Þakkir til Rauða krossins Hanna Birna Kristjánsdóttir skrifar 12. júní 2014 07:00 Eitt mikilvægasta verkefni stjórnvalda þegar kemur að hælisleitendum er að tryggja fullnægjandi þjónustu við meðferð umsókna þeirra. Í gær náðum við mikilvægum áfanga í þeim efnum þegar innanríkisráðuneytið og Rauði krossinn á Íslandi undirrituðu samning um þjónustu við hælisleitendur. Helstu áherslur samningsins felast í því að hraða málsmeðferð hælisumsókna, bæta verklag og tryggja sem besta nýtingu á því fjármagni sem er varið í málaflokkinn. Með samningi við Rauða krossinn tekst okkur að tryggja hælisleitendum hlutlausa og óháða réttargæslu þannig að jafnræðis sé gætt og að allir hælisleitendur fái vandaða málsmeðferð. Rauði krossinn mun einnig meta reglulega aðbúnað hælisleitenda, sinna heimsóknarþjónustu, félagsstarfi og fleira ásamt því að veita stjórnvöldum aðhald í málaflokknum. Þá munu samtökin halda úti alþjóðlegri leitarþjónustu til þess að hafa uppi á týndum ættingjum og endurvekja samband innan fjölskyldna þegar slíkt er mögulegt.Styttri málsmeðferðartími Eitt helsta úrlausnarefni stjórnvalda í kjölfar mikillar ásóknar eftir alþjóðlegri vernd hér á landi hefur verið tímalengd og dráttur málsmeðferðar. Í breiðri sátt samþykkti Alþingi breytingar á lögum um útlendinga í vor en þær breytingar fela meðal annars í sér að hægt verður að hraða málsmeðferðartíma umtalsvert. Frá og með 25. ágúst næstkomandi er stefnt að því að málsmeðferðartími hælisumsókna hér á landi verði að meðaltali ekki lengri en 90 dagar á hvoru stjórnsýslustigi í stað tveggja til þriggja ára eins og verið hefur síðustu misseri. Um næstu áramót mun sjálfstæð úrskurðanefnd í útlendingamálum, sem endurskoðar ákvarðanir Útlendingastofnunar, taka til starfa. Nefndina munu skipa okkar helstu sérfræðingar í málefnum flóttamanna og mannréttinda. Með aukinni sérfræðiþekkingu innan málaflokksins, bæði hjá Rauða krossinum og stjórnvöldum, verða verkferlar skýrari og hægt verður að afgreiða mál með skjótari og skilvirkari hætti án þess að það komi niður á gæðum málanna. Það er ástæða til að fagna þessum mikla áfanga sem nú hefur náðst í málefnum hælisleitenda hér á landi. Um leið og ég þakka Rauða krossinum fyrir að koma að þessu mikilvæga verkefni býð ég hann velkomin til mikilvægs samstarfs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Eitt mikilvægasta verkefni stjórnvalda þegar kemur að hælisleitendum er að tryggja fullnægjandi þjónustu við meðferð umsókna þeirra. Í gær náðum við mikilvægum áfanga í þeim efnum þegar innanríkisráðuneytið og Rauði krossinn á Íslandi undirrituðu samning um þjónustu við hælisleitendur. Helstu áherslur samningsins felast í því að hraða málsmeðferð hælisumsókna, bæta verklag og tryggja sem besta nýtingu á því fjármagni sem er varið í málaflokkinn. Með samningi við Rauða krossinn tekst okkur að tryggja hælisleitendum hlutlausa og óháða réttargæslu þannig að jafnræðis sé gætt og að allir hælisleitendur fái vandaða málsmeðferð. Rauði krossinn mun einnig meta reglulega aðbúnað hælisleitenda, sinna heimsóknarþjónustu, félagsstarfi og fleira ásamt því að veita stjórnvöldum aðhald í málaflokknum. Þá munu samtökin halda úti alþjóðlegri leitarþjónustu til þess að hafa uppi á týndum ættingjum og endurvekja samband innan fjölskyldna þegar slíkt er mögulegt.Styttri málsmeðferðartími Eitt helsta úrlausnarefni stjórnvalda í kjölfar mikillar ásóknar eftir alþjóðlegri vernd hér á landi hefur verið tímalengd og dráttur málsmeðferðar. Í breiðri sátt samþykkti Alþingi breytingar á lögum um útlendinga í vor en þær breytingar fela meðal annars í sér að hægt verður að hraða málsmeðferðartíma umtalsvert. Frá og með 25. ágúst næstkomandi er stefnt að því að málsmeðferðartími hælisumsókna hér á landi verði að meðaltali ekki lengri en 90 dagar á hvoru stjórnsýslustigi í stað tveggja til þriggja ára eins og verið hefur síðustu misseri. Um næstu áramót mun sjálfstæð úrskurðanefnd í útlendingamálum, sem endurskoðar ákvarðanir Útlendingastofnunar, taka til starfa. Nefndina munu skipa okkar helstu sérfræðingar í málefnum flóttamanna og mannréttinda. Með aukinni sérfræðiþekkingu innan málaflokksins, bæði hjá Rauða krossinum og stjórnvöldum, verða verkferlar skýrari og hægt verður að afgreiða mál með skjótari og skilvirkari hætti án þess að það komi niður á gæðum málanna. Það er ástæða til að fagna þessum mikla áfanga sem nú hefur náðst í málefnum hælisleitenda hér á landi. Um leið og ég þakka Rauða krossinum fyrir að koma að þessu mikilvæga verkefni býð ég hann velkomin til mikilvægs samstarfs.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun