Landsbankinn þarf að skýra mál sitt Baldur Björnsson skrifar 17. júlí 2014 07:00 Tímabært er að forráðamenn Landsbankans geri opinberlega grein fyrir því hvers vegna í ósköpunum bankinn kaus að leggja Húsasmiðjuna inn á fjárhagslega líknardeild fremur en láta hana að fara sömu leið og önnur gjaldþrota fyrirtæki eftir bankahrunið. Þessi björgunaraðgerð Landsbankans var vægast sagt vafasöm á sínum tíma, en með árunum hefur betur og betur komið í ljós hvað hún var stórkostlega vanhugsuð. Steininn tók úr í síðustu viku, þegar upplýst var að Húsasmiðjan hefði viðurkennt stórfelld samkeppnislagabrot meðan fyrirtækið var í eigu Landsbankans og síðar Framtakssjóðs lífeyrissjóðanna.Gjaldþrot var rökrétt Þegar Landsbankinn yfirtók eignarhald Húsasmiðjunnar hafði fleira hrunið en bankarnir. Nýbyggingamarkaðurinn hafði skroppið saman um 90% og ekki útlit fyrir endurreisn hans næstu árin. Húsasmiðjan stóð verst allra byggingavöruverslana, skuldaði Landsbankanum yfir 10 milljarða króna og birgjum háar fjárhæðir. Fyrirtækið var að sjálfsögðu gjaldþrota. Undir eðlilegum kringumstæðum hefði Landsbankinn afskrifað hluta krafna sinna og óskað eftir gjaldþrotaskiptum. Birgjar og aðrir lánveitendur hefðu tekið skellinn, eins og eðlilegt má teljast. En þess í stað tók Landsbankinn Húsasmiðjuna í fangið, skar birgjana niður úr snörunni og varpaði áhættunni á herðar landsmanna, núverandi eigenda bankans.Áfram tap Húsasmiðjunnar Landsbankinn afskrifaði 11,2 milljarða króna af skuldum Húsasmiðjunnar og lagði fyrirtækinu til rekstrarfé. Steindauður byggingamarkaður hafði hins vegar enga þörf fyrir óbreytt umsvif byggingavöruverslana, enda tapaði Húsasmiðjan tæpum tveimur milljörðum króna meðan fyrirtækið var í eigu Landsbankans og Framtakssjóðsins, sem er að mestu í eigu lífeyrisjóðanna.Milljarður í skatta og sektir Forráðamenn Landsbankans höfðu vafalítið vitneskju um fyrirhugaða mörg hundruð milljóna króna endurálagningu skatta á Húsasmiðjuna þegar þeir ákváðu að halda lífinu í henni. Meðan fyrirtækið var í eigu bankans og Framtakssjóðs áttu umfangsmikil samkeppnislagabrot sér stað innan Húsasmiðjunnar. Þau lögbrot leiddu til 325 milljóna króna sektargreiðslu. Samtals hefur því bæst við rúmlega milljarðs króna kostnaður af að halda lífinu í Húsasmiðjunni, til viðbótar við tapreksturinn og afskriftirnar.Landsmenn borga brúsann Landsbankinn kom Húsasmiðjunni yfir á Framtakssjóð Íslands, sem svo seldi fyrirtækið í árslok 2011. Kaupandinn yfirtók skuldir, aðallega vegna birgða, og borgaði 800 milljónir króna (sem hann fékk reyndar með 20% afslætti gegnum fjárfestingarleið Seðlabankans). Þessar 800 milljónir duga hvergi nærri fyrir skatta- og sektargreiðslum og því þarf Landsbankinn – þ.e. við landsmenn sem eigum bankann – að borga það sem upp á vantar.Var vitað um lögbrotin? Landsbankanum ber skylda til að upplýsa opinberlega hversu miklu hann hefur tapað samanlagt á því að halda lífi í Húsasmiðjunni. Bankinn þarf sömuleiðis, ásamt Framtakssjóðnum, að upplýsa hvort umfangsmikil samkeppnislagabrot Húsasmiðjunnar voru með vitund eða samþykki fulltrúa þeirra í stjórn Húsasmiðjunnar, en þeir voru fimm talsins. Eða er kannski ekkert að marka þá fullyrðingu Framtakssjóðsins, í reglum hans um samfélagslega ábyrgar fjárfestingar, að hann leggi áherslu á að þau fyrirtæki sem fjárfest er í starfi samkvæmt lögum og reglum? Eru þessar reglur bara til að sýnast? Samanlagt milljarðatap Landsbankans og Framtakssjóðsins á lífgjöf Húsasmiðjunnar er útreiknanlegt og er smám saman að koma í ljós. Erfiðara verður að reikna út það samfélagslega tap sem hlotist hefur af samráði Húsasmiðjunnar og Byko til að koma í veg fyrir samkeppni á byggingavörumarkaði. Ekki aðeins hefur þetta samráð leitt til þess að neytendur borga hærra verð fyrir byggingavörur, heldur hafa afborganir lána þeirra hækkað fyrir vikið. En kannski þykja það ekki vond tíðindi þegar banki á í hlut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Tímabært er að forráðamenn Landsbankans geri opinberlega grein fyrir því hvers vegna í ósköpunum bankinn kaus að leggja Húsasmiðjuna inn á fjárhagslega líknardeild fremur en láta hana að fara sömu leið og önnur gjaldþrota fyrirtæki eftir bankahrunið. Þessi björgunaraðgerð Landsbankans var vægast sagt vafasöm á sínum tíma, en með árunum hefur betur og betur komið í ljós hvað hún var stórkostlega vanhugsuð. Steininn tók úr í síðustu viku, þegar upplýst var að Húsasmiðjan hefði viðurkennt stórfelld samkeppnislagabrot meðan fyrirtækið var í eigu Landsbankans og síðar Framtakssjóðs lífeyrissjóðanna.Gjaldþrot var rökrétt Þegar Landsbankinn yfirtók eignarhald Húsasmiðjunnar hafði fleira hrunið en bankarnir. Nýbyggingamarkaðurinn hafði skroppið saman um 90% og ekki útlit fyrir endurreisn hans næstu árin. Húsasmiðjan stóð verst allra byggingavöruverslana, skuldaði Landsbankanum yfir 10 milljarða króna og birgjum háar fjárhæðir. Fyrirtækið var að sjálfsögðu gjaldþrota. Undir eðlilegum kringumstæðum hefði Landsbankinn afskrifað hluta krafna sinna og óskað eftir gjaldþrotaskiptum. Birgjar og aðrir lánveitendur hefðu tekið skellinn, eins og eðlilegt má teljast. En þess í stað tók Landsbankinn Húsasmiðjuna í fangið, skar birgjana niður úr snörunni og varpaði áhættunni á herðar landsmanna, núverandi eigenda bankans.Áfram tap Húsasmiðjunnar Landsbankinn afskrifaði 11,2 milljarða króna af skuldum Húsasmiðjunnar og lagði fyrirtækinu til rekstrarfé. Steindauður byggingamarkaður hafði hins vegar enga þörf fyrir óbreytt umsvif byggingavöruverslana, enda tapaði Húsasmiðjan tæpum tveimur milljörðum króna meðan fyrirtækið var í eigu Landsbankans og Framtakssjóðsins, sem er að mestu í eigu lífeyrisjóðanna.Milljarður í skatta og sektir Forráðamenn Landsbankans höfðu vafalítið vitneskju um fyrirhugaða mörg hundruð milljóna króna endurálagningu skatta á Húsasmiðjuna þegar þeir ákváðu að halda lífinu í henni. Meðan fyrirtækið var í eigu bankans og Framtakssjóðs áttu umfangsmikil samkeppnislagabrot sér stað innan Húsasmiðjunnar. Þau lögbrot leiddu til 325 milljóna króna sektargreiðslu. Samtals hefur því bæst við rúmlega milljarðs króna kostnaður af að halda lífinu í Húsasmiðjunni, til viðbótar við tapreksturinn og afskriftirnar.Landsmenn borga brúsann Landsbankinn kom Húsasmiðjunni yfir á Framtakssjóð Íslands, sem svo seldi fyrirtækið í árslok 2011. Kaupandinn yfirtók skuldir, aðallega vegna birgða, og borgaði 800 milljónir króna (sem hann fékk reyndar með 20% afslætti gegnum fjárfestingarleið Seðlabankans). Þessar 800 milljónir duga hvergi nærri fyrir skatta- og sektargreiðslum og því þarf Landsbankinn – þ.e. við landsmenn sem eigum bankann – að borga það sem upp á vantar.Var vitað um lögbrotin? Landsbankanum ber skylda til að upplýsa opinberlega hversu miklu hann hefur tapað samanlagt á því að halda lífi í Húsasmiðjunni. Bankinn þarf sömuleiðis, ásamt Framtakssjóðnum, að upplýsa hvort umfangsmikil samkeppnislagabrot Húsasmiðjunnar voru með vitund eða samþykki fulltrúa þeirra í stjórn Húsasmiðjunnar, en þeir voru fimm talsins. Eða er kannski ekkert að marka þá fullyrðingu Framtakssjóðsins, í reglum hans um samfélagslega ábyrgar fjárfestingar, að hann leggi áherslu á að þau fyrirtæki sem fjárfest er í starfi samkvæmt lögum og reglum? Eru þessar reglur bara til að sýnast? Samanlagt milljarðatap Landsbankans og Framtakssjóðsins á lífgjöf Húsasmiðjunnar er útreiknanlegt og er smám saman að koma í ljós. Erfiðara verður að reikna út það samfélagslega tap sem hlotist hefur af samráði Húsasmiðjunnar og Byko til að koma í veg fyrir samkeppni á byggingavörumarkaði. Ekki aðeins hefur þetta samráð leitt til þess að neytendur borga hærra verð fyrir byggingavörur, heldur hafa afborganir lána þeirra hækkað fyrir vikið. En kannski þykja það ekki vond tíðindi þegar banki á í hlut.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar