Vinnustaðaeinelti: Falið samfélagsvandamál Brynja Bragadóttir skrifar 5. ágúst 2014 00:01 Ég las áhugavert viðtal um vinnustaðaeinelti á netinu fyrr á árinu. Viðtalið er tekið við dr. Gary Namie, félagssálfræðing og sérfræðing í eineltismálum, og er það að finna á vefsíðunni legalchecklist.org. Í viðtalinu segir dr. Namie að vinnustaðaeinelti sé faraldur (an epidemic) í Bandaríkjunum og skilgreinir hann einelti sem tegund ofbeldis þar sem gerandi er á launaskrá („A form of abuse where the abuser is on the payroll“). Þá segir hann að áhrif eineltis á þolendur geti verið mjög alvarleg. Fleira sem kemur fram í viðtalinu og ég sé ástæðu til að þýða er eftirfarandi: Hugtakið einelti er notað til aðgreiningar frá hugtökum eins og stríðni. Einelti er endurtekið neikvætt athæfi (repeated mistreatment) sem einn eða fleiri einstaklingar sýna. Einelti getur falist í meiðandi orðum, hótunum, niðrandi framkomu og skemmdarverkum. Athæfið hefur neikvæð áhrif á heilsu þolanda. Einelti hefur ekkert með starf þolanda að gera, heldur snýst það um neikvæðan ásetning geranda. Athæfið hefur truflandi áhrif á starf og fjölskyldulíf þolandans. Einnig hefur einelti neikvæð áhrif á starfsanda og fleiri þætti, svo sem afköst starfsmanna. Samkvæmt rannsóknum dr. Namie hafa 35 prósent Bandaríkjamanna upplifað einelti á starfsferli sínum, eða 54 milljónir manns. Samkvæmt þessu er einelti útbreitt vandamál. Þá leggur dr. Namie áherslu á að einelti sé ekki huglægt (subjective) heldur raunverulegt fyrirbæri. Þó eru margir sem afneita þessum vanda. Stjórnendavandamál Þegar horft er á hóp gerenda sýna rannsóknir að um 70 prósent eru yfirmenn. Samkvæmt þessu er einelti fyrst og fremst stjórnendavandamál. Hins vegar gerist það einnig að starfsmenn (einn eða fleiri) leggja starfsfélaga í einelti. Jafnframt sýna rannsóknir að þolendur upplifa oft mikla skömm og sektarkennd vegna reynslu sinnar. Dr. Namie segir að skömm og sektarkennd séu aðskildar tilfinningar, en að báðar hafi þær þau áhrif að þolendur þegja. Bandarísk tölfræði sýnir til dæmis að aðeins 15 prósent þolenda tilkynna einelti á vinnustað. Þegar þolendur tilkynna einelti vænta þeir þess að vinnuveitendur bregðist við. Hins vegar gerist það sjaldnast. Algengara er að vinnuveitendur afneiti vandanum eða leitist við að réttlæta hegðun gerenda. Af þessum sökum – og vegna þess hversu fáir tilkynna mál – talar dr. Namie um vinnustaðaeinelti sem „hljóðan faraldur“ (silent epidemic). Því miður er staðan svipuð hér á landi og er mikilvægt að breyta henni. Þarf hér tvennt að koma til, annars vegar að stjórnendur viðurkenni vandann og hins vegar að þolendur (eða vitni) tilkynni mál. Eins og staðan er í dag er vinnustaðaeinelti falið vandamál á Íslandi, líkt og kynferðisofbeldi var áður. Sem betur fer hefur umræða um hið síðarnefnda opnast að undanförnu og vonandi mun hið sama gerast með vinnustaðaeinelti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég las áhugavert viðtal um vinnustaðaeinelti á netinu fyrr á árinu. Viðtalið er tekið við dr. Gary Namie, félagssálfræðing og sérfræðing í eineltismálum, og er það að finna á vefsíðunni legalchecklist.org. Í viðtalinu segir dr. Namie að vinnustaðaeinelti sé faraldur (an epidemic) í Bandaríkjunum og skilgreinir hann einelti sem tegund ofbeldis þar sem gerandi er á launaskrá („A form of abuse where the abuser is on the payroll“). Þá segir hann að áhrif eineltis á þolendur geti verið mjög alvarleg. Fleira sem kemur fram í viðtalinu og ég sé ástæðu til að þýða er eftirfarandi: Hugtakið einelti er notað til aðgreiningar frá hugtökum eins og stríðni. Einelti er endurtekið neikvætt athæfi (repeated mistreatment) sem einn eða fleiri einstaklingar sýna. Einelti getur falist í meiðandi orðum, hótunum, niðrandi framkomu og skemmdarverkum. Athæfið hefur neikvæð áhrif á heilsu þolanda. Einelti hefur ekkert með starf þolanda að gera, heldur snýst það um neikvæðan ásetning geranda. Athæfið hefur truflandi áhrif á starf og fjölskyldulíf þolandans. Einnig hefur einelti neikvæð áhrif á starfsanda og fleiri þætti, svo sem afköst starfsmanna. Samkvæmt rannsóknum dr. Namie hafa 35 prósent Bandaríkjamanna upplifað einelti á starfsferli sínum, eða 54 milljónir manns. Samkvæmt þessu er einelti útbreitt vandamál. Þá leggur dr. Namie áherslu á að einelti sé ekki huglægt (subjective) heldur raunverulegt fyrirbæri. Þó eru margir sem afneita þessum vanda. Stjórnendavandamál Þegar horft er á hóp gerenda sýna rannsóknir að um 70 prósent eru yfirmenn. Samkvæmt þessu er einelti fyrst og fremst stjórnendavandamál. Hins vegar gerist það einnig að starfsmenn (einn eða fleiri) leggja starfsfélaga í einelti. Jafnframt sýna rannsóknir að þolendur upplifa oft mikla skömm og sektarkennd vegna reynslu sinnar. Dr. Namie segir að skömm og sektarkennd séu aðskildar tilfinningar, en að báðar hafi þær þau áhrif að þolendur þegja. Bandarísk tölfræði sýnir til dæmis að aðeins 15 prósent þolenda tilkynna einelti á vinnustað. Þegar þolendur tilkynna einelti vænta þeir þess að vinnuveitendur bregðist við. Hins vegar gerist það sjaldnast. Algengara er að vinnuveitendur afneiti vandanum eða leitist við að réttlæta hegðun gerenda. Af þessum sökum – og vegna þess hversu fáir tilkynna mál – talar dr. Namie um vinnustaðaeinelti sem „hljóðan faraldur“ (silent epidemic). Því miður er staðan svipuð hér á landi og er mikilvægt að breyta henni. Þarf hér tvennt að koma til, annars vegar að stjórnendur viðurkenni vandann og hins vegar að þolendur (eða vitni) tilkynni mál. Eins og staðan er í dag er vinnustaðaeinelti falið vandamál á Íslandi, líkt og kynferðisofbeldi var áður. Sem betur fer hefur umræða um hið síðarnefnda opnast að undanförnu og vonandi mun hið sama gerast með vinnustaðaeinelti.
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun