Vandað og skilvirkt eftirlitsumhverfi Skúli Sveinsson skrifar 25. júlí 2014 07:00 Þann 27. júní 2014 skipaði forsætisráðherra vinnuhóp sem hefur það hlutverk að fara yfir lög, reglur og stjórnsýslu mikilvægra eftirlitsstofnana og meta hvernig viðmið um vandað regluverk og stjórnsýslu eru uppfyllt, með einföldun, samræmi og skilvirkni að leiðarljósi. Á vettvangi OECD og aðildarríkja þess hefur á síðasta áratug verið unnið mikið starf við að innleiða bestu framkvæmd varðandi starfshætti eftirlitsstofnana eða það sem nefnist meðal annars „Best practice principles for regulatory enforcement and inspections“. Nánast öll lönd OECD hafa í dag innleitt þær meginreglur sem skilgreindar hafa verið af hálfu OECD í þessu sambandi en Ísland hefur þó verið eftirbátur annarra ríkja í þessum efnum. Mikilvægi vandaðra og skilvirkra starfshátta eftirlitsstofnana er ótvírætt. Vandað regluverk og starfshættir eftirlitsstofnana eru grundvallaratriði í hagkerfi sem ætlað er að skapa þegnum sínum velmegun og betri lífskjör. OECD hefur jafnframt skilgreint að vandaðir starfshættir eftirlitsstofnana stuðli að nýsköpun og aukinni framleiðni. Einnig stuðla þeir að nauðsynlegum sveigjanleika þegar kemur að því að fást við ný viðfangsefni, hraðari afgreiðslu leyfa og annars sem atvinnulífið þarf á að halda til að geta vaxið og dafnað.Betri vinnubrögð Það meginsjónarmið sem er jafnframt gegnumgangandi er að aukið eftirlit þýði ekki endilega betra eða skilvirkara eftirlit. Það sem lagt hefur verið upp með er að eftirlit skuli byggjast á áhættumati, mati á því hvort reglur séu viðeigandi, auk meðalhófs, með það að markmiði að auka reglufylgni almennt. Einnig að sérstakt tillit skuli tekið til minni fyrirtækja (e. micro, small and medium enterprises – MSMEs), því þau hafi ekki sömu burði og stór fyrirtæki til að innleiða tilskipanir eftirlitsstofnana. Þessi meginregla á sérstaklega vel við á Íslandi því hérlent hagkerfi er í meginatriðum samansett af félögum sem falla í þennan flokk. Hugmyndafræðin gengur út á að eftirlitsstofnanir vinni sérstaklega með þessum minni félögum til að stuðla að eftirfylgni við lög og reglur, eigi við þau nokkurs konar samtal ef svo mætti að orði komast. Starf vinnuhópsins mun byggjast á framangreindri vinnu OECD og þeim meginreglum sem hafa verið mótaðar varðandi eftirlit og starfshætti eftirlitsstofnana með það að markmiði að innleiða bestu framkvæmd á þeim vettvangi. Ef vel tekst til mun það stuðla að auknum hagvexti, velmegun og bættum lífskjörum fyrir alla en jafnframt má ekki gleyma að bæði eftirlitsaðilar og þeir sem undir eftirlitið falla geta notið ábata af betri starfsháttum og vinnubrögðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Þann 27. júní 2014 skipaði forsætisráðherra vinnuhóp sem hefur það hlutverk að fara yfir lög, reglur og stjórnsýslu mikilvægra eftirlitsstofnana og meta hvernig viðmið um vandað regluverk og stjórnsýslu eru uppfyllt, með einföldun, samræmi og skilvirkni að leiðarljósi. Á vettvangi OECD og aðildarríkja þess hefur á síðasta áratug verið unnið mikið starf við að innleiða bestu framkvæmd varðandi starfshætti eftirlitsstofnana eða það sem nefnist meðal annars „Best practice principles for regulatory enforcement and inspections“. Nánast öll lönd OECD hafa í dag innleitt þær meginreglur sem skilgreindar hafa verið af hálfu OECD í þessu sambandi en Ísland hefur þó verið eftirbátur annarra ríkja í þessum efnum. Mikilvægi vandaðra og skilvirkra starfshátta eftirlitsstofnana er ótvírætt. Vandað regluverk og starfshættir eftirlitsstofnana eru grundvallaratriði í hagkerfi sem ætlað er að skapa þegnum sínum velmegun og betri lífskjör. OECD hefur jafnframt skilgreint að vandaðir starfshættir eftirlitsstofnana stuðli að nýsköpun og aukinni framleiðni. Einnig stuðla þeir að nauðsynlegum sveigjanleika þegar kemur að því að fást við ný viðfangsefni, hraðari afgreiðslu leyfa og annars sem atvinnulífið þarf á að halda til að geta vaxið og dafnað.Betri vinnubrögð Það meginsjónarmið sem er jafnframt gegnumgangandi er að aukið eftirlit þýði ekki endilega betra eða skilvirkara eftirlit. Það sem lagt hefur verið upp með er að eftirlit skuli byggjast á áhættumati, mati á því hvort reglur séu viðeigandi, auk meðalhófs, með það að markmiði að auka reglufylgni almennt. Einnig að sérstakt tillit skuli tekið til minni fyrirtækja (e. micro, small and medium enterprises – MSMEs), því þau hafi ekki sömu burði og stór fyrirtæki til að innleiða tilskipanir eftirlitsstofnana. Þessi meginregla á sérstaklega vel við á Íslandi því hérlent hagkerfi er í meginatriðum samansett af félögum sem falla í þennan flokk. Hugmyndafræðin gengur út á að eftirlitsstofnanir vinni sérstaklega með þessum minni félögum til að stuðla að eftirfylgni við lög og reglur, eigi við þau nokkurs konar samtal ef svo mætti að orði komast. Starf vinnuhópsins mun byggjast á framangreindri vinnu OECD og þeim meginreglum sem hafa verið mótaðar varðandi eftirlit og starfshætti eftirlitsstofnana með það að markmiði að innleiða bestu framkvæmd á þeim vettvangi. Ef vel tekst til mun það stuðla að auknum hagvexti, velmegun og bættum lífskjörum fyrir alla en jafnframt má ekki gleyma að bæði eftirlitsaðilar og þeir sem undir eftirlitið falla geta notið ábata af betri starfsháttum og vinnubrögðum.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar