Eru stjórnmálamenn helstu óvinir safna? Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar 25. júlí 2014 07:00 Í upphafi árs birtist í fjölmiðlum útlistun á því hversu gott það væri að búa í Seltjarnarnesbæ, með tilliti til lágra útsvarsgreiðslna. Á sama tíma senda tvö fagfélög á sviði safnamála frá sér yfirlýsingar þar sem harmað er að bæjaryfirvöld á Seltjarnarnesi dragi sig út úr viðamiklu samstarfsverkefni um uppbyggingu og rekstur Lækningaminjasafns Íslands á Nesinu. Samkvæmt frétt RÚV er ákvörðun bæjarins byggð á því að vegna efnahagshrunsins 2008 hafi orðið fjárhagslegur forsendubrestur í áætlunum og því sé eina ábyrga leiðin í málinu að segja sig frá því. Safnstjórinn sagði upp störfum og var þar með áralöngum undirbúningstíma fyrir framsækna starfsemi til að bæta lífskjör íbúa, auka menntun og taka við ferðamönnum kastað fyrir róða. Í yfirlýsingu Íslandsdeildar ICOM, Alþjóðasamtaka safna, er minnt á að það fylgir því ábyrgð að taka að sér varðveislu menningararfs með starfrækslu safns og að sú ábyrgð sé langtímaverkefni. Minnihluti bæjarstjórnar mótmælti einnig þessari ákvörðun á fundi bæjarstjórnar í byrjun ársins og bendir á að ekkert mat liggi fyrir um það hvaða afleiðingar þetta hefur fyrir bæjarsjóð eða hvaða afleiðingar þetta getur haft fyrir uppbyggingarstarf safnsins á undanförnum árum. Með öðrum orðum, fjárhagsleg ábyrgð á afkomu bæjarsjóðs er tekin fram yfir aðrar skuldbindingar. Íbúar á Seltjarnarnesi eða landsmenn, sem hingað til hafa borgað brúsann að stórum hluta, eru ekki spurðir álits á aðgerðunum eða leitað samráðs.Alþjóðlegar siðareglur Eftir fjármálahrunið 2008 hafa flest, ef ekki öll, söfn á landinu tekið á sig skerðingar eins og aðrar samfélagslega reknar stofnanir í landinu. Skerðingarnar hafa haft áhrif á starfsemina og dregið þar með úr því markvissa uppbyggingarstarfi á menningarsviðinu sem Alþingi hefur staðið fyrir meðal annars með setningu Safnalaga 2001 og nú síðast með endurskoðun þeirra laga 2011. Starfsmenn safna hafa hingað til tekið þessum breytingum með jafnaðargeði, enda vanir því að búa við þversagnakenndar aðstæður, fjárhagslega þröngan kost og að þurfa að eyða reglulega ómældum tíma í að mennta nýkjörna stjórnmálamenn um starfsemi safna, hlutverk, skyldur og þann velvilja sem gengnar kynslóðir hafa sýnt safnahugsjóninni. En uppbygging flestra safna í landinu er fengin að stofni til með óeigingjörnum gjöfum einstaklinga, hópa og félagasamtaka, á munum, sjálfboðavinnu og oft stórum fjárupphæðum. Saga Lækningaminjasafns Íslands er eitt dæmi af mörgum um slíkt. Uppákoman á Seltjarnarnesi gefur tilefni til þess að spyrja hvort ráðandi stjórnmálamenn séu helsta ógnin við tilvist safna ef þeir álíta sem svo að fjárhagur sé eina viðmiðið sem beri að virða og að þeir geti firrt sig ábyrgð á öðrum skuldbindingum. Fagfélög safna og safnmanna benda á lagalegur skyldur máli sínu til stuðnings og einnig alþjóðlegar siðareglur safna, sem hér á landi hafa verið að tvinnast betur saman og sést meðal annars í nýjum Safnalögum. Þegar á hólminn er komið, virðist það hins vegar ekki vera nægileg vörn fyrir atburðarás af því tagi sem við sjáum í málefnum Lækningaminjasafnsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Í upphafi árs birtist í fjölmiðlum útlistun á því hversu gott það væri að búa í Seltjarnarnesbæ, með tilliti til lágra útsvarsgreiðslna. Á sama tíma senda tvö fagfélög á sviði safnamála frá sér yfirlýsingar þar sem harmað er að bæjaryfirvöld á Seltjarnarnesi dragi sig út úr viðamiklu samstarfsverkefni um uppbyggingu og rekstur Lækningaminjasafns Íslands á Nesinu. Samkvæmt frétt RÚV er ákvörðun bæjarins byggð á því að vegna efnahagshrunsins 2008 hafi orðið fjárhagslegur forsendubrestur í áætlunum og því sé eina ábyrga leiðin í málinu að segja sig frá því. Safnstjórinn sagði upp störfum og var þar með áralöngum undirbúningstíma fyrir framsækna starfsemi til að bæta lífskjör íbúa, auka menntun og taka við ferðamönnum kastað fyrir róða. Í yfirlýsingu Íslandsdeildar ICOM, Alþjóðasamtaka safna, er minnt á að það fylgir því ábyrgð að taka að sér varðveislu menningararfs með starfrækslu safns og að sú ábyrgð sé langtímaverkefni. Minnihluti bæjarstjórnar mótmælti einnig þessari ákvörðun á fundi bæjarstjórnar í byrjun ársins og bendir á að ekkert mat liggi fyrir um það hvaða afleiðingar þetta hefur fyrir bæjarsjóð eða hvaða afleiðingar þetta getur haft fyrir uppbyggingarstarf safnsins á undanförnum árum. Með öðrum orðum, fjárhagsleg ábyrgð á afkomu bæjarsjóðs er tekin fram yfir aðrar skuldbindingar. Íbúar á Seltjarnarnesi eða landsmenn, sem hingað til hafa borgað brúsann að stórum hluta, eru ekki spurðir álits á aðgerðunum eða leitað samráðs.Alþjóðlegar siðareglur Eftir fjármálahrunið 2008 hafa flest, ef ekki öll, söfn á landinu tekið á sig skerðingar eins og aðrar samfélagslega reknar stofnanir í landinu. Skerðingarnar hafa haft áhrif á starfsemina og dregið þar með úr því markvissa uppbyggingarstarfi á menningarsviðinu sem Alþingi hefur staðið fyrir meðal annars með setningu Safnalaga 2001 og nú síðast með endurskoðun þeirra laga 2011. Starfsmenn safna hafa hingað til tekið þessum breytingum með jafnaðargeði, enda vanir því að búa við þversagnakenndar aðstæður, fjárhagslega þröngan kost og að þurfa að eyða reglulega ómældum tíma í að mennta nýkjörna stjórnmálamenn um starfsemi safna, hlutverk, skyldur og þann velvilja sem gengnar kynslóðir hafa sýnt safnahugsjóninni. En uppbygging flestra safna í landinu er fengin að stofni til með óeigingjörnum gjöfum einstaklinga, hópa og félagasamtaka, á munum, sjálfboðavinnu og oft stórum fjárupphæðum. Saga Lækningaminjasafns Íslands er eitt dæmi af mörgum um slíkt. Uppákoman á Seltjarnarnesi gefur tilefni til þess að spyrja hvort ráðandi stjórnmálamenn séu helsta ógnin við tilvist safna ef þeir álíta sem svo að fjárhagur sé eina viðmiðið sem beri að virða og að þeir geti firrt sig ábyrgð á öðrum skuldbindingum. Fagfélög safna og safnmanna benda á lagalegur skyldur máli sínu til stuðnings og einnig alþjóðlegar siðareglur safna, sem hér á landi hafa verið að tvinnast betur saman og sést meðal annars í nýjum Safnalögum. Þegar á hólminn er komið, virðist það hins vegar ekki vera nægileg vörn fyrir atburðarás af því tagi sem við sjáum í málefnum Lækningaminjasafnsins.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar