Er framtíð í vindorku? Einar Sveinbjörnsson skrifar 17. júní 2014 07:00 Í fyrri grein minni í vindorku sagði ég frá vindlundi á eyjunni Hitra í Þrændalögum. Þar er komin tíu ára reynsla af 24 vindrafstöðvum á klapparholtum í um 300 metra hæð úti við Atlantshaf. Nýtingarhlutfallið á Hitra fyrstu árin reyndist vera 29%. Það er heldur lægra, en lagt var upp með þrátt fyrir ágætan mældan meðalvind eða um 8,0 m/s í 50 metrum yfir jörðu. Á Hafinu ofan Búrfells vænta menn þess að meðalvindur í sömu hæð sé 10 m/s og meðalnýtingin geti farið yfir 40%. Vindmyllurnar á Hitra eru af eldri gerð og í stormi stöðvast þær við tiltölulega lágan vindstyrk. Suðvestanstormar eru þarna tíðir að haust- og vetrarlagi norður með vesturströnd Noregs og líklegt þykir mér að „dauður“ tími vegna storma hafi lækkað vænta orkuvinnslu á Hitra. Nýjustu gerðir vindrafstöðva nýta hvassan vind betur og aðeins mestu illviðri stöðva framleiðsluna alveg. Þrátt fyrir allt er helsti annmarki vindorkunnar sveiflur í framleiðslu, sérstaklega lengri og skemmri tímabil hægviðris þegar spaðarnir snúast löturhægt eða alls ekki. Þrýstivindur er tiltölulega mikill á Íslandi. Hér á landi hafa mælingar í 10 metra hæð mjög víða sýnt að vindur blæs að jafnaði af ágætum styrk og ekki skiptir minna máli að hann er nokkuð stöðugur. Sviptivindar nærri fjöllum þykja þannig mikill ókostur og vélbúnaður slitnar líka hraðar og endingartíminn verður skemmri. Hér á landi er víða lítið viðnám yfirborðs samanborið t.d. við N-Evrópu. Þetta á sérstaklega við um hálendisbrúnina og strandsvæði fjarri bröttum fjöllum. Fyrir vikið nær vindurinn sem blæs ofan höfðum okkar meiri styrk en annars væri. Það hefur aftur í för með sér að 40-60 m háar vindmyllur kunna að verða hagkvæmari, en þær sem eru 100 m og hannaðar eru til að komast upp úr iðusveipum nær jörðu þar sem viðnám er meira.Óvinur vindorku Helsti annmarki vindorkunnar er óstöðugur vindurinn, einkum yfir sumarmánuðina og algengi hægviðris. Dægursveifla er oft einkennandi fyrir vindafarið. Hafgola eða annar sólfarsvindur er þá gjarnan í 4 til 6 klst. um og eftir miðjan daginn, en nánast logn frá kvöldi og fram á næsta dag. Bent hefur verið réttilega á að samspil við vatnsafl geti haft úrslitaþýðingu fyrir hagkvæmni vindorku. Á veturna þegar vindorka er mest, eru vatnsaflsvirkjanir reknar með vatni í verulegum mæli frá miðlunum. Við jöklaleysingu síðla sumars fyllast oftast (en þó ekki alltaf) miðlunarlón með leysingarvatni frá jöklum. Umframvatn rennur þá stundum á yfirfalli til sjávar. Slíkt er vitanlega sóun. Samstjórn vindorku og vatnsafls kann að vera ögrandi og spennandi verkefni til að útvega þá orku sem þarf á hverjum tíma á sem hagkvæmastan hátt. Hvort vindorka teljist fýsilegur kostur hér á landi ræðst mest af hagkvæmni í samanburði við tiltölulega ódýrt vatnsafl og jarðvarma. En víst er að vindur er víða nægjanlega mikill og aðstæður góðar á mörgum stöðum hér á landi. Jafnvel öfundsverðar segir erlent vindorkufólk sem glímir við lakari nýtingu. Á móti kemur að raforkuverðið þar er yfirleitt hærra, þó svo að vindorka sé stundum niðurgreidd sem vistvænn valkostur samanborið við gas- eða kolaorkuver. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Í fyrri grein minni í vindorku sagði ég frá vindlundi á eyjunni Hitra í Þrændalögum. Þar er komin tíu ára reynsla af 24 vindrafstöðvum á klapparholtum í um 300 metra hæð úti við Atlantshaf. Nýtingarhlutfallið á Hitra fyrstu árin reyndist vera 29%. Það er heldur lægra, en lagt var upp með þrátt fyrir ágætan mældan meðalvind eða um 8,0 m/s í 50 metrum yfir jörðu. Á Hafinu ofan Búrfells vænta menn þess að meðalvindur í sömu hæð sé 10 m/s og meðalnýtingin geti farið yfir 40%. Vindmyllurnar á Hitra eru af eldri gerð og í stormi stöðvast þær við tiltölulega lágan vindstyrk. Suðvestanstormar eru þarna tíðir að haust- og vetrarlagi norður með vesturströnd Noregs og líklegt þykir mér að „dauður“ tími vegna storma hafi lækkað vænta orkuvinnslu á Hitra. Nýjustu gerðir vindrafstöðva nýta hvassan vind betur og aðeins mestu illviðri stöðva framleiðsluna alveg. Þrátt fyrir allt er helsti annmarki vindorkunnar sveiflur í framleiðslu, sérstaklega lengri og skemmri tímabil hægviðris þegar spaðarnir snúast löturhægt eða alls ekki. Þrýstivindur er tiltölulega mikill á Íslandi. Hér á landi hafa mælingar í 10 metra hæð mjög víða sýnt að vindur blæs að jafnaði af ágætum styrk og ekki skiptir minna máli að hann er nokkuð stöðugur. Sviptivindar nærri fjöllum þykja þannig mikill ókostur og vélbúnaður slitnar líka hraðar og endingartíminn verður skemmri. Hér á landi er víða lítið viðnám yfirborðs samanborið t.d. við N-Evrópu. Þetta á sérstaklega við um hálendisbrúnina og strandsvæði fjarri bröttum fjöllum. Fyrir vikið nær vindurinn sem blæs ofan höfðum okkar meiri styrk en annars væri. Það hefur aftur í för með sér að 40-60 m háar vindmyllur kunna að verða hagkvæmari, en þær sem eru 100 m og hannaðar eru til að komast upp úr iðusveipum nær jörðu þar sem viðnám er meira.Óvinur vindorku Helsti annmarki vindorkunnar er óstöðugur vindurinn, einkum yfir sumarmánuðina og algengi hægviðris. Dægursveifla er oft einkennandi fyrir vindafarið. Hafgola eða annar sólfarsvindur er þá gjarnan í 4 til 6 klst. um og eftir miðjan daginn, en nánast logn frá kvöldi og fram á næsta dag. Bent hefur verið réttilega á að samspil við vatnsafl geti haft úrslitaþýðingu fyrir hagkvæmni vindorku. Á veturna þegar vindorka er mest, eru vatnsaflsvirkjanir reknar með vatni í verulegum mæli frá miðlunum. Við jöklaleysingu síðla sumars fyllast oftast (en þó ekki alltaf) miðlunarlón með leysingarvatni frá jöklum. Umframvatn rennur þá stundum á yfirfalli til sjávar. Slíkt er vitanlega sóun. Samstjórn vindorku og vatnsafls kann að vera ögrandi og spennandi verkefni til að útvega þá orku sem þarf á hverjum tíma á sem hagkvæmastan hátt. Hvort vindorka teljist fýsilegur kostur hér á landi ræðst mest af hagkvæmni í samanburði við tiltölulega ódýrt vatnsafl og jarðvarma. En víst er að vindur er víða nægjanlega mikill og aðstæður góðar á mörgum stöðum hér á landi. Jafnvel öfundsverðar segir erlent vindorkufólk sem glímir við lakari nýtingu. Á móti kemur að raforkuverðið þar er yfirleitt hærra, þó svo að vindorka sé stundum niðurgreidd sem vistvænn valkostur samanborið við gas- eða kolaorkuver.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun