Gagnrýnir loforð um netskjól á Íslandi Haraldur Guðmundsson skrifar 17. júlí 2014 08:00 IceBrowser bendir einnig á aðra eiginleika hugbúnaðarins eins og dulkóðun gagna. Vísir/Daníel „Loforðið er ótrúverðugt því Íslandi er þarna lýst sem einfaldri galdralausn við frekar flóknu vandamáli,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, um fullyrðingar IceBrowser ehf. um að Ísland standi flestum öðrum þjóðum framar þegar kemur að friðhelgi einkalífs. IceBrowser var stofnað hér á landi í maí síðastliðnum af fjárfestum frá Kaliforníu. Bandaríska tímaritið Forbes birti nýverið viðtal við einn af forsvarsmönnum félagsins, Jeff Bermant, þar sem hann fullyrðir að hugbúnaður þess, sem er viðbót við Firefox-vafrann, geti aukið netöryggi notenda um allan heim. Ástæðan sé meðal annars að netumferð sé beint í gegnum vefþjóna á Íslandi þar sem séu fyrir lög sem dragi úr líkunum á því að fyrirtæki og stjórnvöld ríkja geti nálgast upplýsingar um netnotkun og önnur gögn notenda. Þá fullyrðingu má einnig finna á heimasíðu IceBrowser. „Við erum vissulega ekki með verstu lögin en við erum ekki komin á þann stað að það sé hægt að fullyrða að Ísland sé með ein sterkustu friðhelgislög í heimi,“ segir Helgi. Stýrihópi um framkvæmd þingsályktunar um vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis, sem samþykkt var árið 2010, hefur meðal annars verið falið að benda á leiðir að auknu netöryggi. Aðalheiður Ámundadóttir, lögfræðingur og stjórnarmaður í IMMI, alþjóðlegri stofnun um upplýsinga- og tjáningarfrelsi, sem var stofnuð í kjölfar þingsályktunarinnar, bendir á að hér skorti dómafordæmi sem staðfesti það öryggi sem eigi að felast í íslenskum lögum. „Við vitum ekki hvað gerist ef lögreglan krefst gagna og hvað þá ef stjórnvöld í erlendum ríkjum krefjast þess að íslensk yfirvöld veiti þeim einhvern aðgang. Á meðan íslenskir dómstólar hafa ekki fengið að takast á við svona spurningar er erfitt fyrir okkur að átta okkur á því,“ segir Aðalheiður. Hún segir IMMI reglulega fá fyrirspurnir frá fólki sem vilji stofna fyrirtæki hér á landi í þeim tilgangi að bjóða upp á þjónustu sem feli í sér aukið netöryggi. „Þingsályktunin hefur verið samþykkt en vinnunni við að koma henni til framkvæmdar er ekki lokið. Því er erfitt fyrir okkur að svara þessum spurningum og lofa einhverju því hér gæti komið dómur frá Hæstarétti sem segði eitthvað þveröfugt með vísun í almannahagsmuni og þjóðaröryggi,“ segir Aðalheiður og heldur áfram: „Markaðurinn og samkeppnin um bestu friðhelgislausnirnar og löggjöfin þurfa hins vegar að haldast í hendur. Því fagna ég því þegar einkafyrirtæki bjóða lausnir sem eiga að auka netöryggi.“ Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
„Loforðið er ótrúverðugt því Íslandi er þarna lýst sem einfaldri galdralausn við frekar flóknu vandamáli,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, um fullyrðingar IceBrowser ehf. um að Ísland standi flestum öðrum þjóðum framar þegar kemur að friðhelgi einkalífs. IceBrowser var stofnað hér á landi í maí síðastliðnum af fjárfestum frá Kaliforníu. Bandaríska tímaritið Forbes birti nýverið viðtal við einn af forsvarsmönnum félagsins, Jeff Bermant, þar sem hann fullyrðir að hugbúnaður þess, sem er viðbót við Firefox-vafrann, geti aukið netöryggi notenda um allan heim. Ástæðan sé meðal annars að netumferð sé beint í gegnum vefþjóna á Íslandi þar sem séu fyrir lög sem dragi úr líkunum á því að fyrirtæki og stjórnvöld ríkja geti nálgast upplýsingar um netnotkun og önnur gögn notenda. Þá fullyrðingu má einnig finna á heimasíðu IceBrowser. „Við erum vissulega ekki með verstu lögin en við erum ekki komin á þann stað að það sé hægt að fullyrða að Ísland sé með ein sterkustu friðhelgislög í heimi,“ segir Helgi. Stýrihópi um framkvæmd þingsályktunar um vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis, sem samþykkt var árið 2010, hefur meðal annars verið falið að benda á leiðir að auknu netöryggi. Aðalheiður Ámundadóttir, lögfræðingur og stjórnarmaður í IMMI, alþjóðlegri stofnun um upplýsinga- og tjáningarfrelsi, sem var stofnuð í kjölfar þingsályktunarinnar, bendir á að hér skorti dómafordæmi sem staðfesti það öryggi sem eigi að felast í íslenskum lögum. „Við vitum ekki hvað gerist ef lögreglan krefst gagna og hvað þá ef stjórnvöld í erlendum ríkjum krefjast þess að íslensk yfirvöld veiti þeim einhvern aðgang. Á meðan íslenskir dómstólar hafa ekki fengið að takast á við svona spurningar er erfitt fyrir okkur að átta okkur á því,“ segir Aðalheiður. Hún segir IMMI reglulega fá fyrirspurnir frá fólki sem vilji stofna fyrirtæki hér á landi í þeim tilgangi að bjóða upp á þjónustu sem feli í sér aukið netöryggi. „Þingsályktunin hefur verið samþykkt en vinnunni við að koma henni til framkvæmdar er ekki lokið. Því er erfitt fyrir okkur að svara þessum spurningum og lofa einhverju því hér gæti komið dómur frá Hæstarétti sem segði eitthvað þveröfugt með vísun í almannahagsmuni og þjóðaröryggi,“ segir Aðalheiður og heldur áfram: „Markaðurinn og samkeppnin um bestu friðhelgislausnirnar og löggjöfin þurfa hins vegar að haldast í hendur. Því fagna ég því þegar einkafyrirtæki bjóða lausnir sem eiga að auka netöryggi.“
Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent