Frumkvöðlar í reggítónlist Gunnar Leó skrifar 28. júní 2014 13:30 Ýmislegt hefur gengið á hjá sveitinni á þessum tíu árum. Hjálmar urðu í raun til fyrir ákveðna slysni, þegar við vorum að taka upp reggí með Rúna Júl í Geimsteini árið 2004,“ segir Guðmundur Kristinn Jónsson, gítarleikari í hljómsveitinni Hjálmum en hún fagnar tíu ára afmæli í ár. Í því tilefni er ýmislegt á döfinni hjá sveitinni og má þar nefna afmælistónleika í Eldborgarsal Hörpu í september og þá mun líta dagsins ljós vegleg safnplata með bestu lögum Hjálma. „Platan sem mun bera heitið Skýjaborgin mun innihalda samtals 30 lög og þar af þrjú nýleg,“ bætir Guðmundur Kristinn við. Fyrsta plata Hjálma kom út árið 2004 og ber titilinn Hljóðlega af stað en óhætt er að segja að Hjálmar hafi ekki farið hljóðlega af stað, því platan varð gífurlega vinsæl, náði gullsölu og var valin rokkplata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum auk þess sem Hjálmar voru valdir bjartasta vonin. „Við bjuggumst ekki við þessari velgengni til að byrja með. Ég hafði ekki mikið hlustað á reggí áður en þetta byrjaði, það var aðallega Steini sem hafði hlustað á reggí í Svíþjóð og hafði mestu reggíþekkinguna,“ útskýrir Guðmundur Kristinn. Hjálmar eru í raun frumkvöðlar á reggísviðinu á Íslandi. „Í öllum öðrum löndum voru til reggíbönd en ekki hérna en nú er til fullt af reggíhljómsveitum og ég fagna því, reggísenan á Íslandi er flott.“ Sveitin hefur farið utan til þess að drekka í sig uppruna reggísins. „Við fórum til Jamaíka árið 2009 og tókum upp plötu, það var magnað. Við fórum meðal annars heim til Bobs Marley heitins og hittum þar son hans. Við höfum þó ekki planað neina svona pílagrímsferð í bráð.“ Hinn 1. júlí er alþjóðlegi reggídagurinn og ætla Hjálmar af því tilefni að hefja miðasöluna á afmælistónleikana sína þann dag. „Það kom auðvitað ekkert annað til greina en að nýta þenna yndislega dag í að hefja miðasöluna.“ Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Fleiri fréttir Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Sjá meira
Hjálmar urðu í raun til fyrir ákveðna slysni, þegar við vorum að taka upp reggí með Rúna Júl í Geimsteini árið 2004,“ segir Guðmundur Kristinn Jónsson, gítarleikari í hljómsveitinni Hjálmum en hún fagnar tíu ára afmæli í ár. Í því tilefni er ýmislegt á döfinni hjá sveitinni og má þar nefna afmælistónleika í Eldborgarsal Hörpu í september og þá mun líta dagsins ljós vegleg safnplata með bestu lögum Hjálma. „Platan sem mun bera heitið Skýjaborgin mun innihalda samtals 30 lög og þar af þrjú nýleg,“ bætir Guðmundur Kristinn við. Fyrsta plata Hjálma kom út árið 2004 og ber titilinn Hljóðlega af stað en óhætt er að segja að Hjálmar hafi ekki farið hljóðlega af stað, því platan varð gífurlega vinsæl, náði gullsölu og var valin rokkplata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum auk þess sem Hjálmar voru valdir bjartasta vonin. „Við bjuggumst ekki við þessari velgengni til að byrja með. Ég hafði ekki mikið hlustað á reggí áður en þetta byrjaði, það var aðallega Steini sem hafði hlustað á reggí í Svíþjóð og hafði mestu reggíþekkinguna,“ útskýrir Guðmundur Kristinn. Hjálmar eru í raun frumkvöðlar á reggísviðinu á Íslandi. „Í öllum öðrum löndum voru til reggíbönd en ekki hérna en nú er til fullt af reggíhljómsveitum og ég fagna því, reggísenan á Íslandi er flott.“ Sveitin hefur farið utan til þess að drekka í sig uppruna reggísins. „Við fórum til Jamaíka árið 2009 og tókum upp plötu, það var magnað. Við fórum meðal annars heim til Bobs Marley heitins og hittum þar son hans. Við höfum þó ekki planað neina svona pílagrímsferð í bráð.“ Hinn 1. júlí er alþjóðlegi reggídagurinn og ætla Hjálmar af því tilefni að hefja miðasöluna á afmælistónleikana sína þann dag. „Það kom auðvitað ekkert annað til greina en að nýta þenna yndislega dag í að hefja miðasöluna.“
Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Fleiri fréttir Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Sjá meira