Berjumst gegn ofbeldi Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar 11. júní 2014 07:00 Sumir halda því fram að bardagaíþróttir séu ofbeldisfullar og séu því ekki skyldar öðrum íþróttum. Þegar foreldrar og/eða börn velja íþróttagrein þá sýna tölur opinberra aðila að stelpur fara í fimleika, dans eða sund og strákar fara í bardagalistir eða boltagreinar. Íslensk rannsókn frá 2008-2010 sýndi að um 40% íslenskra kvenna verða fyrir einhvers konar kynbundnu ofbeldi á ævi sinni. Er ekki kominn tími til að við endurskoðum viðhorf okkar til bardagaíþrótta? Þær eru uppbyggilegar og gagnlegar, bæði fyrir stelpur og stráka, konur og karla.Hvað er íþrótt? Íþróttir eru skilgreindar á margvíslegan hátt. Flestar eru þær þó stofnanabundnar athafnir. Stofnanabundin þýðir að reglur og venjur íþróttarinnar hafa mótast í ákveðið form með tímanum. Þetta form er fjórþætt: Reglur eru staðlaðar, opinberir aðilar fylgja því eftir að reglum sé framfylgt, skipulag og tæknileg atriði íþróttarinnar skipta máli til að ná árangri og æfingar og þjálfun eru skipulagðar eða í ákveðnum farvegi. Keppnisfyrirkomulagið felur í sér mikla hreyfingu eða flókin tækniatriði þar sem innri eða ytri umbun er drifkrafturinn.Virðing og sjálfsrækt Bardagaíþróttir falla undir þessa skilgreiningu. Reglur eru staðlaðar og eru hugsaðar til að fyrirbyggja slys og meiðsl enda eru meiðsli sjaldgæf í bardagaíþróttum. Til að ná árangri í bardagaíþróttum þarf iðkandi að ráða yfir gífurlegri tækni og vera vel skipulagður. Keppni í þessum greinum felur í sér mikla hreyfingu og flókin tækniatriði. Sérsambönd sjá um að reglum sé fylgt eftir. Þess vegna falla bardagaíþróttir vel undir þá skilgreiningu að vera íþrótt. Þess ber að geta að þessar íþróttagreinar hafa fram yfir flestar aðrar íþróttagreinar sjálfsvarnargildið og mikið er lagt upp úr virðingu fyrir æfingafélaga sínum/andstæðingi. Grunngildi þessara íþrótta gengur út á að fullkomna sjálfan sig þannig að iðkendur geti skilað eins miklu og mögulegt er til samfélagsins.Prinsessur þurfa að verja sig Þegar persóna hefur öðlast grunnfærni í sjálfsvarnaríþrótt eða sjálfsvarnarlist þá hefur viðkomandi getu til að verja sig gegn árásum jafningja eða stærri persónu. Þetta skiptir ekki einungis máli þegar árás hefst, heldur einnig sú vitneskja að vita að maður geti varið sig og hafi þor til að láta í ljós að manni mislíki tiltekin hegðun. Þegar foreldrar og/eða börn velja íþróttagrein þá sýna tölur opinberra aðila að stelpur fara í fimleika, dans eða sund og strákar fara í bardagalistir eða boltagreinar. Væri ekki sniðugt að benda dætrum sínum á sjálfsvarnarlistir eða bardagaíþróttir svo þær geti gengið öruggari um götur bæjarins og vitað að þær geti varið sig ef á þær er ráðist eða þær áreittar? Þegar konur eru spurðar af hverju þær vilji ekki læra sjálfsvörn þá er svarið oftast „maðurinn minn passar upp á mig“ eða „pabbi minn passar mig“. Þeir sem beita kynbundnu ofbeldi gera það ekki þegar einhver er til staðar til að „passa“ upp á mann heldur nýta þeir tækifærið þegar manneskjan lítur út fyrir að vera varnarlaus. Samkvæmt tölfræðinni eru gerendur kynbundins ofbeldis oft tengdir aðilar, eins og feður eða makar.Ég á mig sjálf Íslensk rannsókn frá 2008-2010 sýndi að um 40% íslenskra kvenna verða fyrir einhvers konar kynbundnu ofbeldi á ævi sinni. Rannsóknir hafa sýnt að konur sem læra sjálfsvörn og kenna dætrum sínum sjálfsvörn eru í minni hættu á að verða fyrir ofbeldi. Þær eru einnig líklegri til að geta varið sig, ef til ofbeldis kemur. Ofbeldi er óásættanlegt. Forvarnir gegn ofbeldi eru mikilvægar en einnig er mikilvægt að konur læri að verja sig gegn ofbeldi með grunnþekkingu í sjálfsvarnaríþróttum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Sumir halda því fram að bardagaíþróttir séu ofbeldisfullar og séu því ekki skyldar öðrum íþróttum. Þegar foreldrar og/eða börn velja íþróttagrein þá sýna tölur opinberra aðila að stelpur fara í fimleika, dans eða sund og strákar fara í bardagalistir eða boltagreinar. Íslensk rannsókn frá 2008-2010 sýndi að um 40% íslenskra kvenna verða fyrir einhvers konar kynbundnu ofbeldi á ævi sinni. Er ekki kominn tími til að við endurskoðum viðhorf okkar til bardagaíþrótta? Þær eru uppbyggilegar og gagnlegar, bæði fyrir stelpur og stráka, konur og karla.Hvað er íþrótt? Íþróttir eru skilgreindar á margvíslegan hátt. Flestar eru þær þó stofnanabundnar athafnir. Stofnanabundin þýðir að reglur og venjur íþróttarinnar hafa mótast í ákveðið form með tímanum. Þetta form er fjórþætt: Reglur eru staðlaðar, opinberir aðilar fylgja því eftir að reglum sé framfylgt, skipulag og tæknileg atriði íþróttarinnar skipta máli til að ná árangri og æfingar og þjálfun eru skipulagðar eða í ákveðnum farvegi. Keppnisfyrirkomulagið felur í sér mikla hreyfingu eða flókin tækniatriði þar sem innri eða ytri umbun er drifkrafturinn.Virðing og sjálfsrækt Bardagaíþróttir falla undir þessa skilgreiningu. Reglur eru staðlaðar og eru hugsaðar til að fyrirbyggja slys og meiðsl enda eru meiðsli sjaldgæf í bardagaíþróttum. Til að ná árangri í bardagaíþróttum þarf iðkandi að ráða yfir gífurlegri tækni og vera vel skipulagður. Keppni í þessum greinum felur í sér mikla hreyfingu og flókin tækniatriði. Sérsambönd sjá um að reglum sé fylgt eftir. Þess vegna falla bardagaíþróttir vel undir þá skilgreiningu að vera íþrótt. Þess ber að geta að þessar íþróttagreinar hafa fram yfir flestar aðrar íþróttagreinar sjálfsvarnargildið og mikið er lagt upp úr virðingu fyrir æfingafélaga sínum/andstæðingi. Grunngildi þessara íþrótta gengur út á að fullkomna sjálfan sig þannig að iðkendur geti skilað eins miklu og mögulegt er til samfélagsins.Prinsessur þurfa að verja sig Þegar persóna hefur öðlast grunnfærni í sjálfsvarnaríþrótt eða sjálfsvarnarlist þá hefur viðkomandi getu til að verja sig gegn árásum jafningja eða stærri persónu. Þetta skiptir ekki einungis máli þegar árás hefst, heldur einnig sú vitneskja að vita að maður geti varið sig og hafi þor til að láta í ljós að manni mislíki tiltekin hegðun. Þegar foreldrar og/eða börn velja íþróttagrein þá sýna tölur opinberra aðila að stelpur fara í fimleika, dans eða sund og strákar fara í bardagalistir eða boltagreinar. Væri ekki sniðugt að benda dætrum sínum á sjálfsvarnarlistir eða bardagaíþróttir svo þær geti gengið öruggari um götur bæjarins og vitað að þær geti varið sig ef á þær er ráðist eða þær áreittar? Þegar konur eru spurðar af hverju þær vilji ekki læra sjálfsvörn þá er svarið oftast „maðurinn minn passar upp á mig“ eða „pabbi minn passar mig“. Þeir sem beita kynbundnu ofbeldi gera það ekki þegar einhver er til staðar til að „passa“ upp á mann heldur nýta þeir tækifærið þegar manneskjan lítur út fyrir að vera varnarlaus. Samkvæmt tölfræðinni eru gerendur kynbundins ofbeldis oft tengdir aðilar, eins og feður eða makar.Ég á mig sjálf Íslensk rannsókn frá 2008-2010 sýndi að um 40% íslenskra kvenna verða fyrir einhvers konar kynbundnu ofbeldi á ævi sinni. Rannsóknir hafa sýnt að konur sem læra sjálfsvörn og kenna dætrum sínum sjálfsvörn eru í minni hættu á að verða fyrir ofbeldi. Þær eru einnig líklegri til að geta varið sig, ef til ofbeldis kemur. Ofbeldi er óásættanlegt. Forvarnir gegn ofbeldi eru mikilvægar en einnig er mikilvægt að konur læri að verja sig gegn ofbeldi með grunnþekkingu í sjálfsvarnaríþróttum.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun