Markaðurinn er ekki bara fyrir stór fyrirtæki Hermann Þráinsson skrifar 5. ágúst 2014 07:00 NASDAQ OMX-kauphallirnar á Norðurlöndunum hafa í auknum mæli beint kastljósinu að smærri félögum og bent á að drifkraftur nýsköpunar og hagvaxtar liggi ekki hvað síst hjá þeim, enda um gríðarlegan fjölda fyrirtækja að ræða í þessum hópi. Þetta hefur verið stutt með tölfræðilegum samantektum þar sem kemur fram að vaxtarhraði og starfsmannafjölgun lítilla og meðalstórra fyrirtækja er meiri en annarra félaga. Grundvallarhlutverk kauphalla er að leiða saman fyrirtæki sem leita fjármagns og fjárfesta á skipulegum verðbréfamarkaði, en ekki síður að styðja við smærri fyrirtæki á leið þeirra til vaxtar. Af Norðurlandamörkuðunum er það sænski markaðurinn sem hefur laðað að sér flestar nýskráningar og þá sérstaklega á þessu ári, en mikil vakning hefur orðið í Svíþjóð um kostina sem felast í því að sækjast eftir fjármögnun á markaði og þá sérstaklega fyrir minni fyrirtæki. Danski og finnski markaðurinn eru á ágætis skriði og vonandi mun sá íslenski taka kipp í haust, ef lífeyrissjóðir geta séð fram á aukna heimild til að bæta fyrirtækjum sem skráð eru á First North Iceland við eignasafnið sitt. Fjölbreytileiki Lítum aðeins á sænska markaðinn. Fyrstu sex mánuði ársins hafa 32 félög skráð sig á NASDAQ OMX Stockholm og þar af 23 á First North-markaðinn. Ef skoðuð eru nokkur dæmi um félög sem hafa valið skráningarleiðina á First North í Stokkhólmi þá má sjá að um fjölbreytta flóru er að ræða. Brighter vinnur að þróun á „svissneska vasahnífnum“ fyrir sykursjúka, Mackmyra framleiðir sænskt viskí, 2E Group sérhæfir sig í tónleika- og ráðstefnuhaldi, Dignitana vinnur við þróun á hettu sem kemur í veg fyrir hármissi hjá krabbameinssjúklingum í efnameðferð og Paradox Entertainment framleiðir tölvuleiki, kvikmyndir og borðspil. Það er ekki eingöngu fjölbreytileiki þessara fyrirtækja sem er áhugaverður heldur einnig það að samanlagt markaðsverðmæti þeirra er rétt rúmlega markaðsvirði Fjarskipta sem var önnur minnsta nýskráningin hér á landi síðustu ár. Stöðugt er verið að vinna að umbótum á regluverki fyrir félög á markaði. Vegast þar á sjónarmið annars vegar um að aflétta reglubyrði þannig að regluverk sé ekki of íþyngjandi fyrir smærri félög sem kjósa að sækjast eftir skráningu og hins vegar að slík aflétting á reglubyrði verði ekki framkvæmd á kostnað fjárfesta og gagnsæis á markaði. First North-regluverkið ætti ekki að fæla álitleg fyrirtæki frá þeim valkosti sem markaðurinn er, eins og dæmi frá Svíþjóð hafa sýnt. Það hentar ekki öllum fyrirtækjum að fara á markað, en markaðurinn á að vera augljós valkostur fyrir þau fyrirtæki sem leita fjármögnunar, hvort sem er með útgáfu hlutabréfa eða skuldabréfa á First North. Við teljum að mörg fyrirtæki séu að horfa að ósekju fram hjá þeim tækifærum sem skráning á markað getur veitt þeim og takmarka þannig möguleikana á frekari vexti. Það er hvorki stærð né virði fyrirtækja sem er helsta viðmið varðandi hvort þau henti á markað, heldur framtíðarstefna og plön stjórnenda og eigenda þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
NASDAQ OMX-kauphallirnar á Norðurlöndunum hafa í auknum mæli beint kastljósinu að smærri félögum og bent á að drifkraftur nýsköpunar og hagvaxtar liggi ekki hvað síst hjá þeim, enda um gríðarlegan fjölda fyrirtækja að ræða í þessum hópi. Þetta hefur verið stutt með tölfræðilegum samantektum þar sem kemur fram að vaxtarhraði og starfsmannafjölgun lítilla og meðalstórra fyrirtækja er meiri en annarra félaga. Grundvallarhlutverk kauphalla er að leiða saman fyrirtæki sem leita fjármagns og fjárfesta á skipulegum verðbréfamarkaði, en ekki síður að styðja við smærri fyrirtæki á leið þeirra til vaxtar. Af Norðurlandamörkuðunum er það sænski markaðurinn sem hefur laðað að sér flestar nýskráningar og þá sérstaklega á þessu ári, en mikil vakning hefur orðið í Svíþjóð um kostina sem felast í því að sækjast eftir fjármögnun á markaði og þá sérstaklega fyrir minni fyrirtæki. Danski og finnski markaðurinn eru á ágætis skriði og vonandi mun sá íslenski taka kipp í haust, ef lífeyrissjóðir geta séð fram á aukna heimild til að bæta fyrirtækjum sem skráð eru á First North Iceland við eignasafnið sitt. Fjölbreytileiki Lítum aðeins á sænska markaðinn. Fyrstu sex mánuði ársins hafa 32 félög skráð sig á NASDAQ OMX Stockholm og þar af 23 á First North-markaðinn. Ef skoðuð eru nokkur dæmi um félög sem hafa valið skráningarleiðina á First North í Stokkhólmi þá má sjá að um fjölbreytta flóru er að ræða. Brighter vinnur að þróun á „svissneska vasahnífnum“ fyrir sykursjúka, Mackmyra framleiðir sænskt viskí, 2E Group sérhæfir sig í tónleika- og ráðstefnuhaldi, Dignitana vinnur við þróun á hettu sem kemur í veg fyrir hármissi hjá krabbameinssjúklingum í efnameðferð og Paradox Entertainment framleiðir tölvuleiki, kvikmyndir og borðspil. Það er ekki eingöngu fjölbreytileiki þessara fyrirtækja sem er áhugaverður heldur einnig það að samanlagt markaðsverðmæti þeirra er rétt rúmlega markaðsvirði Fjarskipta sem var önnur minnsta nýskráningin hér á landi síðustu ár. Stöðugt er verið að vinna að umbótum á regluverki fyrir félög á markaði. Vegast þar á sjónarmið annars vegar um að aflétta reglubyrði þannig að regluverk sé ekki of íþyngjandi fyrir smærri félög sem kjósa að sækjast eftir skráningu og hins vegar að slík aflétting á reglubyrði verði ekki framkvæmd á kostnað fjárfesta og gagnsæis á markaði. First North-regluverkið ætti ekki að fæla álitleg fyrirtæki frá þeim valkosti sem markaðurinn er, eins og dæmi frá Svíþjóð hafa sýnt. Það hentar ekki öllum fyrirtækjum að fara á markað, en markaðurinn á að vera augljós valkostur fyrir þau fyrirtæki sem leita fjármögnunar, hvort sem er með útgáfu hlutabréfa eða skuldabréfa á First North. Við teljum að mörg fyrirtæki séu að horfa að ósekju fram hjá þeim tækifærum sem skráning á markað getur veitt þeim og takmarka þannig möguleikana á frekari vexti. Það er hvorki stærð né virði fyrirtækja sem er helsta viðmið varðandi hvort þau henti á markað, heldur framtíðarstefna og plön stjórnenda og eigenda þeirra.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar