Binni og blái traktorinn Hans Guttormur Þormar skrifar 3. júlí 2014 07:00 Binni er framtakssamur maður sem leitar allra leiða til að skapa störf og auka hagsæld á Íslandi og lætur ekkert stöðva sig í þeim efnum. Binni ákvað að nú væri kominn tími til að búa til alvöru íslenskan traktor, fyrir íslenskar aðstæður (eins og hann orðaði það sjálfur). Hann setti því á fót nýtt fyrirtæki með það að markmiði að smíða íslenskan traktor. Hann réð til sín plötusmiði, vélsmiði, vélvirkja og alla þá sérfræðinga sem þarf til að smíða traktor. Það var ákveðið eftir nokkra fundarsetu að hefja smíði á einni útfærslu traktors, fjórhjóladrifstraktors sem gæti nýst í flest störf í sveitum landsins. Hann keypti inn stál í traktorinn erlendis frá, svo keypti hann mótor og drifrás í traktorinn erlendis frá, keypti í hann allar glussaslöngur og tengi erlendis frá, mælaborðið var líka erlent, rafkerfi smíðað úr erlendum rafvír, dekk, felgur og tilheyrandi líka, enda ekkert af þessu framleitt á Íslandi. Hins vegar fannst Binna mjög mikilvægt að það væri eitthvað íslenskt í þessum traktor annað en vinnuaflið og keypti því lítinn íslenskan fána til að setja í hvern traktor. Starfsmenn Binna smíðuðu svo og settu saman fyrsta traktorinn og ákváðu að bjóða upp á hann í bláum lit til að byrja með og svo síðar meir í gulu, rauðu og grænu. Þegar smíðinni var lokið og menn tóku til við að reikna út hvað þessi traktor kostaði í raun og veru, varð fljótlega ljóst að hann stóðst engan veginn verðsamkeppni við útlenda traktora, hvað þá að fyrirtækið gæti nokkurn tímann skilað hagnaði. „Þessu verður nú að breyta, til að tryggja vinnu í landinu!“ sagði Binni og tók upp símann og hringdi í einn af forvígismönnum vinstri sinnaða Framstæðisflokksins. Það var eins og við manninn mælt, lausnin var augljós fyrir alla þá sem sjá ljósið um „íslenskt fyrir alla“. „Við komum bara á verndartollum/vörugjöldum á alla innflutta traktora, til þess að íslensk framleiðsla traktora geti starfað óáreitt fyrir erlendum traktorum sem framleiddir eru með niðurgreiddum aðföngum og ódýru vinnuafli í fjarlægum heimsálfum. Og gott ef glittir meira segja ekki í misnotkun starfsfólks og alls konar mútugreiðslur og spillingu í tengslum við erlenda traktoraframleiðslu. Það sjá auðvitað allir sannir Íslendingar að þetta gengur ekki. Við getum ekki látið erlenda auðhringi eyðileggja fyrir okkur íslenska traktoraframleiðslu. Við verðum að tryggja stöðugt traktoraframleiðsluöryggi,“ sagði Framstæðisflokksmaðurinn hróðugur. Og þannig varð það, að íslenskir bændur þurftu að fara að greiða 25-50 prósentum meira fyrir að kaupa íslenskan traktor, aðeins þá einu tegund sem í boði var, til að viðhalda vinnu í landinu og einungis þeir allra fjársterkustu gátu keypt sér erlenda traktora fyrir allt að helmingi hærra verð en var á íslenska traktornum. Um gæðin veit ég ekki.Eftirmáli Lalli ljósamaður, bróðir Binna, var ekki par sáttur við velgengni bróður síns og ákvað að fara sömu leið og hefja framleiðslu ljósabúnaðar fyrir gróðurhús. Kalla það íslenska framleiðslu, þó svo að allir íhlutir væru erlendir, og með verndartollastefnu væri hægt að verðleggja ljósker á 800 þúsund, því erlendu ljósin sem kostuðu 500 þúsund væru sennilega komin upp í rúmlega milljón með verndargjöldum. Allt til að tryggja atvinnu á Íslandi og í þessu tilfelli „gróðurhúsaljósaframleiðsluöryggi“ landsmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir 250 milljarða króna útgjöld án efnislegrar umræðu Skýr langtímastefna í efnahagsmálum og kerfisbreytingar sem styðja við þá stefnu er árangursríkasta leiðin til bættra lífskjara. Í kosningum virðist uppskriftin að árangri hins vegar frekar liggja í loforðum um töfralausnir og andstöðu við kerfisbreytingar. 10. júlí 2014 07:00 Mest lesið Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Binni er framtakssamur maður sem leitar allra leiða til að skapa störf og auka hagsæld á Íslandi og lætur ekkert stöðva sig í þeim efnum. Binni ákvað að nú væri kominn tími til að búa til alvöru íslenskan traktor, fyrir íslenskar aðstæður (eins og hann orðaði það sjálfur). Hann setti því á fót nýtt fyrirtæki með það að markmiði að smíða íslenskan traktor. Hann réð til sín plötusmiði, vélsmiði, vélvirkja og alla þá sérfræðinga sem þarf til að smíða traktor. Það var ákveðið eftir nokkra fundarsetu að hefja smíði á einni útfærslu traktors, fjórhjóladrifstraktors sem gæti nýst í flest störf í sveitum landsins. Hann keypti inn stál í traktorinn erlendis frá, svo keypti hann mótor og drifrás í traktorinn erlendis frá, keypti í hann allar glussaslöngur og tengi erlendis frá, mælaborðið var líka erlent, rafkerfi smíðað úr erlendum rafvír, dekk, felgur og tilheyrandi líka, enda ekkert af þessu framleitt á Íslandi. Hins vegar fannst Binna mjög mikilvægt að það væri eitthvað íslenskt í þessum traktor annað en vinnuaflið og keypti því lítinn íslenskan fána til að setja í hvern traktor. Starfsmenn Binna smíðuðu svo og settu saman fyrsta traktorinn og ákváðu að bjóða upp á hann í bláum lit til að byrja með og svo síðar meir í gulu, rauðu og grænu. Þegar smíðinni var lokið og menn tóku til við að reikna út hvað þessi traktor kostaði í raun og veru, varð fljótlega ljóst að hann stóðst engan veginn verðsamkeppni við útlenda traktora, hvað þá að fyrirtækið gæti nokkurn tímann skilað hagnaði. „Þessu verður nú að breyta, til að tryggja vinnu í landinu!“ sagði Binni og tók upp símann og hringdi í einn af forvígismönnum vinstri sinnaða Framstæðisflokksins. Það var eins og við manninn mælt, lausnin var augljós fyrir alla þá sem sjá ljósið um „íslenskt fyrir alla“. „Við komum bara á verndartollum/vörugjöldum á alla innflutta traktora, til þess að íslensk framleiðsla traktora geti starfað óáreitt fyrir erlendum traktorum sem framleiddir eru með niðurgreiddum aðföngum og ódýru vinnuafli í fjarlægum heimsálfum. Og gott ef glittir meira segja ekki í misnotkun starfsfólks og alls konar mútugreiðslur og spillingu í tengslum við erlenda traktoraframleiðslu. Það sjá auðvitað allir sannir Íslendingar að þetta gengur ekki. Við getum ekki látið erlenda auðhringi eyðileggja fyrir okkur íslenska traktoraframleiðslu. Við verðum að tryggja stöðugt traktoraframleiðsluöryggi,“ sagði Framstæðisflokksmaðurinn hróðugur. Og þannig varð það, að íslenskir bændur þurftu að fara að greiða 25-50 prósentum meira fyrir að kaupa íslenskan traktor, aðeins þá einu tegund sem í boði var, til að viðhalda vinnu í landinu og einungis þeir allra fjársterkustu gátu keypt sér erlenda traktora fyrir allt að helmingi hærra verð en var á íslenska traktornum. Um gæðin veit ég ekki.Eftirmáli Lalli ljósamaður, bróðir Binna, var ekki par sáttur við velgengni bróður síns og ákvað að fara sömu leið og hefja framleiðslu ljósabúnaðar fyrir gróðurhús. Kalla það íslenska framleiðslu, þó svo að allir íhlutir væru erlendir, og með verndartollastefnu væri hægt að verðleggja ljósker á 800 þúsund, því erlendu ljósin sem kostuðu 500 þúsund væru sennilega komin upp í rúmlega milljón með verndargjöldum. Allt til að tryggja atvinnu á Íslandi og í þessu tilfelli „gróðurhúsaljósaframleiðsluöryggi“ landsmanna.
250 milljarða króna útgjöld án efnislegrar umræðu Skýr langtímastefna í efnahagsmálum og kerfisbreytingar sem styðja við þá stefnu er árangursríkasta leiðin til bættra lífskjara. Í kosningum virðist uppskriftin að árangri hins vegar frekar liggja í loforðum um töfralausnir og andstöðu við kerfisbreytingar. 10. júlí 2014 07:00
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar