Markaðurinn er ekki bara fyrir stór fyrirtæki Hermann Þráinsson skrifar 5. ágúst 2014 07:00 NASDAQ OMX-kauphallirnar á Norðurlöndunum hafa í auknum mæli beint kastljósinu að smærri félögum og bent á að drifkraftur nýsköpunar og hagvaxtar liggi ekki hvað síst hjá þeim, enda um gríðarlegan fjölda fyrirtækja að ræða í þessum hópi. Þetta hefur verið stutt með tölfræðilegum samantektum þar sem kemur fram að vaxtarhraði og starfsmannafjölgun lítilla og meðalstórra fyrirtækja er meiri en annarra félaga. Grundvallarhlutverk kauphalla er að leiða saman fyrirtæki sem leita fjármagns og fjárfesta á skipulegum verðbréfamarkaði, en ekki síður að styðja við smærri fyrirtæki á leið þeirra til vaxtar. Af Norðurlandamörkuðunum er það sænski markaðurinn sem hefur laðað að sér flestar nýskráningar og þá sérstaklega á þessu ári, en mikil vakning hefur orðið í Svíþjóð um kostina sem felast í því að sækjast eftir fjármögnun á markaði og þá sérstaklega fyrir minni fyrirtæki. Danski og finnski markaðurinn eru á ágætis skriði og vonandi mun sá íslenski taka kipp í haust, ef lífeyrissjóðir geta séð fram á aukna heimild til að bæta fyrirtækjum sem skráð eru á First North Iceland við eignasafnið sitt. Fjölbreytileiki Lítum aðeins á sænska markaðinn. Fyrstu sex mánuði ársins hafa 32 félög skráð sig á NASDAQ OMX Stockholm og þar af 23 á First North-markaðinn. Ef skoðuð eru nokkur dæmi um félög sem hafa valið skráningarleiðina á First North í Stokkhólmi þá má sjá að um fjölbreytta flóru er að ræða. Brighter vinnur að þróun á „svissneska vasahnífnum“ fyrir sykursjúka, Mackmyra framleiðir sænskt viskí, 2E Group sérhæfir sig í tónleika- og ráðstefnuhaldi, Dignitana vinnur við þróun á hettu sem kemur í veg fyrir hármissi hjá krabbameinssjúklingum í efnameðferð og Paradox Entertainment framleiðir tölvuleiki, kvikmyndir og borðspil. Það er ekki eingöngu fjölbreytileiki þessara fyrirtækja sem er áhugaverður heldur einnig það að samanlagt markaðsverðmæti þeirra er rétt rúmlega markaðsvirði Fjarskipta sem var önnur minnsta nýskráningin hér á landi síðustu ár. Stöðugt er verið að vinna að umbótum á regluverki fyrir félög á markaði. Vegast þar á sjónarmið annars vegar um að aflétta reglubyrði þannig að regluverk sé ekki of íþyngjandi fyrir smærri félög sem kjósa að sækjast eftir skráningu og hins vegar að slík aflétting á reglubyrði verði ekki framkvæmd á kostnað fjárfesta og gagnsæis á markaði. First North-regluverkið ætti ekki að fæla álitleg fyrirtæki frá þeim valkosti sem markaðurinn er, eins og dæmi frá Svíþjóð hafa sýnt. Það hentar ekki öllum fyrirtækjum að fara á markað, en markaðurinn á að vera augljós valkostur fyrir þau fyrirtæki sem leita fjármögnunar, hvort sem er með útgáfu hlutabréfa eða skuldabréfa á First North. Við teljum að mörg fyrirtæki séu að horfa að ósekju fram hjá þeim tækifærum sem skráning á markað getur veitt þeim og takmarka þannig möguleikana á frekari vexti. Það er hvorki stærð né virði fyrirtækja sem er helsta viðmið varðandi hvort þau henti á markað, heldur framtíðarstefna og plön stjórnenda og eigenda þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Einelti og heilsufar barna Teitur Guðmundsson Fastir pennar Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Geldfiskur er málið Bubbi Morthens Skoðun Skoðun Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Sjá meira
NASDAQ OMX-kauphallirnar á Norðurlöndunum hafa í auknum mæli beint kastljósinu að smærri félögum og bent á að drifkraftur nýsköpunar og hagvaxtar liggi ekki hvað síst hjá þeim, enda um gríðarlegan fjölda fyrirtækja að ræða í þessum hópi. Þetta hefur verið stutt með tölfræðilegum samantektum þar sem kemur fram að vaxtarhraði og starfsmannafjölgun lítilla og meðalstórra fyrirtækja er meiri en annarra félaga. Grundvallarhlutverk kauphalla er að leiða saman fyrirtæki sem leita fjármagns og fjárfesta á skipulegum verðbréfamarkaði, en ekki síður að styðja við smærri fyrirtæki á leið þeirra til vaxtar. Af Norðurlandamörkuðunum er það sænski markaðurinn sem hefur laðað að sér flestar nýskráningar og þá sérstaklega á þessu ári, en mikil vakning hefur orðið í Svíþjóð um kostina sem felast í því að sækjast eftir fjármögnun á markaði og þá sérstaklega fyrir minni fyrirtæki. Danski og finnski markaðurinn eru á ágætis skriði og vonandi mun sá íslenski taka kipp í haust, ef lífeyrissjóðir geta séð fram á aukna heimild til að bæta fyrirtækjum sem skráð eru á First North Iceland við eignasafnið sitt. Fjölbreytileiki Lítum aðeins á sænska markaðinn. Fyrstu sex mánuði ársins hafa 32 félög skráð sig á NASDAQ OMX Stockholm og þar af 23 á First North-markaðinn. Ef skoðuð eru nokkur dæmi um félög sem hafa valið skráningarleiðina á First North í Stokkhólmi þá má sjá að um fjölbreytta flóru er að ræða. Brighter vinnur að þróun á „svissneska vasahnífnum“ fyrir sykursjúka, Mackmyra framleiðir sænskt viskí, 2E Group sérhæfir sig í tónleika- og ráðstefnuhaldi, Dignitana vinnur við þróun á hettu sem kemur í veg fyrir hármissi hjá krabbameinssjúklingum í efnameðferð og Paradox Entertainment framleiðir tölvuleiki, kvikmyndir og borðspil. Það er ekki eingöngu fjölbreytileiki þessara fyrirtækja sem er áhugaverður heldur einnig það að samanlagt markaðsverðmæti þeirra er rétt rúmlega markaðsvirði Fjarskipta sem var önnur minnsta nýskráningin hér á landi síðustu ár. Stöðugt er verið að vinna að umbótum á regluverki fyrir félög á markaði. Vegast þar á sjónarmið annars vegar um að aflétta reglubyrði þannig að regluverk sé ekki of íþyngjandi fyrir smærri félög sem kjósa að sækjast eftir skráningu og hins vegar að slík aflétting á reglubyrði verði ekki framkvæmd á kostnað fjárfesta og gagnsæis á markaði. First North-regluverkið ætti ekki að fæla álitleg fyrirtæki frá þeim valkosti sem markaðurinn er, eins og dæmi frá Svíþjóð hafa sýnt. Það hentar ekki öllum fyrirtækjum að fara á markað, en markaðurinn á að vera augljós valkostur fyrir þau fyrirtæki sem leita fjármögnunar, hvort sem er með útgáfu hlutabréfa eða skuldabréfa á First North. Við teljum að mörg fyrirtæki séu að horfa að ósekju fram hjá þeim tækifærum sem skráning á markað getur veitt þeim og takmarka þannig möguleikana á frekari vexti. Það er hvorki stærð né virði fyrirtækja sem er helsta viðmið varðandi hvort þau henti á markað, heldur framtíðarstefna og plön stjórnenda og eigenda þeirra.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar