Hagar gegn Costco –Er jafnt gefið? Jón Þór Helgason skrifar 18. júlí 2014 07:00 Umsókn Costco um að opna verslun hér á landi hlýtur að valda innlendum framleiðendum og verslunum áhyggjum. Áhugi þeirra á Íslandi er sérstakur, þar sem þeir hafa einungis starfsemi í tveimur löndum í Evrópu í dag, í Bretlandi og á Spáni. Okkar pínulitli markaður er greinilega meira spennandi en meginland Evrópu. Costco nær betra verði en heildsalar hér á landi vegna stærðar sinnar. Heildsalar hér taka sína álagningu og hafa haft afar góða afkomu undanfarin ár. Costco stærir sig af því að leggja einungis 14% að meðaltali á vörur á meðan Hagar eru með yfir 30% álagningu að meðaltali. Costco mun því hafa jákvæð áhrif en það eru líka gallar sem fylgja komu þeirra. Costco mun væntanlega flytja inn vörur sem munu taka markað af íslenskum framleiðendum. Afleiðingar þess eru tvenns konar; að störfum fækkar og gjaldeyrisstaða þjóðarbúsins versnar til lengri tíma, sem leiðir til lakari lífskjara. Um 25-30% af matarkörfunni hér á landi er innlend vara og um 40% eru landbúnaðarvörur. Ég fann ekki tölur um framleiðsluvirði matvælaframleiðslu en framleiðsluvirði landbúnaðar til matvælaframleiðslu er um 35 milljarðar króna. Það eru tekjur bænda fyrir utan styrki. Þá á eftir að vinna hráefnin sem skapar virðisauka sem neytandinn greiðir fyrir. Áætla má að virðisauki framleiðslu sé í það minnsta 10 milljarðar í viðbót. Gróflega er því landbúnaður einn að spara okkur í það minnsta 45 milljarða á ári í gjaldeyri og önnur framleiðsla sparar okkur gjaldeyri a.m.k. 20-30 milljarða á ári. Matvælaiðnaður fyrir utan landbúnaðinn er í raun mun veikari fyrir, þar sem landbúnaðurinn nýtur verndar vegna fjarlægðar, tolla og heilbrigðisreglna. Viðskiptajöfnuður Íslands var jákvæður um 110 milljarða árið 2014. Það er um 4% af skuldum þjóðarbúsins fyrir utan skuldir innlánsstofnana í slitameðferð.Samkeppnisstaðan betri Við sem þjóð erum mjög skuldsett í erlendum gjaldeyri. Gjaldeyri, sem við notum til að kaupa erlendar framleiðsluvörur, notum við ekki í afborganir lána. Því gæti keðja eins og Costco veikt verulega stöðu framleiðenda hér á landi og í raun rýrt lífskjör sökum veikari gjaldeyrisjafnaðar. Samkeppnisstaða Costco er betri en Haga. M.a. þar sem Costco þarf ekki að greiða íslenska vexti. Costco mun vera með fjármögnun í erlendri mynt sem ber vexti í samræmi við efnahagsástand í alþjóðahagkerfinu. Hér á landi er í lögum að lífeyrissjóðir eigi að bera 3,5% raunvexti. Þessi krafa er algjörlega úr takti við raunveruleikann því hvergi í veröldinni er hægt að fá örugga 3,5% raunvexti. Costco mun ekki taka íslensk lán, en Hagar geta ekki fjármagnað sig í erlendri mynt né framleiðendur íslenskra vara. Hagar þurfa því hærri álagningu þar sem skuldir þeirra eru í íslenskri krónu sem lýtur ekki lögmálum alþjóðamarkaðarins um vexti. Costco mun ekki borga skatta á Íslandi frekar en álverin, sem búa til lán sem eru í eigu systurfélaga í skattaskjólum. Stór alþjóðleg fyrirtæki geta í gegnum skattaskjól komið sér hjá því að greiða skatta hér á landi. Skattar lækka arðsemi fyrirtækja og því hærri sem skattar eru því hærri álagningu þarf. Hagar hafa takmarkaða getu til að lækka skattgreiðslu hér á landi. Koma Costco, ef af verður, mun hafa veruleg áhrif á verslun og framleiðslu á Íslandi og félagið mun hafa mikið samkeppnisforskot. Skattalög hér leyfa fyrirtækjum að vera með lán frá erlendum móðurfélögum og eyða út hagnaði sem myndast hér. Atvinnulíf hér á landi býr ekki við sambærilega vexti og í OECD og fjármögnun hér er ekki samkeppnishæf miðað við alþjóðamarkað. Á meðan lífeyrissjóðirnir halda uppi vaxtastigi hér sem er hærra en langtímahagvöxtur mun íslenskt atvinnulíf vera sífellt í meiri vandræðum með erlenda samkeppni, bæði í netverslunum og við erlend fyrirtæki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Umsókn Costco um að opna verslun hér á landi hlýtur að valda innlendum framleiðendum og verslunum áhyggjum. Áhugi þeirra á Íslandi er sérstakur, þar sem þeir hafa einungis starfsemi í tveimur löndum í Evrópu í dag, í Bretlandi og á Spáni. Okkar pínulitli markaður er greinilega meira spennandi en meginland Evrópu. Costco nær betra verði en heildsalar hér á landi vegna stærðar sinnar. Heildsalar hér taka sína álagningu og hafa haft afar góða afkomu undanfarin ár. Costco stærir sig af því að leggja einungis 14% að meðaltali á vörur á meðan Hagar eru með yfir 30% álagningu að meðaltali. Costco mun því hafa jákvæð áhrif en það eru líka gallar sem fylgja komu þeirra. Costco mun væntanlega flytja inn vörur sem munu taka markað af íslenskum framleiðendum. Afleiðingar þess eru tvenns konar; að störfum fækkar og gjaldeyrisstaða þjóðarbúsins versnar til lengri tíma, sem leiðir til lakari lífskjara. Um 25-30% af matarkörfunni hér á landi er innlend vara og um 40% eru landbúnaðarvörur. Ég fann ekki tölur um framleiðsluvirði matvælaframleiðslu en framleiðsluvirði landbúnaðar til matvælaframleiðslu er um 35 milljarðar króna. Það eru tekjur bænda fyrir utan styrki. Þá á eftir að vinna hráefnin sem skapar virðisauka sem neytandinn greiðir fyrir. Áætla má að virðisauki framleiðslu sé í það minnsta 10 milljarðar í viðbót. Gróflega er því landbúnaður einn að spara okkur í það minnsta 45 milljarða á ári í gjaldeyri og önnur framleiðsla sparar okkur gjaldeyri a.m.k. 20-30 milljarða á ári. Matvælaiðnaður fyrir utan landbúnaðinn er í raun mun veikari fyrir, þar sem landbúnaðurinn nýtur verndar vegna fjarlægðar, tolla og heilbrigðisreglna. Viðskiptajöfnuður Íslands var jákvæður um 110 milljarða árið 2014. Það er um 4% af skuldum þjóðarbúsins fyrir utan skuldir innlánsstofnana í slitameðferð.Samkeppnisstaðan betri Við sem þjóð erum mjög skuldsett í erlendum gjaldeyri. Gjaldeyri, sem við notum til að kaupa erlendar framleiðsluvörur, notum við ekki í afborganir lána. Því gæti keðja eins og Costco veikt verulega stöðu framleiðenda hér á landi og í raun rýrt lífskjör sökum veikari gjaldeyrisjafnaðar. Samkeppnisstaða Costco er betri en Haga. M.a. þar sem Costco þarf ekki að greiða íslenska vexti. Costco mun vera með fjármögnun í erlendri mynt sem ber vexti í samræmi við efnahagsástand í alþjóðahagkerfinu. Hér á landi er í lögum að lífeyrissjóðir eigi að bera 3,5% raunvexti. Þessi krafa er algjörlega úr takti við raunveruleikann því hvergi í veröldinni er hægt að fá örugga 3,5% raunvexti. Costco mun ekki taka íslensk lán, en Hagar geta ekki fjármagnað sig í erlendri mynt né framleiðendur íslenskra vara. Hagar þurfa því hærri álagningu þar sem skuldir þeirra eru í íslenskri krónu sem lýtur ekki lögmálum alþjóðamarkaðarins um vexti. Costco mun ekki borga skatta á Íslandi frekar en álverin, sem búa til lán sem eru í eigu systurfélaga í skattaskjólum. Stór alþjóðleg fyrirtæki geta í gegnum skattaskjól komið sér hjá því að greiða skatta hér á landi. Skattar lækka arðsemi fyrirtækja og því hærri sem skattar eru því hærri álagningu þarf. Hagar hafa takmarkaða getu til að lækka skattgreiðslu hér á landi. Koma Costco, ef af verður, mun hafa veruleg áhrif á verslun og framleiðslu á Íslandi og félagið mun hafa mikið samkeppnisforskot. Skattalög hér leyfa fyrirtækjum að vera með lán frá erlendum móðurfélögum og eyða út hagnaði sem myndast hér. Atvinnulíf hér á landi býr ekki við sambærilega vexti og í OECD og fjármögnun hér er ekki samkeppnishæf miðað við alþjóðamarkað. Á meðan lífeyrissjóðirnir halda uppi vaxtastigi hér sem er hærra en langtímahagvöxtur mun íslenskt atvinnulíf vera sífellt í meiri vandræðum með erlenda samkeppni, bæði í netverslunum og við erlend fyrirtæki.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar