Gagnrýnir loforð um netskjól á Íslandi Haraldur Guðmundsson skrifar 17. júlí 2014 08:00 IceBrowser bendir einnig á aðra eiginleika hugbúnaðarins eins og dulkóðun gagna. Vísir/Daníel „Loforðið er ótrúverðugt því Íslandi er þarna lýst sem einfaldri galdralausn við frekar flóknu vandamáli,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, um fullyrðingar IceBrowser ehf. um að Ísland standi flestum öðrum þjóðum framar þegar kemur að friðhelgi einkalífs. IceBrowser var stofnað hér á landi í maí síðastliðnum af fjárfestum frá Kaliforníu. Bandaríska tímaritið Forbes birti nýverið viðtal við einn af forsvarsmönnum félagsins, Jeff Bermant, þar sem hann fullyrðir að hugbúnaður þess, sem er viðbót við Firefox-vafrann, geti aukið netöryggi notenda um allan heim. Ástæðan sé meðal annars að netumferð sé beint í gegnum vefþjóna á Íslandi þar sem séu fyrir lög sem dragi úr líkunum á því að fyrirtæki og stjórnvöld ríkja geti nálgast upplýsingar um netnotkun og önnur gögn notenda. Þá fullyrðingu má einnig finna á heimasíðu IceBrowser. „Við erum vissulega ekki með verstu lögin en við erum ekki komin á þann stað að það sé hægt að fullyrða að Ísland sé með ein sterkustu friðhelgislög í heimi,“ segir Helgi. Stýrihópi um framkvæmd þingsályktunar um vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis, sem samþykkt var árið 2010, hefur meðal annars verið falið að benda á leiðir að auknu netöryggi. Aðalheiður Ámundadóttir, lögfræðingur og stjórnarmaður í IMMI, alþjóðlegri stofnun um upplýsinga- og tjáningarfrelsi, sem var stofnuð í kjölfar þingsályktunarinnar, bendir á að hér skorti dómafordæmi sem staðfesti það öryggi sem eigi að felast í íslenskum lögum. „Við vitum ekki hvað gerist ef lögreglan krefst gagna og hvað þá ef stjórnvöld í erlendum ríkjum krefjast þess að íslensk yfirvöld veiti þeim einhvern aðgang. Á meðan íslenskir dómstólar hafa ekki fengið að takast á við svona spurningar er erfitt fyrir okkur að átta okkur á því,“ segir Aðalheiður. Hún segir IMMI reglulega fá fyrirspurnir frá fólki sem vilji stofna fyrirtæki hér á landi í þeim tilgangi að bjóða upp á þjónustu sem feli í sér aukið netöryggi. „Þingsályktunin hefur verið samþykkt en vinnunni við að koma henni til framkvæmdar er ekki lokið. Því er erfitt fyrir okkur að svara þessum spurningum og lofa einhverju því hér gæti komið dómur frá Hæstarétti sem segði eitthvað þveröfugt með vísun í almannahagsmuni og þjóðaröryggi,“ segir Aðalheiður og heldur áfram: „Markaðurinn og samkeppnin um bestu friðhelgislausnirnar og löggjöfin þurfa hins vegar að haldast í hendur. Því fagna ég því þegar einkafyrirtæki bjóða lausnir sem eiga að auka netöryggi.“ Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
„Loforðið er ótrúverðugt því Íslandi er þarna lýst sem einfaldri galdralausn við frekar flóknu vandamáli,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, um fullyrðingar IceBrowser ehf. um að Ísland standi flestum öðrum þjóðum framar þegar kemur að friðhelgi einkalífs. IceBrowser var stofnað hér á landi í maí síðastliðnum af fjárfestum frá Kaliforníu. Bandaríska tímaritið Forbes birti nýverið viðtal við einn af forsvarsmönnum félagsins, Jeff Bermant, þar sem hann fullyrðir að hugbúnaður þess, sem er viðbót við Firefox-vafrann, geti aukið netöryggi notenda um allan heim. Ástæðan sé meðal annars að netumferð sé beint í gegnum vefþjóna á Íslandi þar sem séu fyrir lög sem dragi úr líkunum á því að fyrirtæki og stjórnvöld ríkja geti nálgast upplýsingar um netnotkun og önnur gögn notenda. Þá fullyrðingu má einnig finna á heimasíðu IceBrowser. „Við erum vissulega ekki með verstu lögin en við erum ekki komin á þann stað að það sé hægt að fullyrða að Ísland sé með ein sterkustu friðhelgislög í heimi,“ segir Helgi. Stýrihópi um framkvæmd þingsályktunar um vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis, sem samþykkt var árið 2010, hefur meðal annars verið falið að benda á leiðir að auknu netöryggi. Aðalheiður Ámundadóttir, lögfræðingur og stjórnarmaður í IMMI, alþjóðlegri stofnun um upplýsinga- og tjáningarfrelsi, sem var stofnuð í kjölfar þingsályktunarinnar, bendir á að hér skorti dómafordæmi sem staðfesti það öryggi sem eigi að felast í íslenskum lögum. „Við vitum ekki hvað gerist ef lögreglan krefst gagna og hvað þá ef stjórnvöld í erlendum ríkjum krefjast þess að íslensk yfirvöld veiti þeim einhvern aðgang. Á meðan íslenskir dómstólar hafa ekki fengið að takast á við svona spurningar er erfitt fyrir okkur að átta okkur á því,“ segir Aðalheiður. Hún segir IMMI reglulega fá fyrirspurnir frá fólki sem vilji stofna fyrirtæki hér á landi í þeim tilgangi að bjóða upp á þjónustu sem feli í sér aukið netöryggi. „Þingsályktunin hefur verið samþykkt en vinnunni við að koma henni til framkvæmdar er ekki lokið. Því er erfitt fyrir okkur að svara þessum spurningum og lofa einhverju því hér gæti komið dómur frá Hæstarétti sem segði eitthvað þveröfugt með vísun í almannahagsmuni og þjóðaröryggi,“ segir Aðalheiður og heldur áfram: „Markaðurinn og samkeppnin um bestu friðhelgislausnirnar og löggjöfin þurfa hins vegar að haldast í hendur. Því fagna ég því þegar einkafyrirtæki bjóða lausnir sem eiga að auka netöryggi.“
Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun