Kvenréttindi – mál okkar allra Anna Katarzyna Wozniczka skrifar 19. júní 2014 07:00 Í dag, 19. júní, fögnum við í Samtökum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi kvenréttindadeginum og óskum öllum íbúum landsins til hamingju með daginn! Hlutverk samtakanna, sem eru nú á sínu ellefta starfsári, hefur alltaf verið að sameina, takast á við og ljá hagsmuna- og áhugamálum kvenna sem sest hafa að á Íslandi rödd. Markmið samtakanna er að vinna að jafnrétti og jafnri stöðu kvenna af erlendum uppruna á öllum sviðum þjóðlífsins. Samtökin eru opin öllum konum af erlendum uppruna sem búsettar eru á Íslandi, en þrátt fyrir að við séum kvennasamtök eru málefni barna og karla af erlendum uppruna ekki síður mikilvæg í okkar augum. Við berjumst fyrir jafnrétti og betri stöðu þeirra með því að taka þátt í fundum um málefni innflytjenda og með umsagnarskrifum um lagafrumvörp. Við hvetjum, upplýsum og eflum konur af erlendum uppruna til þess að þær geti stutt fjölskyldur sínar á árangursríkan hátt á meðan þær eru að aðlagast samfélaginu. Við viljum sjá að þjálfun og menntun kvenna af erlendu þjóðerni sé viðurkennd og að þeim sé fært að nýta þekkingu og reynslu sína og njóta sömu tækifæra á vinnumarkaði og í samfélaginu. Raddir okkar og erlendur hreimur þurfa að heyrast á öllum sviðum.Mismunun Samtök kvenna af erlendum uppruna eru einnig virk í baráttu gegn kynbundnu ofbeldi, með því að taka málstað kvenna sem orðið hafa fórnarlömb ofbeldis og fræða þær um rétt þeirra og með því að leitast við að tryggja að þolendur séu ekki órétti beittir í þjóðfélaginu. Í haust ætlum við að fara af stað með verkefni í samstarfi við sérfræðinga, sem hefur það markmið að greina þarfir hverrar og einnar konu sem mun taka þátt og hjálpa þeim svo á mismunandi sviðum, hvort sem það eru atvinnumál, menntun eða persónuleg mál í gegnum einstaklingsráðgjöf og hópavinnu. Við munum einnig áfram sjá um atburði eins og Söguhring kvenna í samstarfi við Borgarbókasafnið, Þjóðlegt eldhús og jafningjaráðgjöf. Þrátt fyrir mikilvæga vinnu okkar og annarra stofnana og félagssamtaka verðum við enn vitni að sögum um meinta mismunun í launum, vinnuaðstæðum, við ráðningar eða skólainngöngu. Við þekkjum konur sem geta ekki nýtt hæfileika og/eða menntun sína í starfi. Við fréttum oft af erfiðri stöðu hælisleitenda. Við vitum að kynbundið ofbeldi er til, en við erum ekki enn búin að finna lausn á því hvernig hægt er að nálgast alla þolendur og hjálpa þeim. Þetta eru samfélagsmál sem varða okkur öll, því er eina ráðið að vinna saman – saman að betra samfélagi.www.womeniniceland.ishttps://www.facebook.com/groups/womeniniceland/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í dag, 19. júní, fögnum við í Samtökum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi kvenréttindadeginum og óskum öllum íbúum landsins til hamingju með daginn! Hlutverk samtakanna, sem eru nú á sínu ellefta starfsári, hefur alltaf verið að sameina, takast á við og ljá hagsmuna- og áhugamálum kvenna sem sest hafa að á Íslandi rödd. Markmið samtakanna er að vinna að jafnrétti og jafnri stöðu kvenna af erlendum uppruna á öllum sviðum þjóðlífsins. Samtökin eru opin öllum konum af erlendum uppruna sem búsettar eru á Íslandi, en þrátt fyrir að við séum kvennasamtök eru málefni barna og karla af erlendum uppruna ekki síður mikilvæg í okkar augum. Við berjumst fyrir jafnrétti og betri stöðu þeirra með því að taka þátt í fundum um málefni innflytjenda og með umsagnarskrifum um lagafrumvörp. Við hvetjum, upplýsum og eflum konur af erlendum uppruna til þess að þær geti stutt fjölskyldur sínar á árangursríkan hátt á meðan þær eru að aðlagast samfélaginu. Við viljum sjá að þjálfun og menntun kvenna af erlendu þjóðerni sé viðurkennd og að þeim sé fært að nýta þekkingu og reynslu sína og njóta sömu tækifæra á vinnumarkaði og í samfélaginu. Raddir okkar og erlendur hreimur þurfa að heyrast á öllum sviðum.Mismunun Samtök kvenna af erlendum uppruna eru einnig virk í baráttu gegn kynbundnu ofbeldi, með því að taka málstað kvenna sem orðið hafa fórnarlömb ofbeldis og fræða þær um rétt þeirra og með því að leitast við að tryggja að þolendur séu ekki órétti beittir í þjóðfélaginu. Í haust ætlum við að fara af stað með verkefni í samstarfi við sérfræðinga, sem hefur það markmið að greina þarfir hverrar og einnar konu sem mun taka þátt og hjálpa þeim svo á mismunandi sviðum, hvort sem það eru atvinnumál, menntun eða persónuleg mál í gegnum einstaklingsráðgjöf og hópavinnu. Við munum einnig áfram sjá um atburði eins og Söguhring kvenna í samstarfi við Borgarbókasafnið, Þjóðlegt eldhús og jafningjaráðgjöf. Þrátt fyrir mikilvæga vinnu okkar og annarra stofnana og félagssamtaka verðum við enn vitni að sögum um meinta mismunun í launum, vinnuaðstæðum, við ráðningar eða skólainngöngu. Við þekkjum konur sem geta ekki nýtt hæfileika og/eða menntun sína í starfi. Við fréttum oft af erfiðri stöðu hælisleitenda. Við vitum að kynbundið ofbeldi er til, en við erum ekki enn búin að finna lausn á því hvernig hægt er að nálgast alla þolendur og hjálpa þeim. Þetta eru samfélagsmál sem varða okkur öll, því er eina ráðið að vinna saman – saman að betra samfélagi.www.womeniniceland.ishttps://www.facebook.com/groups/womeniniceland/
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar