Þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna – mikilvægur árangur hefur náðst Bryndís Eiríksdóttir skrifar 8. júlí 2014 07:00 Þann 7. júlí síðastliðinn kom út árleg skýrsla Sameinuðu þjóðanna um stöðu Þúsaldarmarkmiðanna, sem samþykkt voru á svokölluðum Þúsaldarfundi árið 2000. Markmiðin eru átta talsins með mælanlegum og tímasettum undirmarkmiðum sem eiga að nást fyrir lok ársins 2015. Tilgangurinn er að stuðla að bættum hag fólks um allan heim með því að draga úr fátækt og hungri, efla þróun, mannréttindi og umhverfisvernd. Í skýrslunni er farið yfir hvert markmið fyrir sig, þær framfarir sem hafa átt sér stað og þar sem lítið hefur áunnist. Í skýrslunni er kveðið á um mikilvægi þess að áreiðanleg gögn séu til staðar svo hægt sé að mæla og meta árangur.Mikilvægur árangur Mikill árangur hefur náðst frá því að Þúsaldarmarkmiðin voru samþykkt. Niðurstöður skýrslunnar sýna að samstilltar aðgerðir ríkisstjórna, alþjóðasamfélagsins, borgarasamfélaga og einkageirans hafa borið árangur. Samkvæmt skýrslunni hefur tekist að ná mörgum undirmarkmiðum eins og að draga úr fátækt, auka aðgengi að drykkjarvatni og bæta lífsskilyrði íbúa í fátækrahverfum stórborga. Einnig hefur hlutfall mæðradauða í heiminum lækkað um 45% frá árinu 1990. Líkurnar á að barn deyi fyrir 5 ára aldur hafa minnkað um nær helming á undanförnum 20 árum, sem þýðir að um 17.000 börnum er bjargað daglega. Skólaganga barna hefur aukist en 90% barna á grunnskólaaldri í þróunarlöndum ganga í skóla og hlutfall stúlkna í skólum hefur einnig aukist. Betra aðgengi að meðferð við HIV er talið hafa bjargað um 6,6 milljónum mannslífa frá árinu 1995 og aðgerðir til að draga úr útbreiðslu berkla og malaríu í heiminum hafa borið mikinn árangur.Enn er þó langt í land Þrátt fyrir þann árangur sem þegar hefur náðst er enn langt í land á mörgum sviðum. Ekki er talið víst að markmiðið um að fækka um helming þeim íbúum heims sem búa við hungursneyð náist fyrir lok ársins 2015, nema með verulega auknu átaki á komandi ári. Í skýrslunni kemur fram að helsta dánarorsök ungra barna eru sjúkdómar sem hægt er að koma í veg fyrir. Það sama á við um helstu orsakir mæðradauða en árið 2013 dóu um 300.000 konur í heiminum við barnsburð eða á meðgöngu. Dregið hefur úr vannæringu meðal ungra barna en samt sem áður er talið að um 162 milljónir barna séu vannærð, sem er óásættanlegt ástand. Þrátt fyrir aukna þátttöku barna í skólum eru 58 milljónir barna ekki í grunnskóla, helmingur þeirra býr á átakasvæðum. Hlutfall brottfalls úr skólum er einnig hátt. Í skýrslunni er einnig tekið fram að þrátt fyrir miklar framfarir í að bæta aðgengi og áreiðanleika tölfræðigagna er upplýsingaöflun enn ófullnægjandi í mörgum löndum.Hvað tekur við eftir 2015? Mikil vinna er nú í gangi hjá Sameinuðu þjóðunum við að móta ný þróunarmarkmið sem munu taka við eftir árið 2015. Í skýrslunni segir að áframhaldandi framfarir næstu mánuði séu nauðsynlegar og muni byggja sterkan grunn fyrir nýja þróunaráætlun. Nú þegar einungis eitt ár er til stefnu þurfi að setja aukinn kraft í vinnuna og sameiginlegt átak allra þjóða sé nauðsynlegt til að hægt sé að ná Þúsaldarmarkmiðunum fyrir lok árs 2015 og bæta lífsskilyrði fólks í heiminum. Skýrsluna má nálgast á síðunni www.2015.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Þann 7. júlí síðastliðinn kom út árleg skýrsla Sameinuðu þjóðanna um stöðu Þúsaldarmarkmiðanna, sem samþykkt voru á svokölluðum Þúsaldarfundi árið 2000. Markmiðin eru átta talsins með mælanlegum og tímasettum undirmarkmiðum sem eiga að nást fyrir lok ársins 2015. Tilgangurinn er að stuðla að bættum hag fólks um allan heim með því að draga úr fátækt og hungri, efla þróun, mannréttindi og umhverfisvernd. Í skýrslunni er farið yfir hvert markmið fyrir sig, þær framfarir sem hafa átt sér stað og þar sem lítið hefur áunnist. Í skýrslunni er kveðið á um mikilvægi þess að áreiðanleg gögn séu til staðar svo hægt sé að mæla og meta árangur.Mikilvægur árangur Mikill árangur hefur náðst frá því að Þúsaldarmarkmiðin voru samþykkt. Niðurstöður skýrslunnar sýna að samstilltar aðgerðir ríkisstjórna, alþjóðasamfélagsins, borgarasamfélaga og einkageirans hafa borið árangur. Samkvæmt skýrslunni hefur tekist að ná mörgum undirmarkmiðum eins og að draga úr fátækt, auka aðgengi að drykkjarvatni og bæta lífsskilyrði íbúa í fátækrahverfum stórborga. Einnig hefur hlutfall mæðradauða í heiminum lækkað um 45% frá árinu 1990. Líkurnar á að barn deyi fyrir 5 ára aldur hafa minnkað um nær helming á undanförnum 20 árum, sem þýðir að um 17.000 börnum er bjargað daglega. Skólaganga barna hefur aukist en 90% barna á grunnskólaaldri í þróunarlöndum ganga í skóla og hlutfall stúlkna í skólum hefur einnig aukist. Betra aðgengi að meðferð við HIV er talið hafa bjargað um 6,6 milljónum mannslífa frá árinu 1995 og aðgerðir til að draga úr útbreiðslu berkla og malaríu í heiminum hafa borið mikinn árangur.Enn er þó langt í land Þrátt fyrir þann árangur sem þegar hefur náðst er enn langt í land á mörgum sviðum. Ekki er talið víst að markmiðið um að fækka um helming þeim íbúum heims sem búa við hungursneyð náist fyrir lok ársins 2015, nema með verulega auknu átaki á komandi ári. Í skýrslunni kemur fram að helsta dánarorsök ungra barna eru sjúkdómar sem hægt er að koma í veg fyrir. Það sama á við um helstu orsakir mæðradauða en árið 2013 dóu um 300.000 konur í heiminum við barnsburð eða á meðgöngu. Dregið hefur úr vannæringu meðal ungra barna en samt sem áður er talið að um 162 milljónir barna séu vannærð, sem er óásættanlegt ástand. Þrátt fyrir aukna þátttöku barna í skólum eru 58 milljónir barna ekki í grunnskóla, helmingur þeirra býr á átakasvæðum. Hlutfall brottfalls úr skólum er einnig hátt. Í skýrslunni er einnig tekið fram að þrátt fyrir miklar framfarir í að bæta aðgengi og áreiðanleika tölfræðigagna er upplýsingaöflun enn ófullnægjandi í mörgum löndum.Hvað tekur við eftir 2015? Mikil vinna er nú í gangi hjá Sameinuðu þjóðunum við að móta ný þróunarmarkmið sem munu taka við eftir árið 2015. Í skýrslunni segir að áframhaldandi framfarir næstu mánuði séu nauðsynlegar og muni byggja sterkan grunn fyrir nýja þróunaráætlun. Nú þegar einungis eitt ár er til stefnu þurfi að setja aukinn kraft í vinnuna og sameiginlegt átak allra þjóða sé nauðsynlegt til að hægt sé að ná Þúsaldarmarkmiðunum fyrir lok árs 2015 og bæta lífsskilyrði fólks í heiminum. Skýrsluna má nálgast á síðunni www.2015.is
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun