Af hverju náttúruverndargjald í Reykjahlíð? Fyrri grein Ólafur H. Jónsson skrifar 10. júlí 2014 07:00 1 Af hverju náttúruverndargjald? Fjöldi erlendra ferðamanna í Mývatnssveit hefur nær sexfaldast á síðasta áratug. Áætlað er að um 400.000 erlendir ferðamenn heimsæki sveitina í ár. Vegna gífurlegs ágangs erlendra ferðamanna nær náttúran ekki að viðhalda sér, auk þess sem öryggi ferðamanna er ábótavant. Ríkið hefur ekki komið að uppbyggingu í einkalandi á Íslandi síðasta áratug og lítið sem ekkert á því landi sem er í ríkisforsjá, sbr. þjóðgarðinn á Þingvöllum og aðrar náttúruperlur. Landeigendur í Landeigendum Reykjahlíðar ehf. (LR ehf.) hafa miklar áhyggjur af versnandi ástandi náttúrunnar í sínu landi. Því hefur sú leið verið farin að óska eftir að þeir sem njóti hennar, taki þátt í kostnaði við uppbyggingu svæðanna. Tveir kostir voru í stöðunni: að loka þessum svæðum eða hefja gjaldtöku strax. Gjaldtöku við Dettifoss var frestað til 1. maí 2015.2 Hversu hátt er gjaldið? Inn á hvorn stað, Hveri austan Námaskarðs og Leirhnjúk, er gjaldið 800 kr. m/vsk. og frítt fyrir 18 ára og yngri. Af hverjum miða tekur ríkið 163 kr. (25,5% virðisauki) sem er ný tekjulind sem rennur beint til ríkisins. Þessar 163 krónur skila sér líklega ekki til baka til uppbyggingar á okkar svæði. Athugaður var sá möguleiki að Íslendingar fengju frítt inn á svæðin en óvíst er að það hefði staðist íslensk lög. Athygli vekur að þó að ferðaþjónustuaðilar fái um 450 milljónir króna árlega frá ríkinu í endurgreiddan virðisauka, þá hafa þeir ekki veitt neina fjármuni í verndun eða uppbyggingu náttúrusvæða sem þeir selja ferðamönnum inn á. Því er erfitt að skilja gagnrýni þeirra á gjaldtöku fyrir uppbyggingu á ferðamannasvæðum. Í dag á sér stað mismunun í ferðaþjónustu, því sumir greiða engan virðisauka, aðrir 7%, en landeigendur í Reykjahlíð eru skyldaðir til að greiða 25,5%. Hvers vegna?3 Hverjir eiga Reykjahlíð, stærstu jörð í einkaeigu á Íslandi, og hvernig eignuðust þeir hana? Jörðin Reykjahlíð, sem talin er vera um 150 þúsund hektarar að flatarmáli, er í eigu 17 einstaklinga og fjölskyldna þeirra og eru eignarhlutirnir mismunandi stórt hlutfall af jörðinni, frá 0,55% upp í 25%. Jörðin Reykjahlíð var keypt árið 1895 fyrir 7.000 ríkisdali auk jarðar sem var sett upp í kaupverðið. Eigninni fylgdu þær kvaðir að ferja alla ferðamenn yfir Jökulsá á Fjöllum og tóku Reykhlíðungar ferjutoll fyrir. Eigendur hafa frá upphafi til dagsins í dag greitt alla skatta og skyldur af jörðinni eða í 119 ár! Jörðin Reykjahlíð er ekki sjálftökujörð. Tekjur af jörðinni eru mjög litlar miðað við gæði, umfang og stærð. Landeigendur stofnuðu hagsmunafélag allra landeigenda í formi einkahlutafélags (ehf.) árið 2002 og er hlutur hvers og eins í félaginu í samræmi við eignarhlut hans í jörðinni.4 Hvernig verður náttúruverndargjaldinu ráðstafað? Landeigendur hafa því miður ekki laust fjármagn og hefur LR ehf. tekið á sig fjárskuldbindingar vegna stofnkostnaðar þessa verkefnis ásamt vinnulaunum upp á nær 30-40 m.kr. Fyrst verður staðið við þær skuldbindingar og það sem eftir er fer í uppbyggingu og verndun. Á næstu árum eru mörg verkefni áætluð, svo sem hönnun og bygging þjónustuhúsa, göngupalla/útsýnispalla (allt handunnið), bílastæða, salernisþjónustu og ótal lagfæringa á illa förnum göngustígum í kílómetratali. Öll uppbygging tekur mið af náttúru hvers svæðis. Heimamenn, sem best þekkja sitt eigið land, munu koma að þessum framkvæmdum ásamt sérfræðingum á hverju sviði.5 Hvers vegna ekki að bíða eftir „náttúrupassa“ 2015? Verulegur meirihluti landeigenda treystir ekki ríkinu né stjórnmálamönnum til að koma með útfærslu á gjaldtöku þannig að Mývatnssveit/Reykjahlíð fái það sem henni ber miðað við fjölda ferðamanna sem koma í sveitina. Löng reynsla af aðgerðaleysi ríkisins sem og sjóða í þess umsjá undanfarin 12 ár sýnir það. Einkaaðilum er og verður ekki gert hátt undir höfði varðandi úthlutun úr sjóðum sem stjórnað er af ríkinu. Á því verður engin breyting. Fjölmennar nefndir á vegum ríkisins, ráðuneyti og samtök ferðaþjónustunnar (SAF o.fl.) hafa ekki skýrt á einfaldan hátt, hvernig slík gjaldtaka verður útfærð, hver fær hvað eða hvernig hlutfallið verður reiknað út, t.d fyrir Reykjahlíð. Á meðan svo er, er það skylda okkar að vernda landið og því hefjum við gjaldtöku nú í sumar. Við erum samt tilbúin til viðræðna um góðar hugmyndir, en því miður er ekki mikil bjartsýni meðal flestra landeigenda. Það sem vakir fyrir landeigendum Reykjahlíðar er að vernda náttúruna og skapa góða ímynd þegar til lengri tíma er litið. Verið velkomin á upplýsinga- og sölusíðu verkefnis okkar: www.náttúrugjald.isFrh. kemur í grein 2 er birtist síðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
1 Af hverju náttúruverndargjald? Fjöldi erlendra ferðamanna í Mývatnssveit hefur nær sexfaldast á síðasta áratug. Áætlað er að um 400.000 erlendir ferðamenn heimsæki sveitina í ár. Vegna gífurlegs ágangs erlendra ferðamanna nær náttúran ekki að viðhalda sér, auk þess sem öryggi ferðamanna er ábótavant. Ríkið hefur ekki komið að uppbyggingu í einkalandi á Íslandi síðasta áratug og lítið sem ekkert á því landi sem er í ríkisforsjá, sbr. þjóðgarðinn á Þingvöllum og aðrar náttúruperlur. Landeigendur í Landeigendum Reykjahlíðar ehf. (LR ehf.) hafa miklar áhyggjur af versnandi ástandi náttúrunnar í sínu landi. Því hefur sú leið verið farin að óska eftir að þeir sem njóti hennar, taki þátt í kostnaði við uppbyggingu svæðanna. Tveir kostir voru í stöðunni: að loka þessum svæðum eða hefja gjaldtöku strax. Gjaldtöku við Dettifoss var frestað til 1. maí 2015.2 Hversu hátt er gjaldið? Inn á hvorn stað, Hveri austan Námaskarðs og Leirhnjúk, er gjaldið 800 kr. m/vsk. og frítt fyrir 18 ára og yngri. Af hverjum miða tekur ríkið 163 kr. (25,5% virðisauki) sem er ný tekjulind sem rennur beint til ríkisins. Þessar 163 krónur skila sér líklega ekki til baka til uppbyggingar á okkar svæði. Athugaður var sá möguleiki að Íslendingar fengju frítt inn á svæðin en óvíst er að það hefði staðist íslensk lög. Athygli vekur að þó að ferðaþjónustuaðilar fái um 450 milljónir króna árlega frá ríkinu í endurgreiddan virðisauka, þá hafa þeir ekki veitt neina fjármuni í verndun eða uppbyggingu náttúrusvæða sem þeir selja ferðamönnum inn á. Því er erfitt að skilja gagnrýni þeirra á gjaldtöku fyrir uppbyggingu á ferðamannasvæðum. Í dag á sér stað mismunun í ferðaþjónustu, því sumir greiða engan virðisauka, aðrir 7%, en landeigendur í Reykjahlíð eru skyldaðir til að greiða 25,5%. Hvers vegna?3 Hverjir eiga Reykjahlíð, stærstu jörð í einkaeigu á Íslandi, og hvernig eignuðust þeir hana? Jörðin Reykjahlíð, sem talin er vera um 150 þúsund hektarar að flatarmáli, er í eigu 17 einstaklinga og fjölskyldna þeirra og eru eignarhlutirnir mismunandi stórt hlutfall af jörðinni, frá 0,55% upp í 25%. Jörðin Reykjahlíð var keypt árið 1895 fyrir 7.000 ríkisdali auk jarðar sem var sett upp í kaupverðið. Eigninni fylgdu þær kvaðir að ferja alla ferðamenn yfir Jökulsá á Fjöllum og tóku Reykhlíðungar ferjutoll fyrir. Eigendur hafa frá upphafi til dagsins í dag greitt alla skatta og skyldur af jörðinni eða í 119 ár! Jörðin Reykjahlíð er ekki sjálftökujörð. Tekjur af jörðinni eru mjög litlar miðað við gæði, umfang og stærð. Landeigendur stofnuðu hagsmunafélag allra landeigenda í formi einkahlutafélags (ehf.) árið 2002 og er hlutur hvers og eins í félaginu í samræmi við eignarhlut hans í jörðinni.4 Hvernig verður náttúruverndargjaldinu ráðstafað? Landeigendur hafa því miður ekki laust fjármagn og hefur LR ehf. tekið á sig fjárskuldbindingar vegna stofnkostnaðar þessa verkefnis ásamt vinnulaunum upp á nær 30-40 m.kr. Fyrst verður staðið við þær skuldbindingar og það sem eftir er fer í uppbyggingu og verndun. Á næstu árum eru mörg verkefni áætluð, svo sem hönnun og bygging þjónustuhúsa, göngupalla/útsýnispalla (allt handunnið), bílastæða, salernisþjónustu og ótal lagfæringa á illa förnum göngustígum í kílómetratali. Öll uppbygging tekur mið af náttúru hvers svæðis. Heimamenn, sem best þekkja sitt eigið land, munu koma að þessum framkvæmdum ásamt sérfræðingum á hverju sviði.5 Hvers vegna ekki að bíða eftir „náttúrupassa“ 2015? Verulegur meirihluti landeigenda treystir ekki ríkinu né stjórnmálamönnum til að koma með útfærslu á gjaldtöku þannig að Mývatnssveit/Reykjahlíð fái það sem henni ber miðað við fjölda ferðamanna sem koma í sveitina. Löng reynsla af aðgerðaleysi ríkisins sem og sjóða í þess umsjá undanfarin 12 ár sýnir það. Einkaaðilum er og verður ekki gert hátt undir höfði varðandi úthlutun úr sjóðum sem stjórnað er af ríkinu. Á því verður engin breyting. Fjölmennar nefndir á vegum ríkisins, ráðuneyti og samtök ferðaþjónustunnar (SAF o.fl.) hafa ekki skýrt á einfaldan hátt, hvernig slík gjaldtaka verður útfærð, hver fær hvað eða hvernig hlutfallið verður reiknað út, t.d fyrir Reykjahlíð. Á meðan svo er, er það skylda okkar að vernda landið og því hefjum við gjaldtöku nú í sumar. Við erum samt tilbúin til viðræðna um góðar hugmyndir, en því miður er ekki mikil bjartsýni meðal flestra landeigenda. Það sem vakir fyrir landeigendum Reykjahlíðar er að vernda náttúruna og skapa góða ímynd þegar til lengri tíma er litið. Verið velkomin á upplýsinga- og sölusíðu verkefnis okkar: www.náttúrugjald.isFrh. kemur í grein 2 er birtist síðar.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar