„… allir eru skrýtnir, og líka þú“* Kristín Elfa Guðnadóttir skrifar 11. júní 2014 07:00 Við hötum öll eitthvað. Það er þegar við förum að hata aðrar manneskjur sem hlutirnir verða alvarlegir. Þá fyrst skemmtum við skrattanum og bjóðum honum í grill í leiðinni. Fordæmum hatur en ekki fólk. Við verðum að tala saman, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Í því felst ekki samþykki á rasisma. Í því felst að samræða og virk hlustun er eina leiðin til að hafa jákvæð áhrif. Við sem óttumst ekki nálægð við múslima í samfélaginu megum ekki sjálf gera okkur sek um hiklausa réttlætingu á öllu sem kemur frá okkur sjálfum og vandlætingu á öllu sem kemur frá hinum. Skuldbindum okkur frekar til að reyna að finna sameiginlegan flöt sem við getum byrjað að tala saman út frá. Kannski þurfum við að fara alla leið til upphafsins í þeirri leit og segja: Ókei, við erum öll manneskjur, við getum verið sammála um það. Hættum að vera reaktíf og verðum próaktíf. Hættum að vera þolendur og verðum gerendur. Annars kemur Breivik einhvern daginn og bankar upp á. Sagan segir okkur að einhliða fordæming á fólki sem er hallt undir áróður útlendingahatara gerir tvennt: 1. Þjappar saman þeim sem eru sammála okkur nú þegar og brýnir þeirra vopn. 2. Rekur þá sem eru ósammála okkur í felur að brýna sín vopn. Í umhverfi einhliða fordæmingar verður engin samræða. Þótt okkur langi óstjórnlega (í báðum hópum) að það virki að segja: „Þetta er rangt hjá þér, þú ert vitlaus og málið er dautt,“ þá er það ekki þannig. Enginn vill láta tala niður til sín. Þetta á við um þá sem eru hræddir við hatrið sem streymir upp úr iðrum jarðar. Það á við um þá sem hatrinu er hellt yfir. Og það á líka við um þá sem hata. Oft erum við í öllum þessum hópum samtímis.Arfavondir félagar Rasismi og fasismi, þessir arfavondu félagar, þrífast best í samfélagi þar sem ekki er hlustað á fólk. Þar sem fólk fær ekki aðgang að kjötkötlunum, lýðræði er ábótavant, margir hafa það skítt. Það er ekki að ástæðulausu sem stórveldi verða til. Það þarf svart og hvítt, eitthvað til að hata hinum megin. Í landi þar sem við ætlum vonandi ekki að byggja Berlínarmúr getum við ekki afgreitt hlutina með köldu stríði. Við tökumst á, hér og nú. Ég legg til nokkuð mjög róttækt: Setjumst til borðs með ætluðum óvinum okkar og athugum hvort ekki er hægt að hreyfa málið eitthvað áfram í átt til friðar. Hlustum á fólk segja frá því hvað það er hrætt við, hverju því er illa við. Höldum stillingu okkar. Verum vel upplýst. Hlustum á tilfinningar. Hættum að fordæma og förum að hlusta, ekki á hatur – við tökum aldrei undir það – heldur á fólk. *Úr „Álfablokkin“, lag og texti eftir KK. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Við hötum öll eitthvað. Það er þegar við förum að hata aðrar manneskjur sem hlutirnir verða alvarlegir. Þá fyrst skemmtum við skrattanum og bjóðum honum í grill í leiðinni. Fordæmum hatur en ekki fólk. Við verðum að tala saman, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Í því felst ekki samþykki á rasisma. Í því felst að samræða og virk hlustun er eina leiðin til að hafa jákvæð áhrif. Við sem óttumst ekki nálægð við múslima í samfélaginu megum ekki sjálf gera okkur sek um hiklausa réttlætingu á öllu sem kemur frá okkur sjálfum og vandlætingu á öllu sem kemur frá hinum. Skuldbindum okkur frekar til að reyna að finna sameiginlegan flöt sem við getum byrjað að tala saman út frá. Kannski þurfum við að fara alla leið til upphafsins í þeirri leit og segja: Ókei, við erum öll manneskjur, við getum verið sammála um það. Hættum að vera reaktíf og verðum próaktíf. Hættum að vera þolendur og verðum gerendur. Annars kemur Breivik einhvern daginn og bankar upp á. Sagan segir okkur að einhliða fordæming á fólki sem er hallt undir áróður útlendingahatara gerir tvennt: 1. Þjappar saman þeim sem eru sammála okkur nú þegar og brýnir þeirra vopn. 2. Rekur þá sem eru ósammála okkur í felur að brýna sín vopn. Í umhverfi einhliða fordæmingar verður engin samræða. Þótt okkur langi óstjórnlega (í báðum hópum) að það virki að segja: „Þetta er rangt hjá þér, þú ert vitlaus og málið er dautt,“ þá er það ekki þannig. Enginn vill láta tala niður til sín. Þetta á við um þá sem eru hræddir við hatrið sem streymir upp úr iðrum jarðar. Það á við um þá sem hatrinu er hellt yfir. Og það á líka við um þá sem hata. Oft erum við í öllum þessum hópum samtímis.Arfavondir félagar Rasismi og fasismi, þessir arfavondu félagar, þrífast best í samfélagi þar sem ekki er hlustað á fólk. Þar sem fólk fær ekki aðgang að kjötkötlunum, lýðræði er ábótavant, margir hafa það skítt. Það er ekki að ástæðulausu sem stórveldi verða til. Það þarf svart og hvítt, eitthvað til að hata hinum megin. Í landi þar sem við ætlum vonandi ekki að byggja Berlínarmúr getum við ekki afgreitt hlutina með köldu stríði. Við tökumst á, hér og nú. Ég legg til nokkuð mjög róttækt: Setjumst til borðs með ætluðum óvinum okkar og athugum hvort ekki er hægt að hreyfa málið eitthvað áfram í átt til friðar. Hlustum á fólk segja frá því hvað það er hrætt við, hverju því er illa við. Höldum stillingu okkar. Verum vel upplýst. Hlustum á tilfinningar. Hættum að fordæma og förum að hlusta, ekki á hatur – við tökum aldrei undir það – heldur á fólk. *Úr „Álfablokkin“, lag og texti eftir KK.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun