Tollfrjáls viðskipti við Kína – en ekki strax! Sara Pálsdóttir skrifar 15. júlí 2014 07:00 Þann 1. júlí síðastliðinn tók fríverslunarsamningur Íslands við Kína gildi. Meginatriði samningsins felur í sér niðurfellingu á tollum af vöruviðskiptum milli landanna tveggja. Ávinningur samningsins fyrir íslenska neytendur er því töluverður, þar sem niðurfelling tolla á innfluttar vörur frá Kína ætti að skila sér í verðlækkun til neytenda, en þó ekki strax. Fríverslunarsamningurinn við Kína hefur verið mörg ár í burðarliðnum. Í janúar á þessu ári fullgilti Alþingi samninginn. Þar með urðu íslensk stjórnvöld skuldbundin að þjóðarétti til að uppfylla ákvæði samningsins. Inn- og útflutningsaðilar á Íslandi hafa frá undirritun samningsins sjálfsagt beðið með eftirvæntingu eftir gildistöku hans. Skrifræði og formlegheit urðu til þess að gildistakan varð ekki fyrr en raun bar vitni, sem eðlilegt getur talist við gerð milliríkjasamninga. Gott og vel. Frá og með 1. júlí mega Íslendingar stunda tollfrjáls vöruviðskipti við Kína. En samt ekki strax. Gildistakan er ekki nákvæmlega útfærð í fríverslunarsamningnum, það er að segja hvaða tímamark ræður því hvaða vörur njóti tollfríðinda. Það kemur til að mynda ekki fram að allar vörur tollaðar eftir 1. júlí skuli njóta tollfrelsis. Einungis eru svokallaðar upprunareglur nánar útfærðar í samningnum sem fjalla um það hvaða skilyrði þurfa að vera uppfyllt til þess að vörur njóti fríðindameðferðar.Geðþóttaákvörðun Hvaða reglur gilda þá um tímamarkið? Engar sérstakar reglur um það hafa verið gefnar út af stjórnvöldum. Á vef utanríkisráðuneytisins eru engar upplýsingar um það að finna. Tollembættið virðist hins vegar vera með svör við þessu á hreinu. Samkvæmt þeirra „ákvörðun“ gildir fríðindameðferðin einungis fyrir vörur sem leggja af stað frá Kína eftir gildistökuna, það er 1. júlí. Það er að segja, til að njóta tollfríðindanna samkvæmt fríverslunarsamningnum þarf varan að hafa lagt af stað frá Kína eftir 1. júlí. Það geta liðið margir mánuðir frá því að vara er pöntuð og þangað til að hún er komin til landsins frá Kína. Þar af leiðandi segir gildistakan einungis hálfa söguna, því miður. Í sjálfu sér kemur ákvörðun Tollembættisins ekki á óvart. Þetta gæti verið verra. Þeir hefðu til dæmis getað ákveðið að fríðindameðferðin gildi bara um þær vörur sem byrjað var að framleiða í Kína eftir 1. júlí. Það hljómar kannski langsótt, en er það mikið óeðlilegra en að miða við þann dag sem varan leggur af stað frá Kína? Hvað liggur þarna að baki, annað en að kreista síðustu tolltekjurnar í ríkiskassann? Er eðlilegt að þetta sé háð geðþóttaákvörðun Tollembættisins? Væri ekki nærtækara að miða við þann dag sem vörur frá Kína eru tollaðar? Það er jú dagurinn sem tollurinn er lagður á vöruna, en ekki þegar varan er að leggja af stað hinum megin á hnettinum. Eflaust má deila um það hvort ákvörðun Tollembættisins samrýmist markmiðum fríverslunarsamningsins, en höfundi þykir heldur langt seilst, til að girða fyrir áhrif samningsins sem lengst, en á meðan borgar neytandinn meira. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Guðbjörg verður áfram gul skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Þann 1. júlí síðastliðinn tók fríverslunarsamningur Íslands við Kína gildi. Meginatriði samningsins felur í sér niðurfellingu á tollum af vöruviðskiptum milli landanna tveggja. Ávinningur samningsins fyrir íslenska neytendur er því töluverður, þar sem niðurfelling tolla á innfluttar vörur frá Kína ætti að skila sér í verðlækkun til neytenda, en þó ekki strax. Fríverslunarsamningurinn við Kína hefur verið mörg ár í burðarliðnum. Í janúar á þessu ári fullgilti Alþingi samninginn. Þar með urðu íslensk stjórnvöld skuldbundin að þjóðarétti til að uppfylla ákvæði samningsins. Inn- og útflutningsaðilar á Íslandi hafa frá undirritun samningsins sjálfsagt beðið með eftirvæntingu eftir gildistöku hans. Skrifræði og formlegheit urðu til þess að gildistakan varð ekki fyrr en raun bar vitni, sem eðlilegt getur talist við gerð milliríkjasamninga. Gott og vel. Frá og með 1. júlí mega Íslendingar stunda tollfrjáls vöruviðskipti við Kína. En samt ekki strax. Gildistakan er ekki nákvæmlega útfærð í fríverslunarsamningnum, það er að segja hvaða tímamark ræður því hvaða vörur njóti tollfríðinda. Það kemur til að mynda ekki fram að allar vörur tollaðar eftir 1. júlí skuli njóta tollfrelsis. Einungis eru svokallaðar upprunareglur nánar útfærðar í samningnum sem fjalla um það hvaða skilyrði þurfa að vera uppfyllt til þess að vörur njóti fríðindameðferðar.Geðþóttaákvörðun Hvaða reglur gilda þá um tímamarkið? Engar sérstakar reglur um það hafa verið gefnar út af stjórnvöldum. Á vef utanríkisráðuneytisins eru engar upplýsingar um það að finna. Tollembættið virðist hins vegar vera með svör við þessu á hreinu. Samkvæmt þeirra „ákvörðun“ gildir fríðindameðferðin einungis fyrir vörur sem leggja af stað frá Kína eftir gildistökuna, það er 1. júlí. Það er að segja, til að njóta tollfríðindanna samkvæmt fríverslunarsamningnum þarf varan að hafa lagt af stað frá Kína eftir 1. júlí. Það geta liðið margir mánuðir frá því að vara er pöntuð og þangað til að hún er komin til landsins frá Kína. Þar af leiðandi segir gildistakan einungis hálfa söguna, því miður. Í sjálfu sér kemur ákvörðun Tollembættisins ekki á óvart. Þetta gæti verið verra. Þeir hefðu til dæmis getað ákveðið að fríðindameðferðin gildi bara um þær vörur sem byrjað var að framleiða í Kína eftir 1. júlí. Það hljómar kannski langsótt, en er það mikið óeðlilegra en að miða við þann dag sem varan leggur af stað frá Kína? Hvað liggur þarna að baki, annað en að kreista síðustu tolltekjurnar í ríkiskassann? Er eðlilegt að þetta sé háð geðþóttaákvörðun Tollembættisins? Væri ekki nærtækara að miða við þann dag sem vörur frá Kína eru tollaðar? Það er jú dagurinn sem tollurinn er lagður á vöruna, en ekki þegar varan er að leggja af stað hinum megin á hnettinum. Eflaust má deila um það hvort ákvörðun Tollembættisins samrýmist markmiðum fríverslunarsamningsins, en höfundi þykir heldur langt seilst, til að girða fyrir áhrif samningsins sem lengst, en á meðan borgar neytandinn meira.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun