Frjáls úr höftum Unnur Brá Konráðsdóttir skrifar 10. júlí 2014 07:00 Einstaklingsfrelsi og atvinnufrelsi með hagsmuni allra stétta fyrir augum eru þeir hornsteinar sem farsælt er að byggja öflugt samfélag á. Aukið frelsi í viðskiptum bætir ekki aðeins möguleika atvinnulífsins til að vaxa og þróast heldur leiðir einnig af sér aukna samkeppni, neytendum til hagsbóta. Á undanförnum áratugum hafa margir jákvæðir áfangar náðst í átt að auknu viðskiptafrelsi og heyrir nú til undantekninga ef ríki eða sveitarfélög standa í verslunarrekstri. Sá þáttur sem mest áhrif hefur haft í íslensku samfélagi í átt til aukins viðskiptafrelsis er aðild Íslands að EES-samningnum. Í kjölfar hans má segja að frelsi í viðskiptum hafi átt sviðið. Við sem aðhyllumst frelsi í viðskiptum hljótum öll að fagna þeirri umræðu sem skapast hefur um sölu áfengis, lyfja og landbúnaðarafurða í kjölfar frétta af áhuga verslunarkeðjunnar Costco á að opna verslun á Íslandi. Ég tel að afnema eigi einkasölu ríkisins á áfengi og heimila öðrum en apótekum að selja lyf í smásölu en ljóst er að breytingar í átt til aukins viðskiptafrelsis verða alltaf almennar en ekki sértækar fyrir eina verslunarkeðju. Hvað landbúnaðinn varðar þá er hollt fyrir okkur að taka umræðu um kosti og galla núverandi fyrirkomulags. Ef við teljum rétt að viðhalda því óbreyttu þá þarf að rökstyðja það vel. Matvælaöryggi er mikilvægt sem og byggðasjónarmið og auðvitað eigum við að gera ákveðnar gæðakröfur til þeirra matvæla sem flutt eru til landsins. Í nútímanum gengur hins vegar ekki að halda því fram að allt sem komi frá útlöndum leiði af sér heilsubrest og hörmungar. Ef við teljum íslenskar afurðir margfalt betri og hollari en aðrar hvers vegna teljum við þá sjálfgefið að þær vörur fari halloka í samkeppni við erlenda vöru af margfalt minni gæðum? Ein er þó sú hindrun sem yfirskyggir allar aðrar hindranir í íslensku viðskiptalífi. Það eru gjaldeyrishöftin. Forsenda þess að fyrirtæki og einstaklingar í landinu geti skapað aukin verðmæti er afnám þeirra. Þess vegna er stærsta verkefni okkar Íslendinga á næstu mánuðum að afnema gjaldeyrishöftin. Frjáls úr þeim höftum eru okkur allir vegir færir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Einstaklingsfrelsi og atvinnufrelsi með hagsmuni allra stétta fyrir augum eru þeir hornsteinar sem farsælt er að byggja öflugt samfélag á. Aukið frelsi í viðskiptum bætir ekki aðeins möguleika atvinnulífsins til að vaxa og þróast heldur leiðir einnig af sér aukna samkeppni, neytendum til hagsbóta. Á undanförnum áratugum hafa margir jákvæðir áfangar náðst í átt að auknu viðskiptafrelsi og heyrir nú til undantekninga ef ríki eða sveitarfélög standa í verslunarrekstri. Sá þáttur sem mest áhrif hefur haft í íslensku samfélagi í átt til aukins viðskiptafrelsis er aðild Íslands að EES-samningnum. Í kjölfar hans má segja að frelsi í viðskiptum hafi átt sviðið. Við sem aðhyllumst frelsi í viðskiptum hljótum öll að fagna þeirri umræðu sem skapast hefur um sölu áfengis, lyfja og landbúnaðarafurða í kjölfar frétta af áhuga verslunarkeðjunnar Costco á að opna verslun á Íslandi. Ég tel að afnema eigi einkasölu ríkisins á áfengi og heimila öðrum en apótekum að selja lyf í smásölu en ljóst er að breytingar í átt til aukins viðskiptafrelsis verða alltaf almennar en ekki sértækar fyrir eina verslunarkeðju. Hvað landbúnaðinn varðar þá er hollt fyrir okkur að taka umræðu um kosti og galla núverandi fyrirkomulags. Ef við teljum rétt að viðhalda því óbreyttu þá þarf að rökstyðja það vel. Matvælaöryggi er mikilvægt sem og byggðasjónarmið og auðvitað eigum við að gera ákveðnar gæðakröfur til þeirra matvæla sem flutt eru til landsins. Í nútímanum gengur hins vegar ekki að halda því fram að allt sem komi frá útlöndum leiði af sér heilsubrest og hörmungar. Ef við teljum íslenskar afurðir margfalt betri og hollari en aðrar hvers vegna teljum við þá sjálfgefið að þær vörur fari halloka í samkeppni við erlenda vöru af margfalt minni gæðum? Ein er þó sú hindrun sem yfirskyggir allar aðrar hindranir í íslensku viðskiptalífi. Það eru gjaldeyrishöftin. Forsenda þess að fyrirtæki og einstaklingar í landinu geti skapað aukin verðmæti er afnám þeirra. Þess vegna er stærsta verkefni okkar Íslendinga á næstu mánuðum að afnema gjaldeyrishöftin. Frjáls úr þeim höftum eru okkur allir vegir færir.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar