Vandað og skilvirkt eftirlitsumhverfi Skúli Sveinsson skrifar 25. júlí 2014 07:00 Þann 27. júní 2014 skipaði forsætisráðherra vinnuhóp sem hefur það hlutverk að fara yfir lög, reglur og stjórnsýslu mikilvægra eftirlitsstofnana og meta hvernig viðmið um vandað regluverk og stjórnsýslu eru uppfyllt, með einföldun, samræmi og skilvirkni að leiðarljósi. Á vettvangi OECD og aðildarríkja þess hefur á síðasta áratug verið unnið mikið starf við að innleiða bestu framkvæmd varðandi starfshætti eftirlitsstofnana eða það sem nefnist meðal annars „Best practice principles for regulatory enforcement and inspections“. Nánast öll lönd OECD hafa í dag innleitt þær meginreglur sem skilgreindar hafa verið af hálfu OECD í þessu sambandi en Ísland hefur þó verið eftirbátur annarra ríkja í þessum efnum. Mikilvægi vandaðra og skilvirkra starfshátta eftirlitsstofnana er ótvírætt. Vandað regluverk og starfshættir eftirlitsstofnana eru grundvallaratriði í hagkerfi sem ætlað er að skapa þegnum sínum velmegun og betri lífskjör. OECD hefur jafnframt skilgreint að vandaðir starfshættir eftirlitsstofnana stuðli að nýsköpun og aukinni framleiðni. Einnig stuðla þeir að nauðsynlegum sveigjanleika þegar kemur að því að fást við ný viðfangsefni, hraðari afgreiðslu leyfa og annars sem atvinnulífið þarf á að halda til að geta vaxið og dafnað.Betri vinnubrögð Það meginsjónarmið sem er jafnframt gegnumgangandi er að aukið eftirlit þýði ekki endilega betra eða skilvirkara eftirlit. Það sem lagt hefur verið upp með er að eftirlit skuli byggjast á áhættumati, mati á því hvort reglur séu viðeigandi, auk meðalhófs, með það að markmiði að auka reglufylgni almennt. Einnig að sérstakt tillit skuli tekið til minni fyrirtækja (e. micro, small and medium enterprises – MSMEs), því þau hafi ekki sömu burði og stór fyrirtæki til að innleiða tilskipanir eftirlitsstofnana. Þessi meginregla á sérstaklega vel við á Íslandi því hérlent hagkerfi er í meginatriðum samansett af félögum sem falla í þennan flokk. Hugmyndafræðin gengur út á að eftirlitsstofnanir vinni sérstaklega með þessum minni félögum til að stuðla að eftirfylgni við lög og reglur, eigi við þau nokkurs konar samtal ef svo mætti að orði komast. Starf vinnuhópsins mun byggjast á framangreindri vinnu OECD og þeim meginreglum sem hafa verið mótaðar varðandi eftirlit og starfshætti eftirlitsstofnana með það að markmiði að innleiða bestu framkvæmd á þeim vettvangi. Ef vel tekst til mun það stuðla að auknum hagvexti, velmegun og bættum lífskjörum fyrir alla en jafnframt má ekki gleyma að bæði eftirlitsaðilar og þeir sem undir eftirlitið falla geta notið ábata af betri starfsháttum og vinnubrögðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Einelti og heilsufar barna Teitur Guðmundsson Fastir pennar Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Geldfiskur er málið Bubbi Morthens Skoðun Skoðun Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Sjá meira
Þann 27. júní 2014 skipaði forsætisráðherra vinnuhóp sem hefur það hlutverk að fara yfir lög, reglur og stjórnsýslu mikilvægra eftirlitsstofnana og meta hvernig viðmið um vandað regluverk og stjórnsýslu eru uppfyllt, með einföldun, samræmi og skilvirkni að leiðarljósi. Á vettvangi OECD og aðildarríkja þess hefur á síðasta áratug verið unnið mikið starf við að innleiða bestu framkvæmd varðandi starfshætti eftirlitsstofnana eða það sem nefnist meðal annars „Best practice principles for regulatory enforcement and inspections“. Nánast öll lönd OECD hafa í dag innleitt þær meginreglur sem skilgreindar hafa verið af hálfu OECD í þessu sambandi en Ísland hefur þó verið eftirbátur annarra ríkja í þessum efnum. Mikilvægi vandaðra og skilvirkra starfshátta eftirlitsstofnana er ótvírætt. Vandað regluverk og starfshættir eftirlitsstofnana eru grundvallaratriði í hagkerfi sem ætlað er að skapa þegnum sínum velmegun og betri lífskjör. OECD hefur jafnframt skilgreint að vandaðir starfshættir eftirlitsstofnana stuðli að nýsköpun og aukinni framleiðni. Einnig stuðla þeir að nauðsynlegum sveigjanleika þegar kemur að því að fást við ný viðfangsefni, hraðari afgreiðslu leyfa og annars sem atvinnulífið þarf á að halda til að geta vaxið og dafnað.Betri vinnubrögð Það meginsjónarmið sem er jafnframt gegnumgangandi er að aukið eftirlit þýði ekki endilega betra eða skilvirkara eftirlit. Það sem lagt hefur verið upp með er að eftirlit skuli byggjast á áhættumati, mati á því hvort reglur séu viðeigandi, auk meðalhófs, með það að markmiði að auka reglufylgni almennt. Einnig að sérstakt tillit skuli tekið til minni fyrirtækja (e. micro, small and medium enterprises – MSMEs), því þau hafi ekki sömu burði og stór fyrirtæki til að innleiða tilskipanir eftirlitsstofnana. Þessi meginregla á sérstaklega vel við á Íslandi því hérlent hagkerfi er í meginatriðum samansett af félögum sem falla í þennan flokk. Hugmyndafræðin gengur út á að eftirlitsstofnanir vinni sérstaklega með þessum minni félögum til að stuðla að eftirfylgni við lög og reglur, eigi við þau nokkurs konar samtal ef svo mætti að orði komast. Starf vinnuhópsins mun byggjast á framangreindri vinnu OECD og þeim meginreglum sem hafa verið mótaðar varðandi eftirlit og starfshætti eftirlitsstofnana með það að markmiði að innleiða bestu framkvæmd á þeim vettvangi. Ef vel tekst til mun það stuðla að auknum hagvexti, velmegun og bættum lífskjörum fyrir alla en jafnframt má ekki gleyma að bæði eftirlitsaðilar og þeir sem undir eftirlitið falla geta notið ábata af betri starfsháttum og vinnubrögðum.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar