Bull á sterum Ólafur Þ. Stephensen skrifar 16. júlí 2014 06:00 Umræðan um ferskt kjöt frá útlöndum, sem spratt af óskum verzlanakeðjunnar Costco um slíkan innflutning, endaði mjög fljótlega úti í gamalkunnugum vegarskurði rangfærslna og hræðsluáróðurs. Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, byrjaði á að spá því að innflutningur á fersku kjöti myndi bitna á langlífi þjóðarinnar. Svo kom flokksformaðurinn hennar og bætti um betur á miðstjórnarfundi í síðustu viku. „Hvað svo sem við hefðum viljað gera, þá hefði það ekki verið heimilt samkvæmt EES-samningnum,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á fundinum. „Það var skondið við þetta að það voru áköfustu ESB-mennirnir sem töldu það vera einangrunarhyggju að ætla að koma í veg fyrir að bandarískt kjöt kæmi hingað inn. 99 prósent af þessu kjöti sem framleitt er í verksmiðjubúum í Bandaríkjunum er sterakjöt.“ Og svo fylgdu lýsingar á því hvernig bandarískt kjöt væri sprautað með hormónum, þvegið upp úr ammóníaki vegna bakteríuinnihalds, sýklum dælt í skepnurnar og svo framvegis. Nú er það rétt að Evrópusambandið og Bandaríkin hafa deilt um framleiðsluaðferðir og búskaparhætti við nautakjötsframleiðslu. En það er einfaldlega ekki rétt að heilbrigðisreglur ESB, sem hafa verið innleiddar hér á landi, banni innflutning á bandarísku kjöti, eins og kom skýrt fram í samtali við Charlottu Oddsdóttur, dýralækni hjá Matvælastofnun, í Fréttablaðinu í gær. Hún segir að miklar upplýsingar liggi fyrir um kjöt sem sé framleitt í Bandaríkjunum og sjúkdómaeftirlit sé þar gott. ESB geri hins vegar miklar kröfur til kjöts sem flutt sé inn á Evrópumarkaðinn. Þær kröfur koma ekki í veg fyrir að ESB úthluti Bandaríkjunum árlega 45.000 tonna tollfrjálsum innflutningskvóta fyrir ferskt hágæðanautakjöt. Það er kjöt sem ekki hefur verið meðhöndlað með hormónum. Jafnvel þótt tala forsætisráðherra um að 99% af hefðbundinni kjötframleiðslu Bandaríkjamanna sé „sterakjöt“ væri rétt (sem er afskaplega hæpið miðað við fyrirliggjandi upplýsingar) er mikið og vaxandi framboð af til dæmis lífrænu kjöti í Bandaríkjunum. Sá sem fer inn á heimasíðu Costco sér að verzlunin býður upp á alls konar kjöt af því tagi, eins og sagt er frá í Fréttablaðinu í dag. Með öðrum orðum: Tal um að hér um bil allt amerískt kjöt sé „sterakjöt“ og að reglur ESB hindri að kjöt eins og það sem Costco býður upp á sé flutt inn til Íslands er hreinræktað bull. Annars má rifja upp, fyrst ráðamenn eru skyndilega farnir að skýla sér á bak við (mis)skilning sinn á EES-reglum til að verjast kjötinnflutningi, að íslenzka ríkið er ennþá ákveðið í að brjóta heilbrigðisreglur EES, sem kveða á um að flytja megi ferskt kjöt á milli EES-landa. Nú er látið reyna á það fyrir dómi hvort ríkinu hafi verið stætt á að banna innflutning á lífrænu, þýzku nautakjöti sem var vottað samkvæmt öllum heilbrigðisreglum sem hér gilda. Það fékkst ekki flutt inn af því að það hafði ekki verið fryst. Neytendur geta leyft sér að vona að niðurstaðan verði sú að leyft verði að flytja inn til Íslands ferskt kjöt sem stenzt þær ströngu kröfur sem eru í gildi í ESB, hvort sem það kjöt kemur frá ESB-ríkjum eða öðrum löndum. Þá hefðum við úr meiru að velja og innlendur landbúnaður fengi samkeppni sem honum veitir ekkert af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Mest lesið Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Skoðun Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um ferskt kjöt frá útlöndum, sem spratt af óskum verzlanakeðjunnar Costco um slíkan innflutning, endaði mjög fljótlega úti í gamalkunnugum vegarskurði rangfærslna og hræðsluáróðurs. Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, byrjaði á að spá því að innflutningur á fersku kjöti myndi bitna á langlífi þjóðarinnar. Svo kom flokksformaðurinn hennar og bætti um betur á miðstjórnarfundi í síðustu viku. „Hvað svo sem við hefðum viljað gera, þá hefði það ekki verið heimilt samkvæmt EES-samningnum,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á fundinum. „Það var skondið við þetta að það voru áköfustu ESB-mennirnir sem töldu það vera einangrunarhyggju að ætla að koma í veg fyrir að bandarískt kjöt kæmi hingað inn. 99 prósent af þessu kjöti sem framleitt er í verksmiðjubúum í Bandaríkjunum er sterakjöt.“ Og svo fylgdu lýsingar á því hvernig bandarískt kjöt væri sprautað með hormónum, þvegið upp úr ammóníaki vegna bakteríuinnihalds, sýklum dælt í skepnurnar og svo framvegis. Nú er það rétt að Evrópusambandið og Bandaríkin hafa deilt um framleiðsluaðferðir og búskaparhætti við nautakjötsframleiðslu. En það er einfaldlega ekki rétt að heilbrigðisreglur ESB, sem hafa verið innleiddar hér á landi, banni innflutning á bandarísku kjöti, eins og kom skýrt fram í samtali við Charlottu Oddsdóttur, dýralækni hjá Matvælastofnun, í Fréttablaðinu í gær. Hún segir að miklar upplýsingar liggi fyrir um kjöt sem sé framleitt í Bandaríkjunum og sjúkdómaeftirlit sé þar gott. ESB geri hins vegar miklar kröfur til kjöts sem flutt sé inn á Evrópumarkaðinn. Þær kröfur koma ekki í veg fyrir að ESB úthluti Bandaríkjunum árlega 45.000 tonna tollfrjálsum innflutningskvóta fyrir ferskt hágæðanautakjöt. Það er kjöt sem ekki hefur verið meðhöndlað með hormónum. Jafnvel þótt tala forsætisráðherra um að 99% af hefðbundinni kjötframleiðslu Bandaríkjamanna sé „sterakjöt“ væri rétt (sem er afskaplega hæpið miðað við fyrirliggjandi upplýsingar) er mikið og vaxandi framboð af til dæmis lífrænu kjöti í Bandaríkjunum. Sá sem fer inn á heimasíðu Costco sér að verzlunin býður upp á alls konar kjöt af því tagi, eins og sagt er frá í Fréttablaðinu í dag. Með öðrum orðum: Tal um að hér um bil allt amerískt kjöt sé „sterakjöt“ og að reglur ESB hindri að kjöt eins og það sem Costco býður upp á sé flutt inn til Íslands er hreinræktað bull. Annars má rifja upp, fyrst ráðamenn eru skyndilega farnir að skýla sér á bak við (mis)skilning sinn á EES-reglum til að verjast kjötinnflutningi, að íslenzka ríkið er ennþá ákveðið í að brjóta heilbrigðisreglur EES, sem kveða á um að flytja megi ferskt kjöt á milli EES-landa. Nú er látið reyna á það fyrir dómi hvort ríkinu hafi verið stætt á að banna innflutning á lífrænu, þýzku nautakjöti sem var vottað samkvæmt öllum heilbrigðisreglum sem hér gilda. Það fékkst ekki flutt inn af því að það hafði ekki verið fryst. Neytendur geta leyft sér að vona að niðurstaðan verði sú að leyft verði að flytja inn til Íslands ferskt kjöt sem stenzt þær ströngu kröfur sem eru í gildi í ESB, hvort sem það kjöt kemur frá ESB-ríkjum eða öðrum löndum. Þá hefðum við úr meiru að velja og innlendur landbúnaður fengi samkeppni sem honum veitir ekkert af.
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar