Eru stjórnmálamenn helstu óvinir safna? Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar 25. júlí 2014 07:00 Í upphafi árs birtist í fjölmiðlum útlistun á því hversu gott það væri að búa í Seltjarnarnesbæ, með tilliti til lágra útsvarsgreiðslna. Á sama tíma senda tvö fagfélög á sviði safnamála frá sér yfirlýsingar þar sem harmað er að bæjaryfirvöld á Seltjarnarnesi dragi sig út úr viðamiklu samstarfsverkefni um uppbyggingu og rekstur Lækningaminjasafns Íslands á Nesinu. Samkvæmt frétt RÚV er ákvörðun bæjarins byggð á því að vegna efnahagshrunsins 2008 hafi orðið fjárhagslegur forsendubrestur í áætlunum og því sé eina ábyrga leiðin í málinu að segja sig frá því. Safnstjórinn sagði upp störfum og var þar með áralöngum undirbúningstíma fyrir framsækna starfsemi til að bæta lífskjör íbúa, auka menntun og taka við ferðamönnum kastað fyrir róða. Í yfirlýsingu Íslandsdeildar ICOM, Alþjóðasamtaka safna, er minnt á að það fylgir því ábyrgð að taka að sér varðveislu menningararfs með starfrækslu safns og að sú ábyrgð sé langtímaverkefni. Minnihluti bæjarstjórnar mótmælti einnig þessari ákvörðun á fundi bæjarstjórnar í byrjun ársins og bendir á að ekkert mat liggi fyrir um það hvaða afleiðingar þetta hefur fyrir bæjarsjóð eða hvaða afleiðingar þetta getur haft fyrir uppbyggingarstarf safnsins á undanförnum árum. Með öðrum orðum, fjárhagsleg ábyrgð á afkomu bæjarsjóðs er tekin fram yfir aðrar skuldbindingar. Íbúar á Seltjarnarnesi eða landsmenn, sem hingað til hafa borgað brúsann að stórum hluta, eru ekki spurðir álits á aðgerðunum eða leitað samráðs.Alþjóðlegar siðareglur Eftir fjármálahrunið 2008 hafa flest, ef ekki öll, söfn á landinu tekið á sig skerðingar eins og aðrar samfélagslega reknar stofnanir í landinu. Skerðingarnar hafa haft áhrif á starfsemina og dregið þar með úr því markvissa uppbyggingarstarfi á menningarsviðinu sem Alþingi hefur staðið fyrir meðal annars með setningu Safnalaga 2001 og nú síðast með endurskoðun þeirra laga 2011. Starfsmenn safna hafa hingað til tekið þessum breytingum með jafnaðargeði, enda vanir því að búa við þversagnakenndar aðstæður, fjárhagslega þröngan kost og að þurfa að eyða reglulega ómældum tíma í að mennta nýkjörna stjórnmálamenn um starfsemi safna, hlutverk, skyldur og þann velvilja sem gengnar kynslóðir hafa sýnt safnahugsjóninni. En uppbygging flestra safna í landinu er fengin að stofni til með óeigingjörnum gjöfum einstaklinga, hópa og félagasamtaka, á munum, sjálfboðavinnu og oft stórum fjárupphæðum. Saga Lækningaminjasafns Íslands er eitt dæmi af mörgum um slíkt. Uppákoman á Seltjarnarnesi gefur tilefni til þess að spyrja hvort ráðandi stjórnmálamenn séu helsta ógnin við tilvist safna ef þeir álíta sem svo að fjárhagur sé eina viðmiðið sem beri að virða og að þeir geti firrt sig ábyrgð á öðrum skuldbindingum. Fagfélög safna og safnmanna benda á lagalegur skyldur máli sínu til stuðnings og einnig alþjóðlegar siðareglur safna, sem hér á landi hafa verið að tvinnast betur saman og sést meðal annars í nýjum Safnalögum. Þegar á hólminn er komið, virðist það hins vegar ekki vera nægileg vörn fyrir atburðarás af því tagi sem við sjáum í málefnum Lækningaminjasafnsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Sjá meira
Í upphafi árs birtist í fjölmiðlum útlistun á því hversu gott það væri að búa í Seltjarnarnesbæ, með tilliti til lágra útsvarsgreiðslna. Á sama tíma senda tvö fagfélög á sviði safnamála frá sér yfirlýsingar þar sem harmað er að bæjaryfirvöld á Seltjarnarnesi dragi sig út úr viðamiklu samstarfsverkefni um uppbyggingu og rekstur Lækningaminjasafns Íslands á Nesinu. Samkvæmt frétt RÚV er ákvörðun bæjarins byggð á því að vegna efnahagshrunsins 2008 hafi orðið fjárhagslegur forsendubrestur í áætlunum og því sé eina ábyrga leiðin í málinu að segja sig frá því. Safnstjórinn sagði upp störfum og var þar með áralöngum undirbúningstíma fyrir framsækna starfsemi til að bæta lífskjör íbúa, auka menntun og taka við ferðamönnum kastað fyrir róða. Í yfirlýsingu Íslandsdeildar ICOM, Alþjóðasamtaka safna, er minnt á að það fylgir því ábyrgð að taka að sér varðveislu menningararfs með starfrækslu safns og að sú ábyrgð sé langtímaverkefni. Minnihluti bæjarstjórnar mótmælti einnig þessari ákvörðun á fundi bæjarstjórnar í byrjun ársins og bendir á að ekkert mat liggi fyrir um það hvaða afleiðingar þetta hefur fyrir bæjarsjóð eða hvaða afleiðingar þetta getur haft fyrir uppbyggingarstarf safnsins á undanförnum árum. Með öðrum orðum, fjárhagsleg ábyrgð á afkomu bæjarsjóðs er tekin fram yfir aðrar skuldbindingar. Íbúar á Seltjarnarnesi eða landsmenn, sem hingað til hafa borgað brúsann að stórum hluta, eru ekki spurðir álits á aðgerðunum eða leitað samráðs.Alþjóðlegar siðareglur Eftir fjármálahrunið 2008 hafa flest, ef ekki öll, söfn á landinu tekið á sig skerðingar eins og aðrar samfélagslega reknar stofnanir í landinu. Skerðingarnar hafa haft áhrif á starfsemina og dregið þar með úr því markvissa uppbyggingarstarfi á menningarsviðinu sem Alþingi hefur staðið fyrir meðal annars með setningu Safnalaga 2001 og nú síðast með endurskoðun þeirra laga 2011. Starfsmenn safna hafa hingað til tekið þessum breytingum með jafnaðargeði, enda vanir því að búa við þversagnakenndar aðstæður, fjárhagslega þröngan kost og að þurfa að eyða reglulega ómældum tíma í að mennta nýkjörna stjórnmálamenn um starfsemi safna, hlutverk, skyldur og þann velvilja sem gengnar kynslóðir hafa sýnt safnahugsjóninni. En uppbygging flestra safna í landinu er fengin að stofni til með óeigingjörnum gjöfum einstaklinga, hópa og félagasamtaka, á munum, sjálfboðavinnu og oft stórum fjárupphæðum. Saga Lækningaminjasafns Íslands er eitt dæmi af mörgum um slíkt. Uppákoman á Seltjarnarnesi gefur tilefni til þess að spyrja hvort ráðandi stjórnmálamenn séu helsta ógnin við tilvist safna ef þeir álíta sem svo að fjárhagur sé eina viðmiðið sem beri að virða og að þeir geti firrt sig ábyrgð á öðrum skuldbindingum. Fagfélög safna og safnmanna benda á lagalegur skyldur máli sínu til stuðnings og einnig alþjóðlegar siðareglur safna, sem hér á landi hafa verið að tvinnast betur saman og sést meðal annars í nýjum Safnalögum. Þegar á hólminn er komið, virðist það hins vegar ekki vera nægileg vörn fyrir atburðarás af því tagi sem við sjáum í málefnum Lækningaminjasafnsins.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun