Framtíðarsýn og pólitísk ábyrgð Guðfræðingar skrifar 21. júní 2014 07:00 Flest bendir til að á næstu árum aukist áhrif hlýnunar á norðurslóðum vegna loftslagsbreytinga af mannavöldum. Spurt hefur verið hvort Íslendingar geti mögulega hagnast á þeirri breytingu, hvort hin aðsteðjandi ógn geti jafnvel orðið okkur til happs eins og „blessað stríðið“ sem hratt okkur loks inn í nútímann.Heimóttarleg framtíðarsýn Með hlýnun munu vissulega berast nýjar tegundir til landsins sem við getum nýtt okkur. Deilurnar um makrílinn sýna að hér er þó ekki um einfalt mál að ræða. Makrílstríðið er samt aðeins forsmekkur að stærri átökum sem fylgja munu hlýnuninni. Hún mun óhjákvæmilega kalla á nýja skiptingu lífsgæða. Þá er vafamál hvort við getum og viljum auka matvælaframleiðslu hér til að lina neyð þeirra sem verða verst úti af völdum loftslagsbreytinganna. Við framleiðum þegar matvæli til útflutnings. Þau eru þó ekki notuð til að seðja hungur þeirra sem þjást og fátt bendir til að breytingar verði á því. Núverandi stefna okkar og ekki síst Hrunið gefa því miður ekki tilefni til annars en að ætla að hugur okkar standi einkum til að auka gnægtir okkar sjálfra og þeirra sem hafa greiðslugetu eða háþróaðar vörur til skiptanna. Stórfelld ræktun korns og annarra matvæla sem við höfum takmarkaða reynslu af gerir líka aukna kröfu um þekkingu, færni og fjármagn. Hér erum við komin að kjarna máls. Loftslagsváin mun stuðla að enn meiri ójöfnuði en þegar er orðinn milli þeirra sem hafa og hinna sem skortir. Við erum að tala um brýnustu lífsnauðsynjar og möguleikann á að verða sér úti um þær. Þetta er skilyrðislaust það fyrsta sem við verðum að velta fyrir okkur í núverandi stöðu. Spurningin um hvort við getum bætt stöðu okkar hlýtur að mæta afgangi þegar um líf og dauða fólks er að tefla.Hlutverk Íslendinga Okkar Íslendinga mun ekki bíða neitt „Messíasar“–hlutverk í framtíðinni í þeirri merkingu að okkur muni óvænt birtast sú lausn sem leysa muni vanda mannkyns, en það virðist áleitinn framtíðardraumur sem ýmsir ráðamenn okkar gera út á í seinni tíð. Við erum of fá og smá, menntun okkar takmörkuð og hugmyndir einhæfar. Efnahags- og skuldastaða okkar ætti þó að nægja til að koma okkur, borgurum dvergríkisins Íslands, niður á jörðina andspænis hugmyndinni um okkur sem bjargvættir heimsins. Hlutverk okkar í framtíðinni ætti að felast í að gera betur það sem við höfum hingað til gert best — fyrst og síðast í samanburði við okkur sjálf en ekki aðra. Keppum að sjálfbærni og endurnýjun líkt og við höfum kostað kapps um að gera í umgengni okkar við nytjastofnana í hafinu. Yfirfærum þá sýn á nýtingu okkar á náttúrunni í heild, en aukum umfram allt framlag okkar til þeirra þjóða sem verða verst úti af völdum loftslagsbreytinganna. Þannig stuðlum við að friði og réttlæti í heiminum.Arnfríður GuðmundsdóttirBaldur KristjánssonHjalti HugasonSigrún ÓskarsdóttirSólveig Anna Bóasdóttirguðfræðingar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er sjókvíaeldi umhverfisvænt? Seinni hluti Pálmi Gunnarsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Virkjum tækifærin sem nýsköpun færir heilbrigðismálum Freyr Hólm Ketilsson Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Flest bendir til að á næstu árum aukist áhrif hlýnunar á norðurslóðum vegna loftslagsbreytinga af mannavöldum. Spurt hefur verið hvort Íslendingar geti mögulega hagnast á þeirri breytingu, hvort hin aðsteðjandi ógn geti jafnvel orðið okkur til happs eins og „blessað stríðið“ sem hratt okkur loks inn í nútímann.Heimóttarleg framtíðarsýn Með hlýnun munu vissulega berast nýjar tegundir til landsins sem við getum nýtt okkur. Deilurnar um makrílinn sýna að hér er þó ekki um einfalt mál að ræða. Makrílstríðið er samt aðeins forsmekkur að stærri átökum sem fylgja munu hlýnuninni. Hún mun óhjákvæmilega kalla á nýja skiptingu lífsgæða. Þá er vafamál hvort við getum og viljum auka matvælaframleiðslu hér til að lina neyð þeirra sem verða verst úti af völdum loftslagsbreytinganna. Við framleiðum þegar matvæli til útflutnings. Þau eru þó ekki notuð til að seðja hungur þeirra sem þjást og fátt bendir til að breytingar verði á því. Núverandi stefna okkar og ekki síst Hrunið gefa því miður ekki tilefni til annars en að ætla að hugur okkar standi einkum til að auka gnægtir okkar sjálfra og þeirra sem hafa greiðslugetu eða háþróaðar vörur til skiptanna. Stórfelld ræktun korns og annarra matvæla sem við höfum takmarkaða reynslu af gerir líka aukna kröfu um þekkingu, færni og fjármagn. Hér erum við komin að kjarna máls. Loftslagsváin mun stuðla að enn meiri ójöfnuði en þegar er orðinn milli þeirra sem hafa og hinna sem skortir. Við erum að tala um brýnustu lífsnauðsynjar og möguleikann á að verða sér úti um þær. Þetta er skilyrðislaust það fyrsta sem við verðum að velta fyrir okkur í núverandi stöðu. Spurningin um hvort við getum bætt stöðu okkar hlýtur að mæta afgangi þegar um líf og dauða fólks er að tefla.Hlutverk Íslendinga Okkar Íslendinga mun ekki bíða neitt „Messíasar“–hlutverk í framtíðinni í þeirri merkingu að okkur muni óvænt birtast sú lausn sem leysa muni vanda mannkyns, en það virðist áleitinn framtíðardraumur sem ýmsir ráðamenn okkar gera út á í seinni tíð. Við erum of fá og smá, menntun okkar takmörkuð og hugmyndir einhæfar. Efnahags- og skuldastaða okkar ætti þó að nægja til að koma okkur, borgurum dvergríkisins Íslands, niður á jörðina andspænis hugmyndinni um okkur sem bjargvættir heimsins. Hlutverk okkar í framtíðinni ætti að felast í að gera betur það sem við höfum hingað til gert best — fyrst og síðast í samanburði við okkur sjálf en ekki aðra. Keppum að sjálfbærni og endurnýjun líkt og við höfum kostað kapps um að gera í umgengni okkar við nytjastofnana í hafinu. Yfirfærum þá sýn á nýtingu okkar á náttúrunni í heild, en aukum umfram allt framlag okkar til þeirra þjóða sem verða verst úti af völdum loftslagsbreytinganna. Þannig stuðlum við að friði og réttlæti í heiminum.Arnfríður GuðmundsdóttirBaldur KristjánssonHjalti HugasonSigrún ÓskarsdóttirSólveig Anna Bóasdóttirguðfræðingar
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun