda áætlun og eru í stöðugum „línudansi“. Ekki er spurning um hvort heldur hvenær verður stórslys við slíkar aðstæður. Væri ekki mál að búa til góða og örugga vegi þar sem flestir ferðamenn fara um þannig að bæði bílstjórar og leiðsögumenn þurfa ekki að óttast um líf og heilsu þeirra sem þeim er treyst fyrir? Væri það ekki eðlilegri forgangsröð? Við viljum græða sem mest á ferðamönnunum. En þá verðum við að skapa þannig skilyrði að öryggi í umferðinni sé tryggt. Gæluverkefnum eins og jarðgöngum, mislægum gatnamótum og óþörfum hringtorgum má kannski fresta á meðan vegakerfið á fjölsóttustu ferðamannastöðunum er í molum og beinlínis hættulegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Einelti og heilsufar barna Teitur Guðmundsson Fastir pennar Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Geldfiskur er málið Bubbi Morthens Skoðun Skoðun Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Sjá meira
Í dag fór ég enn einn gullhring sem leiðsögumaður. Áætlaðar voru sex klukkustundir til þess að skoða Þingvelli, Gullfoss og Geysi. Þess háttar ferðir eru seldar farþegum skemmtiferðaskipa og fólki er lofað að sjá „það besta á Íslandi sem allir verða að sjá“. Gott og vel, þessir staðir eru athyglisverðir, ekki spurning. En hvað er verið að selja ferðamönnunum? Til að taka það fram þá var veðrið afleitt þennan dag: Ausandi rigning allan daginn og svo bættist við rok á Gullfossi. Við ráðum auðvitað ekki við slíkt. En snúum okkur að því hvernig ég upplifði þessa dagsferð. Á Þingvöllum er enn þá byggingasvæði við Hakið sem er búið að standa yfir allt aðalferðamannatímabilið. Rútubílstjórarnir í stöðugum vandræðum að koma bílunum sínum fyrir þannig að allir geta verið sáttir. Enn einu sinni var einstefna á útsýnisstaðnum á Hakinu þannig að fólkið þarf að ganga fram og til baka í staðinn fyrir að geta gengið hringinn. Í rigningunni í dag var torvelt að komast fram hjá lágvöxnum Asíubúum með regnhlífarnar sínar einar að vopni móti rigningunni í kösinni. Svo var haldið áfram í áttina að Laugarvatni. Fyrir framan okkar rútu var lengi vel bílaleigubíll sem ekið var lúshægt enda ferðamenn sennilega ekki vanir að aka á þröngum vegum í mikilli rigningu. Aldrei komust við fram úr vegna þess að stöðug umferð var á móti. Þegar var komið á Geysissvæðið vorum við komin í 30 mínútur í mínus þannig að það varð að stytta dvölina þar um allavega korter. Við Gullfoss voru allir sáttir að fá bara 30 mínútur í roki og rigningu og við vorum heppin að vera á undan flestum rútum sem áttu eftir að koma þannig við náðum bílastæði á neðra planinu. En það rigndi áfram eins og úr sturtu. Á leiðinni frá Gullfossi og áfram var ég alveg á nálunum vegna þess hve hryllilega lélegir vegirnir eru á fjölförnustu slóðum ferðamanna: Víða er brotið úr köntunum sökum þess að vegirnir þola ekki þunga umferð stórra bíla. Kantarnir eru einnig signir vegna þungrar umferðar þannig að hægra megin á vegunum myndast stórir pollar í mikilli úrkomu. Rútubílstjórar eru sannkallaðar hetjur að aka við slíkar aðstæður og reyna að halda áætlun og eru í stöðugum „línudansi“. Ekki er spurning um hvort heldur hvenær verður stórslys við slíkar aðstæður. Væri ekki mál að búa til góða og örugga vegi þar sem flestir ferðamenn fara um þannig að bæði bílstjórar og leiðsögumenn þurfa ekki að óttast um líf og heilsu þeirra sem þeim er treyst fyrir? Væri það ekki eðlilegri forgangsröð? Við viljum græða sem mest á ferðamönnunum. En þá verðum við að skapa þannig skilyrði að öryggi í umferðinni sé tryggt. Gæluverkefnum eins og jarðgöngum, mislægum gatnamótum og óþörfum hringtorgum má kannski fresta á meðan vegakerfið á fjölsóttustu ferðamannastöðunum er í molum og beinlínis hættulegt.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar