Þjóðleg Evrópuumræða Jóna Sólveig Elínardóttir skrifar 5. júlí 2014 07:00 Stjórnarskrá Íslands og Evrópumálin eru nátengd umræðuefni. Á þjóðhátíðardaginn kallaði menntamálaráðherra, Illugi Gunnarsson, eftir upplýstri samræðu um Evrópumál. Dagurinn sem ráðherrann valdi er fullkomin tímapunktur til að boða opnari Evrópusamræðu í landinu því dagurinn markaði ekki einungis 70 ára afmæli lýðveldisins heldur líka 70 ára afmæli stjórnarskrárinnar.Kjarni fullveldisins og ESB Frá 1994 hafa íslenskar ríkisstjórnir fært okkur nær og nær ESB en fjær og fjær því að geta haft áhrif á þau lög sem við tökum upp. Með aukaaðild að Evrópusambandinu í gegnum EES hefur Ísland veitt ESB svo víðtæk völd yfir innanríkismálum landsins, að það brýtur sennilega gegn stjórnarskránni. Punkturinn er þessi: Eins fjarlægt og menntamálaráðherra vill telja sér trú um að Evrópusambandið sé, þá stendur það svo nærri kjarna íslensks fullveldis að það setur sjálfa stjórnarskrána í uppnám. ESB er ekki eitthvert „langtíburtistan“ – það er partur af hvunndegi allra Íslendinga.E – hér, B – þar – ESB er alls staðar Menntamálaráðherra sagði í þjóðhátíðarræðu sinni „að eðli EES og samband þess við ESB er enn fyrst og fremst byggt á viðskiptalegum og fjármálalegum samskiptum“. Þetta er beinlínis rangt. Þótt EES hafi í fyrstu verið hugsað sem verkfæri til að ná fram viðskiptalegum og fjármálalegum markmiðum nær samningurinn í dag inn á flestöll svið íslensks samfélags. EES er miklu meira en fjórfrelsið. EES er t.d.: Mennta- og menningarmál og vísindi og rannsóknir – þetta á menntamálaráðherra að vita – upplýsinga- og fjölmiðlamál, hugverkaréttur og opinber innkaup. EES snertir líka íslensk samgöngumál, réttarvörslu- og grundvallarréttindi, neytenda- og heilsuvernd, svo fátt eitt sé nefnt. En þrátt fyrir víðtæk áhrif á íslenskt samfélag höfum við nær engin tækifæri til að hafa áhrif á þau lög sem við tökum upp á þessum sviðum. Reyndar höfum við í dag mjög lítið um það að segja hvernig EES-samningurinn þróast.Engin áhrif á framþróun EES Menntamálaráðherra bendir réttilega á að Evrópusambandið er í stöðugri þróun en láist að nefna að EES breytist samhliða ESB. Ráðherrann skautar líka framhjá því að ræða þá lélegu stöðu sem felst í að vera hjálenda í sambandi sem hefur ótrúlega víðtæk áhrif á daglegt líf Íslendinga. Menntamálaráðherra spyr: „Ætlum við að hoppa upp í þennan vagn, vitandi hvert ferðinni er heitið? Viljum við deila verulegum hluta fullveldis okkar með þeim þjóðum sem mynda evrubandalagið? Samrýmist það hagsmunum og sjálfsmynd okkar Íslendinga í bráð og lengd?“ Ég er spyr á móti: Viljum við halda áfram að hristast í lélegri kerru aftan í ESB-rútunni og hafa í ofanálag engin áhrif á fararstjórnina? Ætlum við að halda áfram að afsala okkur fullveldi til ESB án þess að hafa nokkur áhrif á allan þann fjölda málefnasviða sem við gefum eftir fullveldi okkar á? Ráðherrann hefur rétt fyrir sér, við þurfum að spyrja okkur: Viljum við vera þannig land?Hinn valkosturinn Menntamálaráðherra sagði í ræðu sinni: „Við þurfum þá jafnframt að svara eftirfarandi spurningu; hverra annarra kosta eigum við völ á alþjóðavettvangi í alþjóðavæðingunni?“ Spurningunni svarar hann aldrei. Þetta er sama spurning og aðrir fulltrúar stjórnarflokkanna hafa oft fengið. Sennilega hafa þeir oft spurt sig hennar sjálfir. Svarið hafa þeir ekki – enginn þeirra. Menntamálaráðherra segir að sú staðhæfing að „upplýst umræða um aðild okkar Íslendinga að ESB geti ekki farið fram nema við höfum samning í höndunum […] sé í besta falli villandi og í versta falli bæði röng og jafnvel hættuleg.“ Að menntamálaráðherra Íslands skuli leyfa sér að ala á hræðslu við ESB með því að segja að umræða um aðildarsamning geti verið „hættuleg“ á sama tíma og hann boðar upplýsta umræðu um Evrópumál er í besta falli mótsagnakennt hugsunarleysi en í versta falli óboðleg tilraun til þöggunar. Ég hallast að fyrri kostinum og fagna því að ráðherra boði upplýsta samræðu um Evrópumál og vænti þess að við munum sjá ráðherra menntamála leiða slíka umræðu á opinskáan og upplýstan hátt. Íslenskur almenningur hefur ekkert gagn af yfirklóri stjórnvalda um náin tengsl landsins við ESB, sem verða svo augljós í öllum umræðum um breytingar á stjórnarskránni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Stjórnarskrá Íslands og Evrópumálin eru nátengd umræðuefni. Á þjóðhátíðardaginn kallaði menntamálaráðherra, Illugi Gunnarsson, eftir upplýstri samræðu um Evrópumál. Dagurinn sem ráðherrann valdi er fullkomin tímapunktur til að boða opnari Evrópusamræðu í landinu því dagurinn markaði ekki einungis 70 ára afmæli lýðveldisins heldur líka 70 ára afmæli stjórnarskrárinnar.Kjarni fullveldisins og ESB Frá 1994 hafa íslenskar ríkisstjórnir fært okkur nær og nær ESB en fjær og fjær því að geta haft áhrif á þau lög sem við tökum upp. Með aukaaðild að Evrópusambandinu í gegnum EES hefur Ísland veitt ESB svo víðtæk völd yfir innanríkismálum landsins, að það brýtur sennilega gegn stjórnarskránni. Punkturinn er þessi: Eins fjarlægt og menntamálaráðherra vill telja sér trú um að Evrópusambandið sé, þá stendur það svo nærri kjarna íslensks fullveldis að það setur sjálfa stjórnarskrána í uppnám. ESB er ekki eitthvert „langtíburtistan“ – það er partur af hvunndegi allra Íslendinga.E – hér, B – þar – ESB er alls staðar Menntamálaráðherra sagði í þjóðhátíðarræðu sinni „að eðli EES og samband þess við ESB er enn fyrst og fremst byggt á viðskiptalegum og fjármálalegum samskiptum“. Þetta er beinlínis rangt. Þótt EES hafi í fyrstu verið hugsað sem verkfæri til að ná fram viðskiptalegum og fjármálalegum markmiðum nær samningurinn í dag inn á flestöll svið íslensks samfélags. EES er miklu meira en fjórfrelsið. EES er t.d.: Mennta- og menningarmál og vísindi og rannsóknir – þetta á menntamálaráðherra að vita – upplýsinga- og fjölmiðlamál, hugverkaréttur og opinber innkaup. EES snertir líka íslensk samgöngumál, réttarvörslu- og grundvallarréttindi, neytenda- og heilsuvernd, svo fátt eitt sé nefnt. En þrátt fyrir víðtæk áhrif á íslenskt samfélag höfum við nær engin tækifæri til að hafa áhrif á þau lög sem við tökum upp á þessum sviðum. Reyndar höfum við í dag mjög lítið um það að segja hvernig EES-samningurinn þróast.Engin áhrif á framþróun EES Menntamálaráðherra bendir réttilega á að Evrópusambandið er í stöðugri þróun en láist að nefna að EES breytist samhliða ESB. Ráðherrann skautar líka framhjá því að ræða þá lélegu stöðu sem felst í að vera hjálenda í sambandi sem hefur ótrúlega víðtæk áhrif á daglegt líf Íslendinga. Menntamálaráðherra spyr: „Ætlum við að hoppa upp í þennan vagn, vitandi hvert ferðinni er heitið? Viljum við deila verulegum hluta fullveldis okkar með þeim þjóðum sem mynda evrubandalagið? Samrýmist það hagsmunum og sjálfsmynd okkar Íslendinga í bráð og lengd?“ Ég er spyr á móti: Viljum við halda áfram að hristast í lélegri kerru aftan í ESB-rútunni og hafa í ofanálag engin áhrif á fararstjórnina? Ætlum við að halda áfram að afsala okkur fullveldi til ESB án þess að hafa nokkur áhrif á allan þann fjölda málefnasviða sem við gefum eftir fullveldi okkar á? Ráðherrann hefur rétt fyrir sér, við þurfum að spyrja okkur: Viljum við vera þannig land?Hinn valkosturinn Menntamálaráðherra sagði í ræðu sinni: „Við þurfum þá jafnframt að svara eftirfarandi spurningu; hverra annarra kosta eigum við völ á alþjóðavettvangi í alþjóðavæðingunni?“ Spurningunni svarar hann aldrei. Þetta er sama spurning og aðrir fulltrúar stjórnarflokkanna hafa oft fengið. Sennilega hafa þeir oft spurt sig hennar sjálfir. Svarið hafa þeir ekki – enginn þeirra. Menntamálaráðherra segir að sú staðhæfing að „upplýst umræða um aðild okkar Íslendinga að ESB geti ekki farið fram nema við höfum samning í höndunum […] sé í besta falli villandi og í versta falli bæði röng og jafnvel hættuleg.“ Að menntamálaráðherra Íslands skuli leyfa sér að ala á hræðslu við ESB með því að segja að umræða um aðildarsamning geti verið „hættuleg“ á sama tíma og hann boðar upplýsta umræðu um Evrópumál er í besta falli mótsagnakennt hugsunarleysi en í versta falli óboðleg tilraun til þöggunar. Ég hallast að fyrri kostinum og fagna því að ráðherra boði upplýsta samræðu um Evrópumál og vænti þess að við munum sjá ráðherra menntamála leiða slíka umræðu á opinskáan og upplýstan hátt. Íslenskur almenningur hefur ekkert gagn af yfirklóri stjórnvalda um náin tengsl landsins við ESB, sem verða svo augljós í öllum umræðum um breytingar á stjórnarskránni.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar