SMART-ari markmið svo að draumarnir rætist Marín Manda skrifar 3. janúar 2014 13:45 Sigríður Indriðadóttir, mannauðsstjóri Mosfellsbæjar og Dale Carnegie-þjálfari. Margir setja sér stórkostleg markmið og ýmis fyrirheit í byrjun árs. Bættur lífsstíll, að eyða meiri tíma með fjölskyldunni, að elska náungann og rækta hugann. Hver eru þín markmið fyrir 2014? "Það besta við markmið er að þau hjálpa okkur við að láta drauma okkar rætast. Sumir halda að markmiðasetning sé ekki fyrir þá, en ef við gefum okkur tíma til að horfa inn á við og dusta rykið af draumunum þá getur markmiðasetning fært okkur á nýja og spennandi staði,“ segir Sigríður Indriðadóttir, mannauðsstjóri og Dale Carnegie-þjálfari. Sigríður segir frá því hvernig við eigum að sjá fyrir okkur í kollinum hverju við viljum áorka. Því skýrari sýn, þeim mun líklegra er að fólk nái settu marki. „Ef við sjáum okkur fyrir okkur í nýju aðstæðunum getum við strax farið að láta okkur hlakka til. Til að gera þetta raunverulegra er snjallt að prenta út mynd af því sem við viljum ná eða skrifa það á blað og líma á áberandi stað, til dæmis á ísskápinn eða við tölvuskjáinn til að minna sig stöðugt á drauminn, markmiðið sem maður er að stefna að.“ Hún bendir á að auðveldara sé að ná markmiðum sem eru vel skilgreind. Sem Dale Carnegie-þjálfari hefur Sigríður unnið náið með fólki í gegnum tíðina við að ná sínum markmiðum og bendir á að gott sé að hafa SMART-markmiðasetningu til hliðsjónar.S stendur fyrir sértækt, þannig að hægt sé að skilgreina vel það sem við viljum ná.M stendur fyrir mælanlegt, en það auðveldar fólki að mæla og meta árangurinn.A stendur fyrir aðlaðandi, en það er að sjálfsögðu grundvallaratriði að okkur langi virkilega til að ná markmiðinu. R stendur fyrir raunhæft sem auðveldar okkur að halda okkur á áætlun.T stendur fyrir tímasett, en ef við ákveðum tímann fyrirfram er miklu líklegra að við leggjum meira á okkur til að ná markmiðum okkar á réttum tíma. Sigríður segir að oft geti verið gott að setja sér eitt yfirmarkmið í upphafi og brjóta það síðan niður í smærri hluta. Þannig gæti draumurinn sjálfur orðið yfirmarkmið þar sem nokkur undirmarkmið hjálpa til að að ná stóra markmiðinu. Það er hins vegar ekki nóg að setja sér markmiðin ein og sér. Til að ná þeim er mikilvægt að skilgreina hvaða leiðir við ætlum að fara. Og það er ekki síður mikilvægt að skrá það hjá sér. Sjálf segist Sigríður skrifa markmiðin sín og leiðir í skjal sem er vistað á netinu sem hún getur opnað hvar og hvenær sem er. Þannig getur hún fylgst með framvindu mála og skráð niður. „Stundum kemur nefnilega í ljós þegar við erum lögð af stað að eitthvað breytist eða tekur lengri tíma en við áætluðum í upphafi. Þá er mjög mikilvægt að stappa í sig stálinu, gleðjast yfir þeim árangri sem við erum búin að ná og skoða hvað gæti verið að hindra okkur. Út frá því er hægt að endurskrifa markmiðin sín og leiðirnar. Munum eftir að vera heiðarleg við okkur sjálf, gefa okkur klapp á bakið fyrir það sem við gerum vel og nota styrkleika okkar til að ná enn meiri árangri.“ Sigríður segir einnig að ákveðin einkunnarorð eða gildi sem maður hefur að leiðarljósi geti hjálpað við að ná settum markmiðunum. „Gott dæmi um þetta er það sem Vilborg Arna pólfari gerði fyrir ferð sína á suðurpólinn. Hún setti sér gildin jákvæðni, áræði og hugrekki, skrifaði þau stórum stöfum innan á tjaldið sitt og hafði að leiðarljósi á göngunni. Aðalatriðið er að nota markmiðin til að finna leiðir til að láta draumana rætast.“Andrea RóbertsdóttirAndrea Róbertsdóttir, MS-gráða í mannauðsstjórnun, móðir og allt hitt. "Til að draumar rætist þarf maður fyrst að láta sig dreyma. Það er ljóst og ég set mér því reglulega krefjandi markmið en þau verða líka að vera raunhæf. Markmiðin 2014 verða SMART-ari sem aldrei fyrr, skýr, mælanleg, alvöru, raunhæf og tímasett. Ég set mér krassandi yfirmarkmið og síðan dúllulegri markmið fyrir hvern mánuð. Hljómar rosalega rúðustrikað en markmiðasetning með dassi af flippi hefur hentað mér afar vel í gegnum tíðina. Mín skoðun er sú að heppni í lífinu skrifist á undirbúning og að lesa umhverfi sitt rétt. Dæmi um gömul markmið er til dæmis þegar ég kláraði MS-gráðu á góðum tíma með fullri vinnu. Annað dæmi er þegar ég fór ein í bakpokaferðalag um Asíu sem var einstök tilfinning. Varðandi markmiðin fyrir árið 2014 þá viðraði vel til starfsloka nýlega í starfi mínu sem forstöðumaður. Því er klárlega eitt af markmiðunum núna að finna nýtt og krefjandi starf sem ég get sinnt af ástríðu. Það sem einkennir markmiðin er annars þessi gamla tugga um að vaxa, gera betur í dag en í gær, vera ekki sofandi heldur vakandi og njóta í þessu lífi sem frussast áfram. Ég er ekki sú sem tíminn gleymdi – því er eins gott að fara að gera eitthvað.“Helgi Ómarsson, ljósmyndari og bloggariHelgi Ómarsson, ljósmyndari og bloggari „Áramótin skipta mig ótrúlega miklu máli. Í gegnum árin hef ég þróað með mér þann vana að gera upp öll mín mál fyrir nýja árið. Þakka fyrir þá aðila sem hafa gert mér gott, gera upp einhverja sorg, streitu eða áföll sem hafa legið á mér, fyrirgefa (eins erfitt og það getur verið), og jafnvel biðjast afsökunar á þeim særindum sem ég hef valdið. Svo ég reyni yfirleitt að ganga (eða hoppa, ég hoppa) inn í nýja árið laus við allan þunga. Markmið mitt í ár er einfaldlega að bæta mig aðeins meira frá síðasta ári, verða aðeins betri, verða aðeins ánægðari, elska aðeins meira, ná aðeins meiri árangri andlega og líkamlega, gefa aðeins meira, njóta aðeins meira og almennt fylgja hjartanu. Ég ætla mér ekki að strengja nein heit þannig séð, bara eins og ég segi, taka skref fram á við til að vera besta útgáfan af sjálfum mér sem ég get mögulega verið.“ Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira
Margir setja sér stórkostleg markmið og ýmis fyrirheit í byrjun árs. Bættur lífsstíll, að eyða meiri tíma með fjölskyldunni, að elska náungann og rækta hugann. Hver eru þín markmið fyrir 2014? "Það besta við markmið er að þau hjálpa okkur við að láta drauma okkar rætast. Sumir halda að markmiðasetning sé ekki fyrir þá, en ef við gefum okkur tíma til að horfa inn á við og dusta rykið af draumunum þá getur markmiðasetning fært okkur á nýja og spennandi staði,“ segir Sigríður Indriðadóttir, mannauðsstjóri og Dale Carnegie-þjálfari. Sigríður segir frá því hvernig við eigum að sjá fyrir okkur í kollinum hverju við viljum áorka. Því skýrari sýn, þeim mun líklegra er að fólk nái settu marki. „Ef við sjáum okkur fyrir okkur í nýju aðstæðunum getum við strax farið að láta okkur hlakka til. Til að gera þetta raunverulegra er snjallt að prenta út mynd af því sem við viljum ná eða skrifa það á blað og líma á áberandi stað, til dæmis á ísskápinn eða við tölvuskjáinn til að minna sig stöðugt á drauminn, markmiðið sem maður er að stefna að.“ Hún bendir á að auðveldara sé að ná markmiðum sem eru vel skilgreind. Sem Dale Carnegie-þjálfari hefur Sigríður unnið náið með fólki í gegnum tíðina við að ná sínum markmiðum og bendir á að gott sé að hafa SMART-markmiðasetningu til hliðsjónar.S stendur fyrir sértækt, þannig að hægt sé að skilgreina vel það sem við viljum ná.M stendur fyrir mælanlegt, en það auðveldar fólki að mæla og meta árangurinn.A stendur fyrir aðlaðandi, en það er að sjálfsögðu grundvallaratriði að okkur langi virkilega til að ná markmiðinu. R stendur fyrir raunhæft sem auðveldar okkur að halda okkur á áætlun.T stendur fyrir tímasett, en ef við ákveðum tímann fyrirfram er miklu líklegra að við leggjum meira á okkur til að ná markmiðum okkar á réttum tíma. Sigríður segir að oft geti verið gott að setja sér eitt yfirmarkmið í upphafi og brjóta það síðan niður í smærri hluta. Þannig gæti draumurinn sjálfur orðið yfirmarkmið þar sem nokkur undirmarkmið hjálpa til að að ná stóra markmiðinu. Það er hins vegar ekki nóg að setja sér markmiðin ein og sér. Til að ná þeim er mikilvægt að skilgreina hvaða leiðir við ætlum að fara. Og það er ekki síður mikilvægt að skrá það hjá sér. Sjálf segist Sigríður skrifa markmiðin sín og leiðir í skjal sem er vistað á netinu sem hún getur opnað hvar og hvenær sem er. Þannig getur hún fylgst með framvindu mála og skráð niður. „Stundum kemur nefnilega í ljós þegar við erum lögð af stað að eitthvað breytist eða tekur lengri tíma en við áætluðum í upphafi. Þá er mjög mikilvægt að stappa í sig stálinu, gleðjast yfir þeim árangri sem við erum búin að ná og skoða hvað gæti verið að hindra okkur. Út frá því er hægt að endurskrifa markmiðin sín og leiðirnar. Munum eftir að vera heiðarleg við okkur sjálf, gefa okkur klapp á bakið fyrir það sem við gerum vel og nota styrkleika okkar til að ná enn meiri árangri.“ Sigríður segir einnig að ákveðin einkunnarorð eða gildi sem maður hefur að leiðarljósi geti hjálpað við að ná settum markmiðunum. „Gott dæmi um þetta er það sem Vilborg Arna pólfari gerði fyrir ferð sína á suðurpólinn. Hún setti sér gildin jákvæðni, áræði og hugrekki, skrifaði þau stórum stöfum innan á tjaldið sitt og hafði að leiðarljósi á göngunni. Aðalatriðið er að nota markmiðin til að finna leiðir til að láta draumana rætast.“Andrea RóbertsdóttirAndrea Róbertsdóttir, MS-gráða í mannauðsstjórnun, móðir og allt hitt. "Til að draumar rætist þarf maður fyrst að láta sig dreyma. Það er ljóst og ég set mér því reglulega krefjandi markmið en þau verða líka að vera raunhæf. Markmiðin 2014 verða SMART-ari sem aldrei fyrr, skýr, mælanleg, alvöru, raunhæf og tímasett. Ég set mér krassandi yfirmarkmið og síðan dúllulegri markmið fyrir hvern mánuð. Hljómar rosalega rúðustrikað en markmiðasetning með dassi af flippi hefur hentað mér afar vel í gegnum tíðina. Mín skoðun er sú að heppni í lífinu skrifist á undirbúning og að lesa umhverfi sitt rétt. Dæmi um gömul markmið er til dæmis þegar ég kláraði MS-gráðu á góðum tíma með fullri vinnu. Annað dæmi er þegar ég fór ein í bakpokaferðalag um Asíu sem var einstök tilfinning. Varðandi markmiðin fyrir árið 2014 þá viðraði vel til starfsloka nýlega í starfi mínu sem forstöðumaður. Því er klárlega eitt af markmiðunum núna að finna nýtt og krefjandi starf sem ég get sinnt af ástríðu. Það sem einkennir markmiðin er annars þessi gamla tugga um að vaxa, gera betur í dag en í gær, vera ekki sofandi heldur vakandi og njóta í þessu lífi sem frussast áfram. Ég er ekki sú sem tíminn gleymdi – því er eins gott að fara að gera eitthvað.“Helgi Ómarsson, ljósmyndari og bloggariHelgi Ómarsson, ljósmyndari og bloggari „Áramótin skipta mig ótrúlega miklu máli. Í gegnum árin hef ég þróað með mér þann vana að gera upp öll mín mál fyrir nýja árið. Þakka fyrir þá aðila sem hafa gert mér gott, gera upp einhverja sorg, streitu eða áföll sem hafa legið á mér, fyrirgefa (eins erfitt og það getur verið), og jafnvel biðjast afsökunar á þeim særindum sem ég hef valdið. Svo ég reyni yfirleitt að ganga (eða hoppa, ég hoppa) inn í nýja árið laus við allan þunga. Markmið mitt í ár er einfaldlega að bæta mig aðeins meira frá síðasta ári, verða aðeins betri, verða aðeins ánægðari, elska aðeins meira, ná aðeins meiri árangri andlega og líkamlega, gefa aðeins meira, njóta aðeins meira og almennt fylgja hjartanu. Ég ætla mér ekki að strengja nein heit þannig séð, bara eins og ég segi, taka skref fram á við til að vera besta útgáfan af sjálfum mér sem ég get mögulega verið.“
Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira