Þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna – mikilvægur árangur hefur náðst Bryndís Eiríksdóttir skrifar 8. júlí 2014 07:00 Þann 7. júlí síðastliðinn kom út árleg skýrsla Sameinuðu þjóðanna um stöðu Þúsaldarmarkmiðanna, sem samþykkt voru á svokölluðum Þúsaldarfundi árið 2000. Markmiðin eru átta talsins með mælanlegum og tímasettum undirmarkmiðum sem eiga að nást fyrir lok ársins 2015. Tilgangurinn er að stuðla að bættum hag fólks um allan heim með því að draga úr fátækt og hungri, efla þróun, mannréttindi og umhverfisvernd. Í skýrslunni er farið yfir hvert markmið fyrir sig, þær framfarir sem hafa átt sér stað og þar sem lítið hefur áunnist. Í skýrslunni er kveðið á um mikilvægi þess að áreiðanleg gögn séu til staðar svo hægt sé að mæla og meta árangur.Mikilvægur árangur Mikill árangur hefur náðst frá því að Þúsaldarmarkmiðin voru samþykkt. Niðurstöður skýrslunnar sýna að samstilltar aðgerðir ríkisstjórna, alþjóðasamfélagsins, borgarasamfélaga og einkageirans hafa borið árangur. Samkvæmt skýrslunni hefur tekist að ná mörgum undirmarkmiðum eins og að draga úr fátækt, auka aðgengi að drykkjarvatni og bæta lífsskilyrði íbúa í fátækrahverfum stórborga. Einnig hefur hlutfall mæðradauða í heiminum lækkað um 45% frá árinu 1990. Líkurnar á að barn deyi fyrir 5 ára aldur hafa minnkað um nær helming á undanförnum 20 árum, sem þýðir að um 17.000 börnum er bjargað daglega. Skólaganga barna hefur aukist en 90% barna á grunnskólaaldri í þróunarlöndum ganga í skóla og hlutfall stúlkna í skólum hefur einnig aukist. Betra aðgengi að meðferð við HIV er talið hafa bjargað um 6,6 milljónum mannslífa frá árinu 1995 og aðgerðir til að draga úr útbreiðslu berkla og malaríu í heiminum hafa borið mikinn árangur.Enn er þó langt í land Þrátt fyrir þann árangur sem þegar hefur náðst er enn langt í land á mörgum sviðum. Ekki er talið víst að markmiðið um að fækka um helming þeim íbúum heims sem búa við hungursneyð náist fyrir lok ársins 2015, nema með verulega auknu átaki á komandi ári. Í skýrslunni kemur fram að helsta dánarorsök ungra barna eru sjúkdómar sem hægt er að koma í veg fyrir. Það sama á við um helstu orsakir mæðradauða en árið 2013 dóu um 300.000 konur í heiminum við barnsburð eða á meðgöngu. Dregið hefur úr vannæringu meðal ungra barna en samt sem áður er talið að um 162 milljónir barna séu vannærð, sem er óásættanlegt ástand. Þrátt fyrir aukna þátttöku barna í skólum eru 58 milljónir barna ekki í grunnskóla, helmingur þeirra býr á átakasvæðum. Hlutfall brottfalls úr skólum er einnig hátt. Í skýrslunni er einnig tekið fram að þrátt fyrir miklar framfarir í að bæta aðgengi og áreiðanleika tölfræðigagna er upplýsingaöflun enn ófullnægjandi í mörgum löndum.Hvað tekur við eftir 2015? Mikil vinna er nú í gangi hjá Sameinuðu þjóðunum við að móta ný þróunarmarkmið sem munu taka við eftir árið 2015. Í skýrslunni segir að áframhaldandi framfarir næstu mánuði séu nauðsynlegar og muni byggja sterkan grunn fyrir nýja þróunaráætlun. Nú þegar einungis eitt ár er til stefnu þurfi að setja aukinn kraft í vinnuna og sameiginlegt átak allra þjóða sé nauðsynlegt til að hægt sé að ná Þúsaldarmarkmiðunum fyrir lok árs 2015 og bæta lífsskilyrði fólks í heiminum. Skýrsluna má nálgast á síðunni www.2015.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 7. júlí síðastliðinn kom út árleg skýrsla Sameinuðu þjóðanna um stöðu Þúsaldarmarkmiðanna, sem samþykkt voru á svokölluðum Þúsaldarfundi árið 2000. Markmiðin eru átta talsins með mælanlegum og tímasettum undirmarkmiðum sem eiga að nást fyrir lok ársins 2015. Tilgangurinn er að stuðla að bættum hag fólks um allan heim með því að draga úr fátækt og hungri, efla þróun, mannréttindi og umhverfisvernd. Í skýrslunni er farið yfir hvert markmið fyrir sig, þær framfarir sem hafa átt sér stað og þar sem lítið hefur áunnist. Í skýrslunni er kveðið á um mikilvægi þess að áreiðanleg gögn séu til staðar svo hægt sé að mæla og meta árangur.Mikilvægur árangur Mikill árangur hefur náðst frá því að Þúsaldarmarkmiðin voru samþykkt. Niðurstöður skýrslunnar sýna að samstilltar aðgerðir ríkisstjórna, alþjóðasamfélagsins, borgarasamfélaga og einkageirans hafa borið árangur. Samkvæmt skýrslunni hefur tekist að ná mörgum undirmarkmiðum eins og að draga úr fátækt, auka aðgengi að drykkjarvatni og bæta lífsskilyrði íbúa í fátækrahverfum stórborga. Einnig hefur hlutfall mæðradauða í heiminum lækkað um 45% frá árinu 1990. Líkurnar á að barn deyi fyrir 5 ára aldur hafa minnkað um nær helming á undanförnum 20 árum, sem þýðir að um 17.000 börnum er bjargað daglega. Skólaganga barna hefur aukist en 90% barna á grunnskólaaldri í þróunarlöndum ganga í skóla og hlutfall stúlkna í skólum hefur einnig aukist. Betra aðgengi að meðferð við HIV er talið hafa bjargað um 6,6 milljónum mannslífa frá árinu 1995 og aðgerðir til að draga úr útbreiðslu berkla og malaríu í heiminum hafa borið mikinn árangur.Enn er þó langt í land Þrátt fyrir þann árangur sem þegar hefur náðst er enn langt í land á mörgum sviðum. Ekki er talið víst að markmiðið um að fækka um helming þeim íbúum heims sem búa við hungursneyð náist fyrir lok ársins 2015, nema með verulega auknu átaki á komandi ári. Í skýrslunni kemur fram að helsta dánarorsök ungra barna eru sjúkdómar sem hægt er að koma í veg fyrir. Það sama á við um helstu orsakir mæðradauða en árið 2013 dóu um 300.000 konur í heiminum við barnsburð eða á meðgöngu. Dregið hefur úr vannæringu meðal ungra barna en samt sem áður er talið að um 162 milljónir barna séu vannærð, sem er óásættanlegt ástand. Þrátt fyrir aukna þátttöku barna í skólum eru 58 milljónir barna ekki í grunnskóla, helmingur þeirra býr á átakasvæðum. Hlutfall brottfalls úr skólum er einnig hátt. Í skýrslunni er einnig tekið fram að þrátt fyrir miklar framfarir í að bæta aðgengi og áreiðanleika tölfræðigagna er upplýsingaöflun enn ófullnægjandi í mörgum löndum.Hvað tekur við eftir 2015? Mikil vinna er nú í gangi hjá Sameinuðu þjóðunum við að móta ný þróunarmarkmið sem munu taka við eftir árið 2015. Í skýrslunni segir að áframhaldandi framfarir næstu mánuði séu nauðsynlegar og muni byggja sterkan grunn fyrir nýja þróunaráætlun. Nú þegar einungis eitt ár er til stefnu þurfi að setja aukinn kraft í vinnuna og sameiginlegt átak allra þjóða sé nauðsynlegt til að hægt sé að ná Þúsaldarmarkmiðunum fyrir lok árs 2015 og bæta lífsskilyrði fólks í heiminum. Skýrsluna má nálgast á síðunni www.2015.is
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar