Þakkir til Rauða krossins Hanna Birna Kristjánsdóttir skrifar 12. júní 2014 07:00 Eitt mikilvægasta verkefni stjórnvalda þegar kemur að hælisleitendum er að tryggja fullnægjandi þjónustu við meðferð umsókna þeirra. Í gær náðum við mikilvægum áfanga í þeim efnum þegar innanríkisráðuneytið og Rauði krossinn á Íslandi undirrituðu samning um þjónustu við hælisleitendur. Helstu áherslur samningsins felast í því að hraða málsmeðferð hælisumsókna, bæta verklag og tryggja sem besta nýtingu á því fjármagni sem er varið í málaflokkinn. Með samningi við Rauða krossinn tekst okkur að tryggja hælisleitendum hlutlausa og óháða réttargæslu þannig að jafnræðis sé gætt og að allir hælisleitendur fái vandaða málsmeðferð. Rauði krossinn mun einnig meta reglulega aðbúnað hælisleitenda, sinna heimsóknarþjónustu, félagsstarfi og fleira ásamt því að veita stjórnvöldum aðhald í málaflokknum. Þá munu samtökin halda úti alþjóðlegri leitarþjónustu til þess að hafa uppi á týndum ættingjum og endurvekja samband innan fjölskyldna þegar slíkt er mögulegt.Styttri málsmeðferðartími Eitt helsta úrlausnarefni stjórnvalda í kjölfar mikillar ásóknar eftir alþjóðlegri vernd hér á landi hefur verið tímalengd og dráttur málsmeðferðar. Í breiðri sátt samþykkti Alþingi breytingar á lögum um útlendinga í vor en þær breytingar fela meðal annars í sér að hægt verður að hraða málsmeðferðartíma umtalsvert. Frá og með 25. ágúst næstkomandi er stefnt að því að málsmeðferðartími hælisumsókna hér á landi verði að meðaltali ekki lengri en 90 dagar á hvoru stjórnsýslustigi í stað tveggja til þriggja ára eins og verið hefur síðustu misseri. Um næstu áramót mun sjálfstæð úrskurðanefnd í útlendingamálum, sem endurskoðar ákvarðanir Útlendingastofnunar, taka til starfa. Nefndina munu skipa okkar helstu sérfræðingar í málefnum flóttamanna og mannréttinda. Með aukinni sérfræðiþekkingu innan málaflokksins, bæði hjá Rauða krossinum og stjórnvöldum, verða verkferlar skýrari og hægt verður að afgreiða mál með skjótari og skilvirkari hætti án þess að það komi niður á gæðum málanna. Það er ástæða til að fagna þessum mikla áfanga sem nú hefur náðst í málefnum hælisleitenda hér á landi. Um leið og ég þakka Rauða krossinum fyrir að koma að þessu mikilvæga verkefni býð ég hann velkomin til mikilvægs samstarfs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt mikilvægasta verkefni stjórnvalda þegar kemur að hælisleitendum er að tryggja fullnægjandi þjónustu við meðferð umsókna þeirra. Í gær náðum við mikilvægum áfanga í þeim efnum þegar innanríkisráðuneytið og Rauði krossinn á Íslandi undirrituðu samning um þjónustu við hælisleitendur. Helstu áherslur samningsins felast í því að hraða málsmeðferð hælisumsókna, bæta verklag og tryggja sem besta nýtingu á því fjármagni sem er varið í málaflokkinn. Með samningi við Rauða krossinn tekst okkur að tryggja hælisleitendum hlutlausa og óháða réttargæslu þannig að jafnræðis sé gætt og að allir hælisleitendur fái vandaða málsmeðferð. Rauði krossinn mun einnig meta reglulega aðbúnað hælisleitenda, sinna heimsóknarþjónustu, félagsstarfi og fleira ásamt því að veita stjórnvöldum aðhald í málaflokknum. Þá munu samtökin halda úti alþjóðlegri leitarþjónustu til þess að hafa uppi á týndum ættingjum og endurvekja samband innan fjölskyldna þegar slíkt er mögulegt.Styttri málsmeðferðartími Eitt helsta úrlausnarefni stjórnvalda í kjölfar mikillar ásóknar eftir alþjóðlegri vernd hér á landi hefur verið tímalengd og dráttur málsmeðferðar. Í breiðri sátt samþykkti Alþingi breytingar á lögum um útlendinga í vor en þær breytingar fela meðal annars í sér að hægt verður að hraða málsmeðferðartíma umtalsvert. Frá og með 25. ágúst næstkomandi er stefnt að því að málsmeðferðartími hælisumsókna hér á landi verði að meðaltali ekki lengri en 90 dagar á hvoru stjórnsýslustigi í stað tveggja til þriggja ára eins og verið hefur síðustu misseri. Um næstu áramót mun sjálfstæð úrskurðanefnd í útlendingamálum, sem endurskoðar ákvarðanir Útlendingastofnunar, taka til starfa. Nefndina munu skipa okkar helstu sérfræðingar í málefnum flóttamanna og mannréttinda. Með aukinni sérfræðiþekkingu innan málaflokksins, bæði hjá Rauða krossinum og stjórnvöldum, verða verkferlar skýrari og hægt verður að afgreiða mál með skjótari og skilvirkari hætti án þess að það komi niður á gæðum málanna. Það er ástæða til að fagna þessum mikla áfanga sem nú hefur náðst í málefnum hælisleitenda hér á landi. Um leið og ég þakka Rauða krossinum fyrir að koma að þessu mikilvæga verkefni býð ég hann velkomin til mikilvægs samstarfs.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun