Tíminn er auðlind Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar 27. júní 2014 00:01 Eitt stærsta vandamál nútímasamfélags er hraði sem leiðir af sér örara samfélag, þar sem allir eru í kappi við tímann. Tíminn er auðlind sem nútíminn gerir kröfu um að sé nýtt. Það er komið að því að staldra við og skoða þessa hraðaáráttu. Gandhi sagði eitt sinn að lífið væri annað og meira en aukinn hraði. Það mætti segja að samtímann skorti króníska leti, leti sem fólk nýtir til lesturs, leti sem einstaklingar nota til að hugsa, leti til að eiga fleiri samverustundir með fjölskyldunni og þannig mætti halda áfram. Nútímahagkerfið, sem hrundi, snerist ekki aðeins um að sá stóri éti þann smáa heldur einnig þann svifaseina. Eitthvað hlaut að gefa eftir og sitjum við nú uppi með afleiðingu mikillar hraðadýrkunar. Þetta kallar á hugarfarsbreytingu. Krafan um breytingar í samfélaginu er hávær og hefur alltaf verið. Þannig hefur maðurinn þróað samfélag sitt til hins betra með ýmsum feilsporum og lært af mistökum sínum. En hvernig breytum við samfélaginu til hins betra nema ræða okkur niður á skynsamlegustu leiðina sem allra flestir geta sætt sig við? Mannskepnan er enn sem hún var, grimm, ofbeldisfull, árásargjörn og kappsöm. Samfélag manna hefur mótast af hegðun. Ríkjandi viðhorf í hverju menningarsamfélagi hefur tilhneigingu til að styðja og viðhalda því sem virtast er innan þeirrar menningar. Í samfélagi þar sem árangur og staða er mæld í efnislegum auð en ekki félagslegu framlagi veltir maður fyrir sér nútímasamfélagi. En hvert stefnum við þá sem þjóð? Rannsóknir hafa sýnt að viðhorf manna eru eitt af því erfiðasta sem hægt er að eiga við. Sérstaklega þegar kemur að hlutum sem skipa stóran sess í lífi fólks. Þá skipta rök og staðreyndir jafnvel engu máli. Það er viðhorfið sem gildir og nægir mörgum sem staðreynd. Fólk hefur þörf á að hafa málstað og myndar sér gjarnan einhverja skoðun byggða á óskhyggju, þ.e. fólk trúir einhverju svo mikið að það fer að búa til rök sem leiða að fyrir fram gefinni niðurstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt stærsta vandamál nútímasamfélags er hraði sem leiðir af sér örara samfélag, þar sem allir eru í kappi við tímann. Tíminn er auðlind sem nútíminn gerir kröfu um að sé nýtt. Það er komið að því að staldra við og skoða þessa hraðaáráttu. Gandhi sagði eitt sinn að lífið væri annað og meira en aukinn hraði. Það mætti segja að samtímann skorti króníska leti, leti sem fólk nýtir til lesturs, leti sem einstaklingar nota til að hugsa, leti til að eiga fleiri samverustundir með fjölskyldunni og þannig mætti halda áfram. Nútímahagkerfið, sem hrundi, snerist ekki aðeins um að sá stóri éti þann smáa heldur einnig þann svifaseina. Eitthvað hlaut að gefa eftir og sitjum við nú uppi með afleiðingu mikillar hraðadýrkunar. Þetta kallar á hugarfarsbreytingu. Krafan um breytingar í samfélaginu er hávær og hefur alltaf verið. Þannig hefur maðurinn þróað samfélag sitt til hins betra með ýmsum feilsporum og lært af mistökum sínum. En hvernig breytum við samfélaginu til hins betra nema ræða okkur niður á skynsamlegustu leiðina sem allra flestir geta sætt sig við? Mannskepnan er enn sem hún var, grimm, ofbeldisfull, árásargjörn og kappsöm. Samfélag manna hefur mótast af hegðun. Ríkjandi viðhorf í hverju menningarsamfélagi hefur tilhneigingu til að styðja og viðhalda því sem virtast er innan þeirrar menningar. Í samfélagi þar sem árangur og staða er mæld í efnislegum auð en ekki félagslegu framlagi veltir maður fyrir sér nútímasamfélagi. En hvert stefnum við þá sem þjóð? Rannsóknir hafa sýnt að viðhorf manna eru eitt af því erfiðasta sem hægt er að eiga við. Sérstaklega þegar kemur að hlutum sem skipa stóran sess í lífi fólks. Þá skipta rök og staðreyndir jafnvel engu máli. Það er viðhorfið sem gildir og nægir mörgum sem staðreynd. Fólk hefur þörf á að hafa málstað og myndar sér gjarnan einhverja skoðun byggða á óskhyggju, þ.e. fólk trúir einhverju svo mikið að það fer að búa til rök sem leiða að fyrir fram gefinni niðurstöðu.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar