„… allir eru skrýtnir, og líka þú“* Kristín Elfa Guðnadóttir skrifar 11. júní 2014 07:00 Við hötum öll eitthvað. Það er þegar við förum að hata aðrar manneskjur sem hlutirnir verða alvarlegir. Þá fyrst skemmtum við skrattanum og bjóðum honum í grill í leiðinni. Fordæmum hatur en ekki fólk. Við verðum að tala saman, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Í því felst ekki samþykki á rasisma. Í því felst að samræða og virk hlustun er eina leiðin til að hafa jákvæð áhrif. Við sem óttumst ekki nálægð við múslima í samfélaginu megum ekki sjálf gera okkur sek um hiklausa réttlætingu á öllu sem kemur frá okkur sjálfum og vandlætingu á öllu sem kemur frá hinum. Skuldbindum okkur frekar til að reyna að finna sameiginlegan flöt sem við getum byrjað að tala saman út frá. Kannski þurfum við að fara alla leið til upphafsins í þeirri leit og segja: Ókei, við erum öll manneskjur, við getum verið sammála um það. Hættum að vera reaktíf og verðum próaktíf. Hættum að vera þolendur og verðum gerendur. Annars kemur Breivik einhvern daginn og bankar upp á. Sagan segir okkur að einhliða fordæming á fólki sem er hallt undir áróður útlendingahatara gerir tvennt: 1. Þjappar saman þeim sem eru sammála okkur nú þegar og brýnir þeirra vopn. 2. Rekur þá sem eru ósammála okkur í felur að brýna sín vopn. Í umhverfi einhliða fordæmingar verður engin samræða. Þótt okkur langi óstjórnlega (í báðum hópum) að það virki að segja: „Þetta er rangt hjá þér, þú ert vitlaus og málið er dautt,“ þá er það ekki þannig. Enginn vill láta tala niður til sín. Þetta á við um þá sem eru hræddir við hatrið sem streymir upp úr iðrum jarðar. Það á við um þá sem hatrinu er hellt yfir. Og það á líka við um þá sem hata. Oft erum við í öllum þessum hópum samtímis.Arfavondir félagar Rasismi og fasismi, þessir arfavondu félagar, þrífast best í samfélagi þar sem ekki er hlustað á fólk. Þar sem fólk fær ekki aðgang að kjötkötlunum, lýðræði er ábótavant, margir hafa það skítt. Það er ekki að ástæðulausu sem stórveldi verða til. Það þarf svart og hvítt, eitthvað til að hata hinum megin. Í landi þar sem við ætlum vonandi ekki að byggja Berlínarmúr getum við ekki afgreitt hlutina með köldu stríði. Við tökumst á, hér og nú. Ég legg til nokkuð mjög róttækt: Setjumst til borðs með ætluðum óvinum okkar og athugum hvort ekki er hægt að hreyfa málið eitthvað áfram í átt til friðar. Hlustum á fólk segja frá því hvað það er hrætt við, hverju því er illa við. Höldum stillingu okkar. Verum vel upplýst. Hlustum á tilfinningar. Hættum að fordæma og förum að hlusta, ekki á hatur – við tökum aldrei undir það – heldur á fólk. *Úr „Álfablokkin“, lag og texti eftir KK. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Við hötum öll eitthvað. Það er þegar við förum að hata aðrar manneskjur sem hlutirnir verða alvarlegir. Þá fyrst skemmtum við skrattanum og bjóðum honum í grill í leiðinni. Fordæmum hatur en ekki fólk. Við verðum að tala saman, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Í því felst ekki samþykki á rasisma. Í því felst að samræða og virk hlustun er eina leiðin til að hafa jákvæð áhrif. Við sem óttumst ekki nálægð við múslima í samfélaginu megum ekki sjálf gera okkur sek um hiklausa réttlætingu á öllu sem kemur frá okkur sjálfum og vandlætingu á öllu sem kemur frá hinum. Skuldbindum okkur frekar til að reyna að finna sameiginlegan flöt sem við getum byrjað að tala saman út frá. Kannski þurfum við að fara alla leið til upphafsins í þeirri leit og segja: Ókei, við erum öll manneskjur, við getum verið sammála um það. Hættum að vera reaktíf og verðum próaktíf. Hættum að vera þolendur og verðum gerendur. Annars kemur Breivik einhvern daginn og bankar upp á. Sagan segir okkur að einhliða fordæming á fólki sem er hallt undir áróður útlendingahatara gerir tvennt: 1. Þjappar saman þeim sem eru sammála okkur nú þegar og brýnir þeirra vopn. 2. Rekur þá sem eru ósammála okkur í felur að brýna sín vopn. Í umhverfi einhliða fordæmingar verður engin samræða. Þótt okkur langi óstjórnlega (í báðum hópum) að það virki að segja: „Þetta er rangt hjá þér, þú ert vitlaus og málið er dautt,“ þá er það ekki þannig. Enginn vill láta tala niður til sín. Þetta á við um þá sem eru hræddir við hatrið sem streymir upp úr iðrum jarðar. Það á við um þá sem hatrinu er hellt yfir. Og það á líka við um þá sem hata. Oft erum við í öllum þessum hópum samtímis.Arfavondir félagar Rasismi og fasismi, þessir arfavondu félagar, þrífast best í samfélagi þar sem ekki er hlustað á fólk. Þar sem fólk fær ekki aðgang að kjötkötlunum, lýðræði er ábótavant, margir hafa það skítt. Það er ekki að ástæðulausu sem stórveldi verða til. Það þarf svart og hvítt, eitthvað til að hata hinum megin. Í landi þar sem við ætlum vonandi ekki að byggja Berlínarmúr getum við ekki afgreitt hlutina með köldu stríði. Við tökumst á, hér og nú. Ég legg til nokkuð mjög róttækt: Setjumst til borðs með ætluðum óvinum okkar og athugum hvort ekki er hægt að hreyfa málið eitthvað áfram í átt til friðar. Hlustum á fólk segja frá því hvað það er hrætt við, hverju því er illa við. Höldum stillingu okkar. Verum vel upplýst. Hlustum á tilfinningar. Hættum að fordæma og förum að hlusta, ekki á hatur – við tökum aldrei undir það – heldur á fólk. *Úr „Álfablokkin“, lag og texti eftir KK.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun