250 milljarða króna útgjöld án efnislegrar umræðu Frosti Ólafsson skrifar 10. júlí 2014 07:00 Skýr langtímastefna í efnahagsmálum og kerfisbreytingar sem styðja við þá stefnu er árangursríkasta leiðin til bættra lífskjara. Í kosningum virðist uppskriftin að árangri hins vegar frekar liggja í loforðum um töfralausnir og andstöðu við kerfisbreytingar. Vegna þessarar þversagnar fer lítið fyrir efnislegri umræðu um ýmsa kerfisgalla sem hafa mikil áhrif á efnahagslega frammistöðu. Þetta vandamál ristir sérstaklega djúpt á sveitarstjórnarstiginu enda er ábyrgðin dreifðari og stjórnmálamennirnir fleiri. Í nýafstaðinni kosningabaráttu var lítið fjallað um tækifæri til umbóta í rekstri sveitarfélaga eða framlag þeirra til verðmætasköpunar í hagkerfinu. Stefna stjórnmálaflokka í veigamiklum málaflokkum, s.s. skóla- og skattamálum, var jafnframt óskýr og lítið um afgerandi breytingartillögur á núverandi kerfi. Þetta er áhyggjuefni enda standa sveitarfélög fyrir nærri þriðjungi opinberra útgjalda, eða um 250 milljörðum króna. Ef nýta á opinbera fjármuni með skynsamlegum hætti er nauðsynlegt að dýpri efnisleg umræða eigi sér stað um helstu viðfangsefni sveitarfélaga. Liður í þeirri umræðu snýr að því hvort þau hafi yfirhöfuð stjórnskipulega burði til að framkvæma samræmdar umbætur undir núverandi fyrirkomulagi.Mikil tækifæri til umbóta Óbreytt staða væri bagaleg enda eru mikil tækifæri til umbóta á sveitarstjórnarstiginu. Sveitarfélög á Íslandi eru of mörg og fámenn. Í dag eru þau 74 talsins og þau minnstu telja rétt ríflega 50 íbúa. Smærri sveitarfélög hafa minni burði til að veita íbúum sínum fullnægjandi þjónustu og eru dýrari í rekstri. Þannig er stjórnsýslukostnaður á hvern íbúa rúmlega tvisvar sinnum hærri hjá sveitarfélögum með innan við 500 íbúa en hjá sveitarfélögum með 8.000 íbúa eða fleiri. Heildstæð áætlun sem miðar að fækkun og eflingu sveitarfélaga myndi spara fjármagn og bæta þjónustu. Grunnskólastigið á Íslandi er það óhagkvæmasta innan OECD. Útgjöld á hvern grunnskólanemanda eru hærri en útgjöld á hvern háskólanema sem er þveröfugt við það sem tíðkast annars staðar. Þrátt fyrir þetta er námsárangur grunnskólanema lakari en í grannríkjunum og kjör grunnskólakennara afleit. Ríflega fjórðungur útgjalda sveitarfélaganna fer í rekstur grunnskólastigsins og því til mikils að vinna. Til að leysa þennan vanda þarf að ráðast í heildstæða endurskoðun á grunnskólakerfinu. Veigamiklir skattstofnar sveitarfélaganna eru flóknir og ógagnsæir. Samanlagt má rekja um þriðjung skatttekna sveitarfélaganna til framlaga úr jöfnunarsjóði og fasteignaskatta. Framlög til jöfnunarsjóðs koma frá ríkissjóði og er útdeilt til sveitarfélaga samkvæmt afar flóknu og ógagnsæju fyrirkomulagi. Tekjur af fasteignasköttum byggja á fasteignamati sem er ákvarðað af Þjóðskrá Íslands samkvæmt óopinberri aðferðafræði. Einfaldara og gagnsærra fyrirkomulag hvað þessa skattstofna varðar er nauðsynlegt til að hægt sé að veita sveitarfélögum aðhald og eiga upplýstari umræðu um tekjuöflun þeirra. Hér eru aðeins dregin upp nokkur tækifæri af mörgum en þau eiga það öll sammerkt að fela í sér kröfu um samræmdar umbætur.Hvað er til ráða? Til að skapa sterkari forsendur fyrir umbótum eru ýmsar leiðir færar. Stærri sveitarfélög eru ekki aðeins hagkvæmari í rekstri heldur eru þau jafnframt líklegri til að standa undir kröfum um kerfisbreytingar. Lögboðnar lágmarksstærðir sveitarfélaga og fjárhagslegir hvatar til sameininga væru því heppilegar lausnir. Annar möguleiki fæli í sér aukið umboð Sambands íslenskra sveitarfélaga til að innleiða kerfislægar umbætur á sveitarstjórnarstigi. Ef ekki er vilji til að beita slíkum aðferðum er fátt í stöðunni annað en að endurskoða verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga. Tilfærsla verkefna felur ekki í sér fullkomna lausn á áðurnefndum vanda stjórnmálanna. Það er engu að síður ljóst að getan til að ráðast í kerfisbreytingar er frekar til staðar þegar áhersla á nærhagsmuni er minnkuð. Aukin framleiðni og betri nýting fjármuna er grundvöllur lífskjarabóta til lengri tíma. Til að unnt sé að ná þeim markmiðum er ótækt að þriðjungi opinberra fjármuna sé ráðstafað án upplýstrar umræðu um tækifæri til umbóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Skýr langtímastefna í efnahagsmálum og kerfisbreytingar sem styðja við þá stefnu er árangursríkasta leiðin til bættra lífskjara. Í kosningum virðist uppskriftin að árangri hins vegar frekar liggja í loforðum um töfralausnir og andstöðu við kerfisbreytingar. Vegna þessarar þversagnar fer lítið fyrir efnislegri umræðu um ýmsa kerfisgalla sem hafa mikil áhrif á efnahagslega frammistöðu. Þetta vandamál ristir sérstaklega djúpt á sveitarstjórnarstiginu enda er ábyrgðin dreifðari og stjórnmálamennirnir fleiri. Í nýafstaðinni kosningabaráttu var lítið fjallað um tækifæri til umbóta í rekstri sveitarfélaga eða framlag þeirra til verðmætasköpunar í hagkerfinu. Stefna stjórnmálaflokka í veigamiklum málaflokkum, s.s. skóla- og skattamálum, var jafnframt óskýr og lítið um afgerandi breytingartillögur á núverandi kerfi. Þetta er áhyggjuefni enda standa sveitarfélög fyrir nærri þriðjungi opinberra útgjalda, eða um 250 milljörðum króna. Ef nýta á opinbera fjármuni með skynsamlegum hætti er nauðsynlegt að dýpri efnisleg umræða eigi sér stað um helstu viðfangsefni sveitarfélaga. Liður í þeirri umræðu snýr að því hvort þau hafi yfirhöfuð stjórnskipulega burði til að framkvæma samræmdar umbætur undir núverandi fyrirkomulagi.Mikil tækifæri til umbóta Óbreytt staða væri bagaleg enda eru mikil tækifæri til umbóta á sveitarstjórnarstiginu. Sveitarfélög á Íslandi eru of mörg og fámenn. Í dag eru þau 74 talsins og þau minnstu telja rétt ríflega 50 íbúa. Smærri sveitarfélög hafa minni burði til að veita íbúum sínum fullnægjandi þjónustu og eru dýrari í rekstri. Þannig er stjórnsýslukostnaður á hvern íbúa rúmlega tvisvar sinnum hærri hjá sveitarfélögum með innan við 500 íbúa en hjá sveitarfélögum með 8.000 íbúa eða fleiri. Heildstæð áætlun sem miðar að fækkun og eflingu sveitarfélaga myndi spara fjármagn og bæta þjónustu. Grunnskólastigið á Íslandi er það óhagkvæmasta innan OECD. Útgjöld á hvern grunnskólanemanda eru hærri en útgjöld á hvern háskólanema sem er þveröfugt við það sem tíðkast annars staðar. Þrátt fyrir þetta er námsárangur grunnskólanema lakari en í grannríkjunum og kjör grunnskólakennara afleit. Ríflega fjórðungur útgjalda sveitarfélaganna fer í rekstur grunnskólastigsins og því til mikils að vinna. Til að leysa þennan vanda þarf að ráðast í heildstæða endurskoðun á grunnskólakerfinu. Veigamiklir skattstofnar sveitarfélaganna eru flóknir og ógagnsæir. Samanlagt má rekja um þriðjung skatttekna sveitarfélaganna til framlaga úr jöfnunarsjóði og fasteignaskatta. Framlög til jöfnunarsjóðs koma frá ríkissjóði og er útdeilt til sveitarfélaga samkvæmt afar flóknu og ógagnsæju fyrirkomulagi. Tekjur af fasteignasköttum byggja á fasteignamati sem er ákvarðað af Þjóðskrá Íslands samkvæmt óopinberri aðferðafræði. Einfaldara og gagnsærra fyrirkomulag hvað þessa skattstofna varðar er nauðsynlegt til að hægt sé að veita sveitarfélögum aðhald og eiga upplýstari umræðu um tekjuöflun þeirra. Hér eru aðeins dregin upp nokkur tækifæri af mörgum en þau eiga það öll sammerkt að fela í sér kröfu um samræmdar umbætur.Hvað er til ráða? Til að skapa sterkari forsendur fyrir umbótum eru ýmsar leiðir færar. Stærri sveitarfélög eru ekki aðeins hagkvæmari í rekstri heldur eru þau jafnframt líklegri til að standa undir kröfum um kerfisbreytingar. Lögboðnar lágmarksstærðir sveitarfélaga og fjárhagslegir hvatar til sameininga væru því heppilegar lausnir. Annar möguleiki fæli í sér aukið umboð Sambands íslenskra sveitarfélaga til að innleiða kerfislægar umbætur á sveitarstjórnarstigi. Ef ekki er vilji til að beita slíkum aðferðum er fátt í stöðunni annað en að endurskoða verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga. Tilfærsla verkefna felur ekki í sér fullkomna lausn á áðurnefndum vanda stjórnmálanna. Það er engu að síður ljóst að getan til að ráðast í kerfisbreytingar er frekar til staðar þegar áhersla á nærhagsmuni er minnkuð. Aukin framleiðni og betri nýting fjármuna er grundvöllur lífskjarabóta til lengri tíma. Til að unnt sé að ná þeim markmiðum er ótækt að þriðjungi opinberra fjármuna sé ráðstafað án upplýstrar umræðu um tækifæri til umbóta.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun