Kvenréttindi – mál okkar allra Anna Katarzyna Wozniczka skrifar 19. júní 2014 07:00 Í dag, 19. júní, fögnum við í Samtökum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi kvenréttindadeginum og óskum öllum íbúum landsins til hamingju með daginn! Hlutverk samtakanna, sem eru nú á sínu ellefta starfsári, hefur alltaf verið að sameina, takast á við og ljá hagsmuna- og áhugamálum kvenna sem sest hafa að á Íslandi rödd. Markmið samtakanna er að vinna að jafnrétti og jafnri stöðu kvenna af erlendum uppruna á öllum sviðum þjóðlífsins. Samtökin eru opin öllum konum af erlendum uppruna sem búsettar eru á Íslandi, en þrátt fyrir að við séum kvennasamtök eru málefni barna og karla af erlendum uppruna ekki síður mikilvæg í okkar augum. Við berjumst fyrir jafnrétti og betri stöðu þeirra með því að taka þátt í fundum um málefni innflytjenda og með umsagnarskrifum um lagafrumvörp. Við hvetjum, upplýsum og eflum konur af erlendum uppruna til þess að þær geti stutt fjölskyldur sínar á árangursríkan hátt á meðan þær eru að aðlagast samfélaginu. Við viljum sjá að þjálfun og menntun kvenna af erlendu þjóðerni sé viðurkennd og að þeim sé fært að nýta þekkingu og reynslu sína og njóta sömu tækifæra á vinnumarkaði og í samfélaginu. Raddir okkar og erlendur hreimur þurfa að heyrast á öllum sviðum.Mismunun Samtök kvenna af erlendum uppruna eru einnig virk í baráttu gegn kynbundnu ofbeldi, með því að taka málstað kvenna sem orðið hafa fórnarlömb ofbeldis og fræða þær um rétt þeirra og með því að leitast við að tryggja að þolendur séu ekki órétti beittir í þjóðfélaginu. Í haust ætlum við að fara af stað með verkefni í samstarfi við sérfræðinga, sem hefur það markmið að greina þarfir hverrar og einnar konu sem mun taka þátt og hjálpa þeim svo á mismunandi sviðum, hvort sem það eru atvinnumál, menntun eða persónuleg mál í gegnum einstaklingsráðgjöf og hópavinnu. Við munum einnig áfram sjá um atburði eins og Söguhring kvenna í samstarfi við Borgarbókasafnið, Þjóðlegt eldhús og jafningjaráðgjöf. Þrátt fyrir mikilvæga vinnu okkar og annarra stofnana og félagssamtaka verðum við enn vitni að sögum um meinta mismunun í launum, vinnuaðstæðum, við ráðningar eða skólainngöngu. Við þekkjum konur sem geta ekki nýtt hæfileika og/eða menntun sína í starfi. Við fréttum oft af erfiðri stöðu hælisleitenda. Við vitum að kynbundið ofbeldi er til, en við erum ekki enn búin að finna lausn á því hvernig hægt er að nálgast alla þolendur og hjálpa þeim. Þetta eru samfélagsmál sem varða okkur öll, því er eina ráðið að vinna saman – saman að betra samfélagi.www.womeniniceland.ishttps://www.facebook.com/groups/womeniniceland/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Í dag, 19. júní, fögnum við í Samtökum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi kvenréttindadeginum og óskum öllum íbúum landsins til hamingju með daginn! Hlutverk samtakanna, sem eru nú á sínu ellefta starfsári, hefur alltaf verið að sameina, takast á við og ljá hagsmuna- og áhugamálum kvenna sem sest hafa að á Íslandi rödd. Markmið samtakanna er að vinna að jafnrétti og jafnri stöðu kvenna af erlendum uppruna á öllum sviðum þjóðlífsins. Samtökin eru opin öllum konum af erlendum uppruna sem búsettar eru á Íslandi, en þrátt fyrir að við séum kvennasamtök eru málefni barna og karla af erlendum uppruna ekki síður mikilvæg í okkar augum. Við berjumst fyrir jafnrétti og betri stöðu þeirra með því að taka þátt í fundum um málefni innflytjenda og með umsagnarskrifum um lagafrumvörp. Við hvetjum, upplýsum og eflum konur af erlendum uppruna til þess að þær geti stutt fjölskyldur sínar á árangursríkan hátt á meðan þær eru að aðlagast samfélaginu. Við viljum sjá að þjálfun og menntun kvenna af erlendu þjóðerni sé viðurkennd og að þeim sé fært að nýta þekkingu og reynslu sína og njóta sömu tækifæra á vinnumarkaði og í samfélaginu. Raddir okkar og erlendur hreimur þurfa að heyrast á öllum sviðum.Mismunun Samtök kvenna af erlendum uppruna eru einnig virk í baráttu gegn kynbundnu ofbeldi, með því að taka málstað kvenna sem orðið hafa fórnarlömb ofbeldis og fræða þær um rétt þeirra og með því að leitast við að tryggja að þolendur séu ekki órétti beittir í þjóðfélaginu. Í haust ætlum við að fara af stað með verkefni í samstarfi við sérfræðinga, sem hefur það markmið að greina þarfir hverrar og einnar konu sem mun taka þátt og hjálpa þeim svo á mismunandi sviðum, hvort sem það eru atvinnumál, menntun eða persónuleg mál í gegnum einstaklingsráðgjöf og hópavinnu. Við munum einnig áfram sjá um atburði eins og Söguhring kvenna í samstarfi við Borgarbókasafnið, Þjóðlegt eldhús og jafningjaráðgjöf. Þrátt fyrir mikilvæga vinnu okkar og annarra stofnana og félagssamtaka verðum við enn vitni að sögum um meinta mismunun í launum, vinnuaðstæðum, við ráðningar eða skólainngöngu. Við þekkjum konur sem geta ekki nýtt hæfileika og/eða menntun sína í starfi. Við fréttum oft af erfiðri stöðu hælisleitenda. Við vitum að kynbundið ofbeldi er til, en við erum ekki enn búin að finna lausn á því hvernig hægt er að nálgast alla þolendur og hjálpa þeim. Þetta eru samfélagsmál sem varða okkur öll, því er eina ráðið að vinna saman – saman að betra samfélagi.www.womeniniceland.ishttps://www.facebook.com/groups/womeniniceland/
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun