Frelsi eins getur haft í för með sér ófrelsi annars. Hlutverk stjórnmálamanna er að tryggja almannahag og öryggi borgaranna – bæta samfélagið. Með lýðræðislegum kosningum veitum við þeim forræði í ákveðnum málaflokkum sem snúa að samfélagsmótun og framtíðarsýn.
Að mínu mati væri frjáls sala áfengis í matvöruverslunum EKKI framfaraspor fyrir íslenska þjóð. Í mörgum löndum er framleiðsla og sala á áfengi tekjulind fyrir bændur, framleiðendur, auglýsingastofur, rekstraraðila fjölmiðla og fjárfesta. Áfengi er einnig atvinnuskapandi, það aflar gjaldeyristekna vegna útflutnings og ríkissjóður hagnast vegna álagningar áfengisgjalds. Áfengi er því efnahagslega mikilvægt. En ábatinn af sölu og framleiðslu á áfengi er samfélaginu afar dýrkeyptur. Það er einkum þrennt sem leiðir til þess að áfengi veldur svo miklu líkamlegu, andlegu og félagslegu tjóni: 1) eitrun í líkamanum, 2) víma og 3) ánetjun (fíkn).
Tengsl milli áfengisvímu og skaða eru þó skýr og greinileg, sérstaklega hvað varðar ofbeldi, umferðarslys eða önnur slys. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni mátti á árinu 2000 rekja 4,0 prósent allra dauðsfalla og örorku í heiminum til áfengis („The Global Burden of Disease“). Áfengi reyndist því fimmti skaðlegasti áhættuþátturinn af 26 sem kannaðir voru. Áfengi veldur álíka miklu heilsutjóni og tóbak.
Velferðarnefnd Norðurlandaráðs fór í vandaða og umfangsmikla vinnu í þessum málaflokki fyrir ekki löngu þar sem skoðuð voru meðal annars gögn frá vísinda- og rannsóknaraðilum. Tillagan varð opinber stefna Norðurlandaráðs og er þess vænst að norræn ríki fylgi henni. Þar er ótvírætt sýnt fram á að aðgengi skiptir miklu máli hvað varðar neyslu, þar með talið neyslu ungmenna. Einnig er talið að forvarnir skipti því miður minna máli en menn hafa haldið almennt. Það sem er sagt skipta mestu máli er:
1. Álagning/skattar á áfengi.
2. Áfengisverslun ríkisins.
3. Aldurstakmörk.
4. Takmarkað aðgengi, það er takmark á fjölda útsölustaða/opnunartíma.
5. Bann við beinni og óbeinni markaðssetningu.
6. Mörk gagnvart akstri undir áhrifum 0,5 eða 0,2 prómillum og sýnilegt og óvænt/tilfallandi eftirlit.
7. Ráðgjöf í heilsugæslunni og öflugri meðferð þeirra sem eru háðir áfengi.
Verum fyrirmynd annarra þjóða með ábyrgri stefnu í áfengismálum!
Heimildir:https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item10424/Afengi_engin_venjuleg.pdf og tillaga Velferðarnefndar Norðurlandaráðs um norræna lýðheilsustefnu í áfengis- og tóbaksmálum.

Áfengi er engin venjuleg neysluvara
Skoðun

Um hvað snúast stjórnmál
Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Tvær myndir stéttabaráttunnar
Drífa Snædal skrifar

Er ég orðinn faðir dóttur minnar?
Matthías Freyr Matthíasson skrifar

Einn af þeim heppnu... ári síðar
Kristján Gunnarsson skrifar

Hver vill tryggja unga drengi og eldri konur? Gönuhlaup getur leitt okkur í glötun
Signý Jóhannesdóttir skrifar

Stefna ójafnaðar
Oddný G. Harðardóttir skrifar

Barnalán - móðurást í breytilegu vaxtaumhverfi
Arna Pálsdóttir skrifar

Með sóttvarnir á heilanum
Guðmundur Einarsson skrifar

Hjá „kirkjunnar“ mönnum
Einar Sveinbjörnsson skrifar

Þegar meðferð eykur líkur á langvinnum verkjum
Björn Hákon Sveinsson skrifar

Veirutímar og hlutverk laga
Helgi Áss Grétarsson skrifar

Samhæfð sundfimi (e. synchronized swimming)
Ólafur Þór Gunnarsson skrifar

Svartur listi rauða drekans
Helgi Steinar Gunnlaugsson skrifar

Samfylkingin - Lýðræðishreyfing iðkar ritskoðun og pólitískar hreinsanir
Birgir Dýrfjörð skrifar

Berjumst gegn bakslaginu
Andrés Ingi Jónsson skrifar