Tíminn er auðlind Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar 27. júní 2014 00:01 Eitt stærsta vandamál nútímasamfélags er hraði sem leiðir af sér örara samfélag, þar sem allir eru í kappi við tímann. Tíminn er auðlind sem nútíminn gerir kröfu um að sé nýtt. Það er komið að því að staldra við og skoða þessa hraðaáráttu. Gandhi sagði eitt sinn að lífið væri annað og meira en aukinn hraði. Það mætti segja að samtímann skorti króníska leti, leti sem fólk nýtir til lesturs, leti sem einstaklingar nota til að hugsa, leti til að eiga fleiri samverustundir með fjölskyldunni og þannig mætti halda áfram. Nútímahagkerfið, sem hrundi, snerist ekki aðeins um að sá stóri éti þann smáa heldur einnig þann svifaseina. Eitthvað hlaut að gefa eftir og sitjum við nú uppi með afleiðingu mikillar hraðadýrkunar. Þetta kallar á hugarfarsbreytingu. Krafan um breytingar í samfélaginu er hávær og hefur alltaf verið. Þannig hefur maðurinn þróað samfélag sitt til hins betra með ýmsum feilsporum og lært af mistökum sínum. En hvernig breytum við samfélaginu til hins betra nema ræða okkur niður á skynsamlegustu leiðina sem allra flestir geta sætt sig við? Mannskepnan er enn sem hún var, grimm, ofbeldisfull, árásargjörn og kappsöm. Samfélag manna hefur mótast af hegðun. Ríkjandi viðhorf í hverju menningarsamfélagi hefur tilhneigingu til að styðja og viðhalda því sem virtast er innan þeirrar menningar. Í samfélagi þar sem árangur og staða er mæld í efnislegum auð en ekki félagslegu framlagi veltir maður fyrir sér nútímasamfélagi. En hvert stefnum við þá sem þjóð? Rannsóknir hafa sýnt að viðhorf manna eru eitt af því erfiðasta sem hægt er að eiga við. Sérstaklega þegar kemur að hlutum sem skipa stóran sess í lífi fólks. Þá skipta rök og staðreyndir jafnvel engu máli. Það er viðhorfið sem gildir og nægir mörgum sem staðreynd. Fólk hefur þörf á að hafa málstað og myndar sér gjarnan einhverja skoðun byggða á óskhyggju, þ.e. fólk trúir einhverju svo mikið að það fer að búa til rök sem leiða að fyrir fram gefinni niðurstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt stærsta vandamál nútímasamfélags er hraði sem leiðir af sér örara samfélag, þar sem allir eru í kappi við tímann. Tíminn er auðlind sem nútíminn gerir kröfu um að sé nýtt. Það er komið að því að staldra við og skoða þessa hraðaáráttu. Gandhi sagði eitt sinn að lífið væri annað og meira en aukinn hraði. Það mætti segja að samtímann skorti króníska leti, leti sem fólk nýtir til lesturs, leti sem einstaklingar nota til að hugsa, leti til að eiga fleiri samverustundir með fjölskyldunni og þannig mætti halda áfram. Nútímahagkerfið, sem hrundi, snerist ekki aðeins um að sá stóri éti þann smáa heldur einnig þann svifaseina. Eitthvað hlaut að gefa eftir og sitjum við nú uppi með afleiðingu mikillar hraðadýrkunar. Þetta kallar á hugarfarsbreytingu. Krafan um breytingar í samfélaginu er hávær og hefur alltaf verið. Þannig hefur maðurinn þróað samfélag sitt til hins betra með ýmsum feilsporum og lært af mistökum sínum. En hvernig breytum við samfélaginu til hins betra nema ræða okkur niður á skynsamlegustu leiðina sem allra flestir geta sætt sig við? Mannskepnan er enn sem hún var, grimm, ofbeldisfull, árásargjörn og kappsöm. Samfélag manna hefur mótast af hegðun. Ríkjandi viðhorf í hverju menningarsamfélagi hefur tilhneigingu til að styðja og viðhalda því sem virtast er innan þeirrar menningar. Í samfélagi þar sem árangur og staða er mæld í efnislegum auð en ekki félagslegu framlagi veltir maður fyrir sér nútímasamfélagi. En hvert stefnum við þá sem þjóð? Rannsóknir hafa sýnt að viðhorf manna eru eitt af því erfiðasta sem hægt er að eiga við. Sérstaklega þegar kemur að hlutum sem skipa stóran sess í lífi fólks. Þá skipta rök og staðreyndir jafnvel engu máli. Það er viðhorfið sem gildir og nægir mörgum sem staðreynd. Fólk hefur þörf á að hafa málstað og myndar sér gjarnan einhverja skoðun byggða á óskhyggju, þ.e. fólk trúir einhverju svo mikið að það fer að búa til rök sem leiða að fyrir fram gefinni niðurstöðu.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun