Um kynningu á frístundastarfi í grunnskólum Eva Dögg Guðmundsdóttir skrifar 15. júlí 2014 07:00 Þann 11. júlí var stutt viðtal í Fréttablaðinu við undirritaða vegna frístundaverkefnisins Samspils sem er ókeypis íþróttaæfingar á skólalóð Fellaskóla í sumar og styrkt af ÍTR. Þar kemur fram að kynning á Samspili hafi ekki farið fram í grunnskólum vegna reglna sem heimila ekki auglýsingar í grunnskólum. Í viðtali í Fréttablaðinu við Hauk Þór Haraldsson, framkvæmdastjóra ÍR, degi síðar kemur fram að íþróttafélagið hafi orðið vart við að foreldrar viti ekki af frístundakortinu, enda hafi verið lokað á kynningu á íþróttastarfi í grunnskólum haustið 2011. Árið 2009 voru settar leiðbeinandi reglur frá talsmanni neytenda og umboðsmanni barna og til að vitna í greinina stendur: „…engar auglýsingar skuli vera í grunnskólum eða leikskólum né önnur markaðssókn.“ Rannsóknir á Norðurlöndunum hafa sýnt fram á að íþróttaiðkun barna hafi ávinning fyrir bæði einstaklingana en einnig samfélagið. Umfangsmikil doktorsrannsókn Stefans Wagnsson frá 2009 þar sem yfir 1.200 ungmenni í Svíþjóð tóku þátt, leiddi meðal annars í ljós að krakkar sem eru í íþróttum eru líklegri til að halda sig innan félagslegra norma í samfélaginu en þeir sem ekki stunda íþróttir. Þar að auki sýndi rannsóknin fram á að börnunum sem tóku þátt í íþróttum fannst þau vera vinsælli og njóta meiri viðurkenningar af vinunum en þau sem voru ekki í íþróttum. Í skýrslu frá Lýðheilsustöð Danmerkur (Sundhedsstyrelsen, 2008) er sýnt fram á að íþróttaþátttaka hjá börnum hefur í för með sér eftirfarandi þætti: Meiri lífsgleði og aukið sjálfstraust. Gott heilsufar. Börnum finnst þau í minna mæli vera hjálparlaus. Þau upplifa síður morgunþreytu. Þau eiga auðveldara með að eignast vini. Þeim finnst þau síður vera útundan. Ég vil nýta tækifærið og hvetja hina nýju borgarstjórn í Reykjavík til að endurskoða þessar reglur svo að börnin í Reykjavík fari ekki á mis við frístundakortið og að íþróttahreyfingin geti haldið áfram að sinna því mikilvæga forvarnastarfi sem fer fram innan íþróttafélaganna. Forvarnastarf sem er til hagsbóta fyrir einstaklinga og samfélagið í heild sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Þann 11. júlí var stutt viðtal í Fréttablaðinu við undirritaða vegna frístundaverkefnisins Samspils sem er ókeypis íþróttaæfingar á skólalóð Fellaskóla í sumar og styrkt af ÍTR. Þar kemur fram að kynning á Samspili hafi ekki farið fram í grunnskólum vegna reglna sem heimila ekki auglýsingar í grunnskólum. Í viðtali í Fréttablaðinu við Hauk Þór Haraldsson, framkvæmdastjóra ÍR, degi síðar kemur fram að íþróttafélagið hafi orðið vart við að foreldrar viti ekki af frístundakortinu, enda hafi verið lokað á kynningu á íþróttastarfi í grunnskólum haustið 2011. Árið 2009 voru settar leiðbeinandi reglur frá talsmanni neytenda og umboðsmanni barna og til að vitna í greinina stendur: „…engar auglýsingar skuli vera í grunnskólum eða leikskólum né önnur markaðssókn.“ Rannsóknir á Norðurlöndunum hafa sýnt fram á að íþróttaiðkun barna hafi ávinning fyrir bæði einstaklingana en einnig samfélagið. Umfangsmikil doktorsrannsókn Stefans Wagnsson frá 2009 þar sem yfir 1.200 ungmenni í Svíþjóð tóku þátt, leiddi meðal annars í ljós að krakkar sem eru í íþróttum eru líklegri til að halda sig innan félagslegra norma í samfélaginu en þeir sem ekki stunda íþróttir. Þar að auki sýndi rannsóknin fram á að börnunum sem tóku þátt í íþróttum fannst þau vera vinsælli og njóta meiri viðurkenningar af vinunum en þau sem voru ekki í íþróttum. Í skýrslu frá Lýðheilsustöð Danmerkur (Sundhedsstyrelsen, 2008) er sýnt fram á að íþróttaþátttaka hjá börnum hefur í för með sér eftirfarandi þætti: Meiri lífsgleði og aukið sjálfstraust. Gott heilsufar. Börnum finnst þau í minna mæli vera hjálparlaus. Þau upplifa síður morgunþreytu. Þau eiga auðveldara með að eignast vini. Þeim finnst þau síður vera útundan. Ég vil nýta tækifærið og hvetja hina nýju borgarstjórn í Reykjavík til að endurskoða þessar reglur svo að börnin í Reykjavík fari ekki á mis við frístundakortið og að íþróttahreyfingin geti haldið áfram að sinna því mikilvæga forvarnastarfi sem fer fram innan íþróttafélaganna. Forvarnastarf sem er til hagsbóta fyrir einstaklinga og samfélagið í heild sinni.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar