Eru stjórnmálamenn helstu óvinir safna? Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar 25. júlí 2014 07:00 Í upphafi árs birtist í fjölmiðlum útlistun á því hversu gott það væri að búa í Seltjarnarnesbæ, með tilliti til lágra útsvarsgreiðslna. Á sama tíma senda tvö fagfélög á sviði safnamála frá sér yfirlýsingar þar sem harmað er að bæjaryfirvöld á Seltjarnarnesi dragi sig út úr viðamiklu samstarfsverkefni um uppbyggingu og rekstur Lækningaminjasafns Íslands á Nesinu. Samkvæmt frétt RÚV er ákvörðun bæjarins byggð á því að vegna efnahagshrunsins 2008 hafi orðið fjárhagslegur forsendubrestur í áætlunum og því sé eina ábyrga leiðin í málinu að segja sig frá því. Safnstjórinn sagði upp störfum og var þar með áralöngum undirbúningstíma fyrir framsækna starfsemi til að bæta lífskjör íbúa, auka menntun og taka við ferðamönnum kastað fyrir róða. Í yfirlýsingu Íslandsdeildar ICOM, Alþjóðasamtaka safna, er minnt á að það fylgir því ábyrgð að taka að sér varðveislu menningararfs með starfrækslu safns og að sú ábyrgð sé langtímaverkefni. Minnihluti bæjarstjórnar mótmælti einnig þessari ákvörðun á fundi bæjarstjórnar í byrjun ársins og bendir á að ekkert mat liggi fyrir um það hvaða afleiðingar þetta hefur fyrir bæjarsjóð eða hvaða afleiðingar þetta getur haft fyrir uppbyggingarstarf safnsins á undanförnum árum. Með öðrum orðum, fjárhagsleg ábyrgð á afkomu bæjarsjóðs er tekin fram yfir aðrar skuldbindingar. Íbúar á Seltjarnarnesi eða landsmenn, sem hingað til hafa borgað brúsann að stórum hluta, eru ekki spurðir álits á aðgerðunum eða leitað samráðs.Alþjóðlegar siðareglur Eftir fjármálahrunið 2008 hafa flest, ef ekki öll, söfn á landinu tekið á sig skerðingar eins og aðrar samfélagslega reknar stofnanir í landinu. Skerðingarnar hafa haft áhrif á starfsemina og dregið þar með úr því markvissa uppbyggingarstarfi á menningarsviðinu sem Alþingi hefur staðið fyrir meðal annars með setningu Safnalaga 2001 og nú síðast með endurskoðun þeirra laga 2011. Starfsmenn safna hafa hingað til tekið þessum breytingum með jafnaðargeði, enda vanir því að búa við þversagnakenndar aðstæður, fjárhagslega þröngan kost og að þurfa að eyða reglulega ómældum tíma í að mennta nýkjörna stjórnmálamenn um starfsemi safna, hlutverk, skyldur og þann velvilja sem gengnar kynslóðir hafa sýnt safnahugsjóninni. En uppbygging flestra safna í landinu er fengin að stofni til með óeigingjörnum gjöfum einstaklinga, hópa og félagasamtaka, á munum, sjálfboðavinnu og oft stórum fjárupphæðum. Saga Lækningaminjasafns Íslands er eitt dæmi af mörgum um slíkt. Uppákoman á Seltjarnarnesi gefur tilefni til þess að spyrja hvort ráðandi stjórnmálamenn séu helsta ógnin við tilvist safna ef þeir álíta sem svo að fjárhagur sé eina viðmiðið sem beri að virða og að þeir geti firrt sig ábyrgð á öðrum skuldbindingum. Fagfélög safna og safnmanna benda á lagalegur skyldur máli sínu til stuðnings og einnig alþjóðlegar siðareglur safna, sem hér á landi hafa verið að tvinnast betur saman og sést meðal annars í nýjum Safnalögum. Þegar á hólminn er komið, virðist það hins vegar ekki vera nægileg vörn fyrir atburðarás af því tagi sem við sjáum í málefnum Lækningaminjasafnsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Einelti og heilsufar barna Teitur Guðmundsson Fastir pennar Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Geldfiskur er málið Bubbi Morthens Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Sjá meira
Í upphafi árs birtist í fjölmiðlum útlistun á því hversu gott það væri að búa í Seltjarnarnesbæ, með tilliti til lágra útsvarsgreiðslna. Á sama tíma senda tvö fagfélög á sviði safnamála frá sér yfirlýsingar þar sem harmað er að bæjaryfirvöld á Seltjarnarnesi dragi sig út úr viðamiklu samstarfsverkefni um uppbyggingu og rekstur Lækningaminjasafns Íslands á Nesinu. Samkvæmt frétt RÚV er ákvörðun bæjarins byggð á því að vegna efnahagshrunsins 2008 hafi orðið fjárhagslegur forsendubrestur í áætlunum og því sé eina ábyrga leiðin í málinu að segja sig frá því. Safnstjórinn sagði upp störfum og var þar með áralöngum undirbúningstíma fyrir framsækna starfsemi til að bæta lífskjör íbúa, auka menntun og taka við ferðamönnum kastað fyrir róða. Í yfirlýsingu Íslandsdeildar ICOM, Alþjóðasamtaka safna, er minnt á að það fylgir því ábyrgð að taka að sér varðveislu menningararfs með starfrækslu safns og að sú ábyrgð sé langtímaverkefni. Minnihluti bæjarstjórnar mótmælti einnig þessari ákvörðun á fundi bæjarstjórnar í byrjun ársins og bendir á að ekkert mat liggi fyrir um það hvaða afleiðingar þetta hefur fyrir bæjarsjóð eða hvaða afleiðingar þetta getur haft fyrir uppbyggingarstarf safnsins á undanförnum árum. Með öðrum orðum, fjárhagsleg ábyrgð á afkomu bæjarsjóðs er tekin fram yfir aðrar skuldbindingar. Íbúar á Seltjarnarnesi eða landsmenn, sem hingað til hafa borgað brúsann að stórum hluta, eru ekki spurðir álits á aðgerðunum eða leitað samráðs.Alþjóðlegar siðareglur Eftir fjármálahrunið 2008 hafa flest, ef ekki öll, söfn á landinu tekið á sig skerðingar eins og aðrar samfélagslega reknar stofnanir í landinu. Skerðingarnar hafa haft áhrif á starfsemina og dregið þar með úr því markvissa uppbyggingarstarfi á menningarsviðinu sem Alþingi hefur staðið fyrir meðal annars með setningu Safnalaga 2001 og nú síðast með endurskoðun þeirra laga 2011. Starfsmenn safna hafa hingað til tekið þessum breytingum með jafnaðargeði, enda vanir því að búa við þversagnakenndar aðstæður, fjárhagslega þröngan kost og að þurfa að eyða reglulega ómældum tíma í að mennta nýkjörna stjórnmálamenn um starfsemi safna, hlutverk, skyldur og þann velvilja sem gengnar kynslóðir hafa sýnt safnahugsjóninni. En uppbygging flestra safna í landinu er fengin að stofni til með óeigingjörnum gjöfum einstaklinga, hópa og félagasamtaka, á munum, sjálfboðavinnu og oft stórum fjárupphæðum. Saga Lækningaminjasafns Íslands er eitt dæmi af mörgum um slíkt. Uppákoman á Seltjarnarnesi gefur tilefni til þess að spyrja hvort ráðandi stjórnmálamenn séu helsta ógnin við tilvist safna ef þeir álíta sem svo að fjárhagur sé eina viðmiðið sem beri að virða og að þeir geti firrt sig ábyrgð á öðrum skuldbindingum. Fagfélög safna og safnmanna benda á lagalegur skyldur máli sínu til stuðnings og einnig alþjóðlegar siðareglur safna, sem hér á landi hafa verið að tvinnast betur saman og sést meðal annars í nýjum Safnalögum. Þegar á hólminn er komið, virðist það hins vegar ekki vera nægileg vörn fyrir atburðarás af því tagi sem við sjáum í málefnum Lækningaminjasafnsins.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar